Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?

Sigurður Steinþórsson

Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í stað melatígla og paldrar (þúfnastallar eða -garðar) í stað þúfna.

Melatíglar verða til við frostlyftingu og jarðskrið á gróðurlitlu landi.

Snemma vetrar, þegar jörð er orðin frosin niður á nokkurt dýpi, getur skipst á frost og þíða í efstu 10-15 sentimetrunum eða svo. Ís er um 10% rúmmálsmeiri en vatn, þannig að í hverri sveiflu frosts og þíðu belgist efsta lagið ýmist út eða skreppur saman. Þensla í lárétta fletinum leiðir til þess að á yfirborðinu skiptast á hringlaga hæðir með lægðum á milli, og við þensluna mjakast stærri steinvölurnar hægt og hægt niður í lægðirnar, knúðar af þyngdarkraftinum.

Ýmis jarðfræðileg fyrirbæri sem stafa af rúmmálsbreytingum, svo sem stuðlasprungur í kólnandi storkubergi, þurrksprungur í leirflögum, eða melatíglar af völdum frostþenslu, mynda gjarnan sexhyrnt sprungunet vegna þess að sexhyrningur er sá fjölhyrningur sem er næstur því að vera hringur en getur samt fyllt flötinn – aðrir reglulegir hyrningar sem það geta gert eru þríhyrningur og ferhyrningur.

Melahringir á Svalbarða. Þvermál um 180 cm. Fyrirbærið er náskylt melatíglum. Melahringirnir á Svalbarða mynduðust þannig að við sí-endurtekna hringrás frosts og þýðu urðu til þúfur með ís í kjarna en stærri steinar söfnuðust smám saman í lægðirnar milli þúfna. Þegar ísinn í miðju þúfunnar þiðnar, fellur hún saman og dæld verður til í miðju hringsins.

Frostmynstur af þessu tagi geta verið mjög mis-stórgerð, skiptast eftir stærð í „macro-scale“ og „micro-scale“ fjölhyrninga, þar sem þeir stóru eru 15–30 m í þvermál en þeir litlu oftast minni en 2 m.[1] Stærð og gerð mynstursins fer eftir kuldastigi, rakastigi og gerð jarðvegarins. Þorleifur Einarsson fjallar um frostmynstur í jarðfræðibók sinni og segir þar meðal annars:

Í langvarandi miklum frostum tekur jarðklakinn að dragast saman, enda fer ísinn þá að hegða sér eins og önnur föst efni [dragast saman við kólnun]. Við þetta rifnar jarðvegur oft með háum hvelli (frostbrestir), og nefnast þetta frostsprungur. Hér á landi verða þeir einungis til á láglendi á frostavetrum eins og t.d. 1918. Á hálendinu er hins vegar allmikið um frostsprungur, og raða þær sér tíðum í stóra tígla sem svipar til melatígla, en þvermál þeirra er miklu stærra eða 10–30 m. Frostsprungurnar víkka síðan smám saman við endurtekin frost, er ís myndast í þeim (ísfleygar), og nefnast þá fleygsprungur. Eru víða heil kerfi af þeim á hálendinu, eins og t.d. við Hvítárvatn, í Sóleyjarhöfða, á Sprengisandi og á Mývatnsöræfum.[2]
Í Alaska hefur verið lýst stórgerðu frostmynstri frá ísöld, 25–46 m í þvermál og með 1–2 m bili á milli.[3] Og á reikistjörnunni Mars finnast melatíglar á vissum svæðum, 10–15 m í þvermál; þeir eru taldir hafa myndast við þurrgufun (uppgufun íss) og benda til þess að ís sé að finna undir yfirborðinu—þar kunni að vera vatns von fyrir framtíðar landnema.

