Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar voru orsakir Kóreustríðsins?

Geir Sigurðsson

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Hvað orsakaði Kóreustríðið? (Hvers vegna braust stríðið út?)

Ekki eru allir á einu máli um hvað réð mestu um upphaf Kóreustríðsins en hægt er að rekja það til samspils fjögurra meginþátta:
  1. Yfirráða Japana í Kóreu á árunum 1910-1945;
  2. Hugmyndafræðilegs ágreinings Sovétríkjanna og Bandaríkjanna;
  3. Óskýrra og óraunhæfra áætlana Bandamanna um framtíð Kóreu;
  4. Yfirtöku kommúnista í Kína árið 1949.

Hér verður litið betur á hvern þessara þátta fyrir sig.

1. Japanar gerðu Kóreu að nýlendu sinni árið 1910 og ríktu þar með harðri hendi allt þar til þeir þurftu að fallast á skilyrðislausa uppgjöf sína gegn Bandamönnum í lok seinni heimsstyrjaldar. Kóreumenn brugðust við yfirráðum Japana með aukinni þjóðernishyggju og ýmsum sjálfstæðistilburðum. En um leið má segja að þar hafi orðið til hugmyndafræðilegur klofningur sem markaði og markar enn Kóreuríkin tvö. Með nokkurri einföldun má segja að mótast hafi tvenns konar þjóðernishyggja: annars vegar hófleg, menningarleg þjóðernishyggja sem tók sér Vesturlönd til fyrirmyndar og hins vegar róttækari þjóðernishyggja sem sótti einkum innblástur til sósíalískrar hugmyndafræði Sovétríkjanna. Í kjölfar uppgjafar Japana þann 15. ágúst 1945 tóku fulltrúar þessara tveggja hópa að fylkja sér um þau stjórnvöld sem mynduðust í hvorum hluta Kóreu fyrir sig og áttu eftir að stofna ríkin tvö árið 1948.

Sprengja springur í Wonsan, Norður-Kóreu, árið 1951.

2. Undir lok seinni heimsstyrjaldar tók þegar að bera á sterkum hugmyndafræðilegum ágreiningi Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Þau kepptust um yfirráð í heiminum, að mestu í formi mismunandi háðra bandamanna hvors um sig sem fylgdu þá annað hvort sósíalísku eða kapítalísku hagkerfi. Sovétmenn hertóku norðurhluta Kóreu í ágúst 1945 og féllust á að Bandaríkjamenn myndu taka stjórnina í suðurhlutanum fyrst um sinn. Stjórnvöld beggja ríkja vildu þó koma í veg fyrir að til yrði eitt Kóreuríki sem yrði háð hinu stórveldinu. Þar með gátu þau ekki komið sér saman um ríkisstjórn sem stýrði slíku ríki.

3. Svo virðist sem áform Bandamanna um Kóreu hafi einkennst af nokkrum vanskilningi á landi og þjóð. Markmiðið var vissulega að Kórea yrði frjálst og fullvalda ríki en í fyrstu var gert ráð fyrir því að það yrði verndarsvæði undir stjórn annarra ríkja í nokkra áratugi. Slík áform voru tvímælalaust óraunhæf í ljósi þess að Kóreumenn kölluðu eftir fullveldi, hið fyrsta eftir 35 ár sem japönsk nýlenda. Hefðu Bandamenn gert sér betur grein fyrir sjálfstæðisþrá kóresku þjóðarinnar hefði hugsanlega verið unnt að taka á málinu af meiri festu. Þess í stað lýstu hvor hluti fyrir sig yfir sjálfstæði árið 1948 sem jók mjög möguleikana á ófriði þeirra á milli.

4. Borgarastríðinu í Kína á árunum 1946-1949 lyktaði með sigri kommúnista sem stofnuðu Alþýðulýðveldið í Kína þann 1. október 1949. Fyrir tilstilli Stalíns féllst Mao Zedong, leiðtogi Kínverja, á að veita Norður-Kóreu stuðning í hernaðarlegum áformum sínum gagnvart Suður-Kóreu en án þessa stuðnings er ólíklegra en ella að slík ákvörðun hefði verið tekin.

