Öglir var fiðraður en hann gat að öllum líkindum ekki flogið, í mesta lagi sveif hann um. Vísindamenn vita þetta þar sem öglir hafði ekki kjöl á brjóstbeininu. Fuglar nútímans hafa þennan kjöl en hann er hald fyrir sterka vöðva út í vængina. Einnig var öglir þyngri en fuglar sem við þekkjum. Þar skipti mestu að bein hans voru ekki eins hol að innan og fuglabein. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvort þróuðust fuglar frá forsögulegum eðlungum eða fleglum?
- Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?
- Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.