er nú til sölu: mjög sterkir kvennskór á 7 kr., Möhel Plusches-morgunskór í þrem litum á 4 kr., strigaskór fyrir drengi frá 1,50 til 6 kr., og yfir höfuð stórar byrgðir af allskonar skófatnaði handa konum, körlum og börnum.Og í Ísafold árið 1901 auglýsir Skófatnaðarverslunin Ingólfsstræti 3 strigaskó (Turistaskór) af fjórum tegundum. Árin þar á eftir eru reglulega auglýstir strigaskór í íslenskum skóverslunum. Þetta hafa líklega fyrst og fremst verið sumarskór enda auglýsingarnar að langmestu leyti birtar yfir sumarmánuðina. Líklega hafa þessir strigaskór sem auglýstir voru í upphafi 20. aldar þó ekki verið eins og skórnir sem við þekkjum í dag. Eins og nafnið gefur til kynna voru strigaskór upphaflega gerðir úr striga en í dag notum þetta heiti yfir skó úr ýmiskonar öðru efni. Á ensku eru nokkur heiti notuð yfir slíka skó, svo sem plimsoles, canvas shoes, sneakers og trainers. Strigaskór komu fyrst fram í Bretlandi á 19. öld. Sumar heimildir telja að þeir hafi í fyrstu verið notað sem strandskór en samkvæmt öðrum heimildum voru fyrstu strigaskórnir notaðir við tennis- og krikketleik. Þetta þóttu þægilegir skór og vinsældir þeirra jukust smám saman. Strigaskórnir hentuðu í alls konar útivist og voru einnig þróaðir sérstaklega að hinum ýmsu íþróttagreinum, svo sem hlaupaskór, körfuboltaskór, innanhússkór og svo framvegis. Heimildir og myndir:
- Íslensk orðabók. Árni Böðvarsson (ritstj.). Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1988.
- Austri, 06.06.1894 - Timarit.is.
- Ísafold, 23.03.1901 - Timarit.is.
- Plimsoll shoe - Wikipedia.
- Sneakers - Wikipedia.
- The Humble History of the Sneaker - Heddels.com.
- History of Shoes - 19th and 20th Century Women's Footwear | Bellatory.
- Free photo Sports Shoes Old Shoes Festival Sneaker Sneakers - Max Pixel. (Sótt 25. 10. 2018).
- Reykjavík, 16.04.1907 - Timarit.is. (Sótt 25. 10. 2018).