Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1996 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Matthíasdóttir stundað?
Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna. Sigríður hefur sérstaklega rannsakað íslenska kvenna- og...
Hver var Kristian Kaalund og hvert var hans framlag til norrænna fræða?
Dr. Kålund má ekki vamm sitt vita, hvort heldur er sem vísindamaður eða maður yfir höfuð. Jeg hef þekkt hann í fullan mannsaldur og hef ekki kynst betri eða vandaðri manni.Þessi orð er að lesa í inngangi Finns Jónssonar, prófessors, að afmælisriti því sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út í tilefni sj...
Er það satt að kettir fæðist kynlausir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er það satt að kettir fæðast kynlausir (smá rifrildi í gangi hérna)?Kettir fæðast ekki kynlausir frekar en önnur spendýr. Kynferði kettlinga ákvarðast af kynlitningum líkt og kynferði barna og annars ungviðis spendýra. Röntgenmynd af kettlingafullri læðu. Eggfruma læðunna...
Hvaða orð eru til á íslensku um rigningu?
Orðið rigning er kvenkyns nafnorð. Til forna var einnig til karlkynsorðið rigningur, en önnur merking þess er ánamaðkur. Önnur orð um rigningu eru til dæmis: úrfelli, úrkoma, regn, úrhellisrigning, suddi, regndemba, skrumba, deyfa, deyfla, hraglandi, regn, regnskúr, rekja, slepja, úði, úrfelli, slúð, vatnsveðu...
Úr hverju er oblátan sem við fáum þegar við fermumst?
Obláta er brauð sem er notað við altarisgöngu. Orðið er tökuorð úr latínu, oblata merkir eiginlega 'fórn' eða 'hið framborna'. Á vefnum kvi.annáll.is er ýmis konar fróðleikur um altarisbrauð. Þar er meðal annars að finna uppskrift af oblátum fyrir 60-70 manns. Í henni kemur fram að oblátur eru gerðar úr heilhveiti...
Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?
Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu, í þeim hluta hennar sem talið er að hafi upphaflega verið saminn sem Þórðar saga kakala en síðan tekinn inn í safnritið Sturlungu. Bardaginn var háður 19. apríl 1246 við Djúpadalsá í Skagafirði þar sem hún rennur að austan niður í Skagafjörð. Bardagi...
Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?
Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í...
Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?
Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...
Er það rétt að Grindavík sé á Mars?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bo...
Hvað eru öndvegissúlur?
Öndvegissúlur eru skrautlegar súlur sem stóðu sitt hvorum megin við hásæti höfðingja til forna. Í súlurnar voru skornar goðamyndir og annað skraut. Sögur herma að höfðingjar sem sigldu til Íslands hafi varpað öndvegissúlum fyrir borð þegar sást til lands. Síðan námu þeir land þar sem súlurnar fundust. Sagan af önd...
Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið "Landmenn", sbr. Landmannalaugar, Landmannaleið? Landmenn reka á Landmannaafrétt, afréttinn þeirra og lauga sig í laugunum sínum. Er þetta danskt tökuorð sbr. landmand/landmænd=bóndi/bændur? Ættum við kannski að tala um "Bændalaugar"? Í Íslenskri orð...
Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?
Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...
Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?
Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri ú...
Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...
Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?
Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...