Kim Il Sung, leiðtogi Norður-Kóreu, skrifar undir sáttmálann sem batt enda á Kóreustríðið.

Almennt er litið svo á að Norður-Kórea hafi átt upptökin að stríðinu þann 25. júní 1950. Stjórnvöld í Norður-Kóreu halda því fram að aðgerðir þeirra hafi verið viðbrögð við árásum Suður-Kóreu. Gagnkvæm átök og skærur voru vissulega tíð á landamærunum allt frá árinu 1949 en allt bendir til að Kim Il Sung, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi með árásinni haft ítarleg áform um að sameina ríkin með vopnavaldi. Raunar hafði leiðtogi Suður-Kóreu, Syngman Rhee, jafnframt margsinnis tjáð svipuð áform og óskað eftir stuðningi Bandaríkjanna við þau. Margir telja Kóreustríðið hafa verið óhjákvæmilegt. Án íhlutunar Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Kína hefðu hörmungar þess ekki verið jafn miklar en íhlutun þeirra sýnir einmitt að stríðið var á vissan hátt heimsstyrjöld á mjög afmörkuðu svæði.

Heimildir:
  • Cumings, Bruce. The Korean War. A History. New York: The Modern Library, 2011.
  • Hastings, Max. Korean War. New York: Simon & Schuster, 1987.
  • Seth, Michael J. A Concise History of Modern Korea. From the Late Nineteenth Century to the Present. Lanhan o.fl.: Rowman and Littlefield, 2010.
  • Stueck, William. The Korean War. An International History. Princeton: Princeton University Press, 1995.

Myndir:

Höfundur

Geir Sigurðsson

heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum

Útgáfudagur

25.1.2019

Síðast uppfært

6.2.2019

Spyrjandi

Kamilla Borg Hjálmarsdóttir

Tilvísun

Geir Sigurðsson. „Hverjar voru orsakir Kóreustríðsins?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2019, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66340.

Geir Sigurðsson. (2019, 25. janúar). Hverjar voru orsakir Kóreustríðsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66340

Geir Sigurðsson. „Hverjar voru orsakir Kóreustríðsins?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2019. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66340>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar voru orsakir Kóreustríðsins?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Hvað orsakaði Kóreustríðið? (Hvers vegna braust stríðið út?)

Ekki eru allir á einu máli um hvað réð mestu um upphaf Kóreustríðsins en hægt er að rekja það til samspils fjögurra meginþátta:
  1. Yfirráða Japana í Kóreu á árunum 1910-1945;
  2. Hugmyndafræðilegs ágreinings Sovétríkjanna og Bandaríkjanna;
  3. Óskýrra og óraunhæfra áætlana Bandamanna um framtíð Kóreu;
  4. Yfirtöku kommúnista í Kína árið 1949.

Hér verður litið betur á hvern þessara þátta fyrir sig.

1. Japanar gerðu Kóreu að nýlendu sinni árið 1910 og ríktu þar með harðri hendi allt þar til þeir þurftu að fallast á skilyrðislausa uppgjöf sína gegn Bandamönnum í lok seinni heimsstyrjaldar. Kóreumenn brugðust við yfirráðum Japana með aukinni þjóðernishyggju og ýmsum sjálfstæðistilburðum. En um leið má segja að þar hafi orðið til hugmyndafræðilegur klofningur sem markaði og markar enn Kóreuríkin tvö. Með nokkurri einföldun má segja að mótast hafi tvenns konar þjóðernishyggja: annars vegar hófleg, menningarleg þjóðernishyggja sem tók sér Vesturlönd til fyrirmyndar og hins vegar róttækari þjóðernishyggja sem sótti einkum innblástur til sósíalískrar hugmyndafræði Sovétríkjanna. Í kjölfar uppgjafar Japana þann 15. ágúst 1945 tóku fulltrúar þessara tveggja hópa að fylkja sér um þau stjórnvöld sem mynduðust í hvorum hluta Kóreu fyrir sig og áttu eftir að stofna ríkin tvö árið 1948.

