Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?

Einar Árnason

Til þess að svara þessari spurningu er ekki hægt að vísa í beinar niðurstöður tilrauna eða athugana. Í spurningunni er fólgið að hvorki menn né dýr voru til einhvern tíma í fyrndinni og hvorki menn né dýr gátu því fylgst með þessu gerast. Ég kýs því að veita fræðilegt svar og byggi það á þróunarkenningu Darwins.

Samkvæmt þróunarkenningunni er náttúrlegt val mikilvægasta gangvirki (mekanismi) fyrir þróunarbreytingar. Það er í sjálfu sér einfalt að skýra náttúrlegt val. – Gerum ráð fyrir að frumur í sjónum séu breytilegar í einhverjum eiginleika (eins og til dæmis þeim eiginleika að ná orku úr umhverfinu eða í hæfileika frumunnar við að tengjast og starfa með annarri frumu). – Gerum í öðru lagi ráð fyrir því að þessir breytilegu eiginleikar erfist að einhverju leyti. Það merkir að þegar fruman skiptir sér og getur af sér afkvæmafrumur þá eru þær líkari foreldrafrumunni að því er varðar þennan eiginleika heldur en öðrum óskyldum frumum. – Gerum í þriðja lagi ráð fyrir að önnur frumugerðin fjölgi sér hraðar en hin gerðin. – Og gerum í fjórða lagi ráð fyrir að ástæðan fyrir því að þessi frumugerð fjölgar sér hraðar en hin sé sú að eiginleikinn sem skilur hana frá hinni leyfi henni að starfa betur í því umhverfi sem hún býr í. Sem dæmi getum við tekið að sá eiginleiki að geta bundist annarri frumu leyfir þeim að starfa betur í umhverfinu. Saman ná þær t.d. meiri orku en sem nemur því sem ein fruma nær og slíkar frumur fjölga sér þess vegna hraðar.

Náttúrlegt val er afleiðing af þessum fjórum lögmálum: Breytileika, erfðum, mishraðri æxlun og starfrænum ástæðum fyrir mishraðri æxlun. Ef öll þessi lögmál eru sönn í senn þá er það óhjákvæmileg, - vélræn, eðlileg eða náttúrleg - afleiðing af þeim að þeirri gerð fjölgar örar sem starfar betur og hún velst því fram yfir hina á náttúrlegan hátt. Náttúrlegt val er því afleiðing af þessum fjórum lögmálum. Náttúrlegt val er það vélvirki eða gangverk sem gerir frumunni kleift að þróast þannig að menn og önnur dýr myndist.

Hvernig gerðist það? Á þann hátt sem að framan var lýst. Ef frumur sem bundust hver annarri störfuðu betur en einar sér þá veljast þær úr og fjölfrumulífvera getur myndast. Ef sérhæfing meðal þessara frumna, t.d. í taugafrumu og vöðvafrumu, leyfir frumunum að fjölga sér hraðar þá veljast úr þær lífverur sem búa yfir sérhæfingu frumugerða.

Á þennan hátt koll af kolli hafa gerst stökkbreytingar sem eru hagkvæmar við þau umhverfisskilyrði sem hver lífvera bjó við á hverju tímabili. Við álítum að þannig hafi orðið til fjölfrumulífverur úr einfrumungum, sérhæfing frumugerða og mismunandi vefjagerðir, síðan þróist líffæri og margt, margt fleira. Lífverur námu þurrlendi og margs konar lífverur þróuðust, t.d. skordýr, fuglar og spendýr og plöntur. Sum dýr þróuðu lífsviðurværi aftur í sjónum eins og t.d. sjófuglar og sjávarspendýr eins og selir og hvalir. Sumar þróuðu það sem okkur finnast skrítnir eiginleikar eins og pandabjörninn, en hjá honum þróaðist sjötti fingurinn sem nýtist birninum við að kljúfa bambus sem hann étur. Hjá manninum þróaðist til dæmis upprétt staða sem skipti sköpum fyrir frekari þróun mannsins. Margt fleira má telja.

Og á meðan plánetan jörð hefur snúist og snúist um möndul sinn og um sólu eftir lögmálum þyngdaraflsins, þá hafa frá svona einfaldri byrjun þróast og eru sífellt að þróast hinar fallegustu og stórbrotnustu lífverur. (Charles Darwin).

Heimild: Charles Darwin. On the Origin og Species. London: John Murray. 1859.

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

10.2.2000

Spyrjandi

Gunnar Snorri Ragnarsson

Tilvísun

Einar Árnason. „Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81.

