Foreldrar Seifs og systkina hans voru risarnir Rhea og Krónos. Þau voru einnig systkini, börn Úranusar (himins) og Gaia (jarðar). Krónos óttaðist að eitthvert barna hans steypti honum af valdastóli og því át hann þau þegar þau fæddust. Rheu tókst hins vegar að bjarga lífi Seifs með því að fela hann hjá geit þar sem hann ólst síðan upp. Þegar hann óx úr grasi gaf hann föður sínum ólyfjan sem olli því að Krónos kastaði upp systkinum Seifs og var þeim þar með bjargað. Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um gríska goðafræði, til dæmis:
- Hver eru kennitákn grísku goðanna?
- Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?
- Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði?
- Hverjar voru dætur Seifs?
- Wikipedia (á íslensku)
- Wikipedia (á ensku):
- Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990.
- Mynd: About.com: Agnosticism / Atheism.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.