Sprengja springur í Wonsan, Norður-Kóreu, árið 1951.

2. Undir lok seinni heimsstyrjaldar tók þegar að bera á sterkum hugmyndafræðilegum ágreiningi Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Þau kepptust um yfirráð í heiminum, að mestu í formi mismunandi háðra bandamanna hvors um sig sem fylgdu þá annað hvort sósíalísku eða kapítalísku hagkerfi. Sovétmenn hertóku norðurhluta Kóreu í ágúst 1945 og féllust á að Bandaríkjamenn myndu taka stjórnina í suðurhlutanum fyrst um sinn. Stjórnvöld beggja ríkja vildu þó koma í veg fyrir að til yrði eitt Kóreuríki sem yrði háð hinu stórveldinu. Þar með gátu þau ekki komið sér saman um ríkisstjórn sem stýrði slíku ríki.

3. Svo virðist sem áform Bandamanna um Kóreu hafi einkennst af nokkrum vanskilningi á landi og þjóð. Markmiðið var vissulega að Kórea yrði frjálst og fullvalda ríki en í fyrstu var gert ráð fyrir því að það yrði verndarsvæði undir stjórn annarra ríkja í nokkra áratugi. Slík áform voru tvímælalaust óraunhæf í ljósi þess að Kóreumenn kölluðu eftir fullveldi, hið fyrsta eftir 35 ár sem japönsk nýlenda. Hefðu Bandamenn gert sér betur grein fyrir sjálfstæðisþrá kóresku þjóðarinnar hefði hugsanlega verið unnt að taka á málinu af meiri festu. Þess í stað lýstu hvor hluti fyrir sig yfir sjálfstæði árið 1948 sem jók mjög möguleikana á ófriði þeirra á milli.

4. Borgarastríðinu í Kína á árunum 1946-1949 lyktaði með sigri kommúnista sem stofnuðu Alþýðulýðveldið í Kína þann 1. október 1949. Fyrir tilstilli Stalíns féllst Mao Zedong, leiðtogi Kínverja, á að veita Norður-Kóreu stuðning í hernaðarlegum áformum sínum gagnvart Suður-Kóreu en án þessa stuðnings er ólíklegra en ella að slík ákvörðun hefði verið tekin.

Kim Il Sung, leiðtogi Norður-Kóreu, skrifar undir sáttmálann sem batt enda á Kóreustríðið.

Almennt er litið svo á að Norður-Kórea hafi átt upptökin að stríðinu þann 25. júní 1950. Stjórnvöld í Norður-Kóreu halda því fram að aðgerðir þeirra hafi verið viðbrögð við árásum Suður-Kóreu. Gagnkvæm átök og skærur voru vissulega tíð á landamærunum allt frá árinu 1949 en allt bendir til að Kim Il Sung, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi með árásinni haft ítarleg áform um að sameina ríkin með vopnavaldi. Raunar hafði leiðtogi Suður-Kóreu, Syngman Rhee, jafnframt margsinnis tjáð svipuð áform og óskað eftir stuðningi Bandaríkjanna við þau. Margir telja Kóreustríðið hafa verið óhjákvæmilegt. Án íhlutunar Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Kína hefðu hörmungar þess ekki verið jafn miklar en íhlutun þeirra sýnir einmitt að stríðið var á vissan hátt heimsstyrjöld á mjög afmörkuðu svæði.

Heimildir:
  • Cumings, Bruce. The Korean War. A History. New York: The Modern Library, 2011.
  • Hastings, Max. Korean War. New York: Simon & Schuster, 1987.
  • Seth, Michael J. A Concise History of Modern Korea. From the Late Nineteenth Century to the Present. Lanhan o.fl.: Rowman and Littlefield, 2010.
  • Stueck, William. The Korean War. An International History. Princeton: Princeton University Press, 1995.

Myndir:

...