Einar Árnason. (2000, 10. febrúar). Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81

Einar Árnason. „Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?
Til þess að svara þessari spurningu er ekki hægt að vísa í beinar niðurstöður tilrauna eða athugana. Í spurningunni er fólgið að hvorki menn né dýr voru til einhvern tíma í fyrndinni og hvorki menn né dýr gátu því fylgst með þessu gerast. Ég kýs því að veita fræðilegt svar og byggi það á þróunarkenningu Darwins.

Samkvæmt þróunarkenningunni er náttúrlegt val mikilvægasta gangvirki (mekanismi) fyrir þróunarbreytingar. Það er í sjálfu sér einfalt að skýra náttúrlegt val. – Gerum ráð fyrir að frumur í sjónum séu breytilegar í einhverjum eiginleika (eins og til dæmis þeim eiginleika að ná orku úr umhverfinu eða í hæfileika frumunnar við að tengjast og starfa með annarri frumu). – Gerum í öðru lagi ráð fyrir því að þessir breytilegu eiginleikar erfist að einhverju leyti. Það merkir að þegar fruman skiptir sér og getur af sér afkvæmafrumur þá eru þær líkari foreldrafrumunni að því er varðar þennan eiginleika heldur en öðrum óskyldum frumum. – Gerum í þriðja lagi ráð fyrir að önnur frumugerðin fjölgi sér hraðar en hin gerðin. – Og gerum í fjórða lagi ráð fyrir að ástæðan fyrir því að þessi frumugerð fjölgar sér hraðar en hin sé sú að eiginleikinn sem skilur hana frá hinni leyfi henni að starfa betur í því umhverfi sem hún býr í. Sem dæmi getum við tekið að sá eiginleiki að geta bundist annarri frumu leyfir þeim að starfa betur í umhverfinu. Saman ná þær t.d. meiri orku en sem nemur því sem ein fruma nær og slíkar frumur fjölga sér þess vegna hraðar.

Náttúrlegt val er afleiðing af þessum fjórum lögmálum: Breytileika, erfðum, mishraðri æxlun og starfrænum ástæðum fyrir mishraðri æxlun. Ef öll þessi lögmál eru sönn í senn þá er það óhjákvæmileg, - vélræn, eðlileg eða náttúrleg - afleiðing af þeim að þeirri gerð fjölgar örar sem starfar betur og hún velst því fram yfir hina á náttúrlegan hátt. Náttúrlegt val er því afleiðing af þessum fjórum lögmálum. Náttúrlegt val er það vélvirki eða gangverk sem gerir frumunni kleift að þróast þannig að menn og önnur dýr myndist.

Hvernig gerðist það? Á þann hátt sem að framan var lýst. Ef frumur sem bundust hver annarri störfuðu betur en einar sér þá veljast þær úr og fjölfrumulífvera getur myndast. Ef sérhæfing meðal þessara frumna, t.d. í taugafrumu og vöðvafrumu, leyfir frumunum að fjölga sér hraðar þá veljast úr þær lífverur sem búa yfir sérhæfingu frumugerða.

Á þennan hátt koll af kolli hafa gerst stökkbreytingar sem eru hagkvæmar við þau umhverfisskilyrði sem hver lífvera bjó við á hverju tímabili. Við álítum að þannig hafi orðið til fjölfrumulífverur úr einfrumungum, sérhæfing frumugerða og mismunandi vefjagerðir, síðan þróist líffæri og margt, margt fleira. Lífverur námu þurrlendi og margs konar lífverur þróuðust, t.d. skordýr, fuglar og spendýr og plöntur. Sum dýr þróuðu lífsviðurværi aftur í sjónum eins og t.d. sjófuglar og sjávarspendýr eins og selir og hvalir. Sumar þróuðu það sem okkur finnast skrítnir eiginleikar eins og pandabjörninn, en hjá honum þróaðist sjötti fingurinn sem nýtist birninum við að kljúfa bambus sem hann étur. Hjá manninum þróaðist til dæmis upprétt staða sem skipti sköpum fyrir frekari þróun mannsins. Margt fleira má telja.

Og á meðan plánetan jörð hefur snúist og snúist um möndul sinn og um sólu eftir lögmálum þyngdaraflsins, þá hafa frá svona einfaldri byrjun þróast og eru sífellt að þróast hinar fallegustu og stórbrotnustu lífverur. (Charles Darwin).

Heimild: Charles Darwin. On the Origin og Species. London: John Murray. 1859....