Tilvísanir:
  1. ^ RO van Erdingen 2005. Multi-language glossary of permafrost and related ground-ice terms. International Permafrost Association. The University of Calgary.
  2. ^ Þorleifur Einarsson 1968. Jarðfræði. Saga bergs og lands. Mál og menning. bls. 134.
  3. ^ TL Péwé, RE Church, MJ Andresen 1969. Origin and paleoclimatic significance of large-scale patterned ground in the Donnelly Dome area, Alaska. Special Paper 103. The Geological Society of America, Boulder, Colorado.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

17.1.2013

Síðast uppfært

4.3.2021

Spyrjandi

Ívar Örn Þrastarson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63634.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 17. janúar). Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63634

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63634>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?
Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í stað melatígla og paldrar (þúfnastallar eða -garðar) í stað þúfna.

Melatíglar verða til við frostlyftingu og jarðskrið á gróðurlitlu landi.

Snemma vetrar, þegar jörð er orðin frosin niður á nokkurt dýpi, getur skipst á frost og þíða í efstu 10-15 sentimetrunum eða svo. Ís er um 10% rúmmálsmeiri en vatn, þannig að í hverri sveiflu frosts og þíðu belgist efsta lagið ýmist út eða skreppur saman. Þensla í lárétta fletinum leiðir til þess að á yfirborðinu skiptast á hringlaga hæðir með lægðum á milli, og við þensluna mjakast stærri steinvölurnar hægt og hægt niður í lægðirnar, knúðar af þyngdarkraftinum.

Ýmis jarðfræðileg fyrirbæri sem stafa af rúmmálsbreytingum, svo sem stuðlasprungur í kólnandi storkubergi, þurrksprungur í leirflögum, eða melatíglar af völdum frostþenslu, mynda gjarnan sexhyrnt sprungunet vegna þess að sexhyrningur er sá fjölhyrningur sem er næstur því að vera hringur en getur samt fyllt flötinn – aðrir reglulegir hyrningar sem það geta gert eru þríhyrningur og ferhyrningur.

Melahringir á Svalbarða. Þvermál um 180 cm. Fyrirbærið er náskylt melatíglum. Melahringirnir á Svalbarða mynduðust þannig að við sí-endurtekna hringrás frosts og þýðu urðu til þúfur með ís í kjarna en stærri steinar söfnuðust smám saman í lægðirnar milli þúfna. Þegar ísinn í miðju þúfunnar þiðnar, fellur hún saman og dæld verður til í miðju hringsins.

Frostmynstur af þessu tagi geta verið mjög mis-stórgerð, skiptast eftir stærð í „macro-scale“ og „micro-scale“ fjölhyrninga, þar sem þeir stóru eru 15–30 m í þvermál en þeir litlu oftast minni en 2 m.[1] Stærð og gerð mynstursins fer eftir kuldastigi, rakastigi og gerð jarðvegarins. Þorleifur Einarsson fjallar um frostmynstur í jarðfræðibók sinni og segir þar meðal annars:

Í langvarandi miklum frostum tekur jarðklakinn að dragast saman, enda fer ísinn þá að hegða sér eins og önnur föst efni [dragast saman við kólnun]. Við þetta rifnar jarðvegur oft með háum hvelli (frostbrestir), og nefnast þetta frostsprungur. Hér á landi verða þeir einungis til á láglendi á frostavetrum eins og t.d. 1918. Á hálendinu er hins vegar allmikið um frostsprungur, og raða þær sér tíðum í stóra tígla sem svipar til melatígla, en þvermál þeirra er miklu stærra eða 10–30 m. Frostsprungurnar víkka síðan smám saman við endurtekin frost, er ís myndast í þeim (ísfleygar), og nefnast þá fleygsprungur. Eru víða heil kerfi af þeim á hálendinu, eins og t.d. við Hvítárvatn, í Sóleyjarhöfða, á Sprengisandi og á Mývatnsöræfum.[2]
Í Alaska hefur verið lýst stórgerðu frostmynstri frá ísöld, 25–46 m í þvermál og með 1–2 m bili á milli.[3] Og á reikistjörnunni Mars finnast melatíglar á vissum svæðum, 10–15 m í þvermál; þeir eru taldir hafa myndast við þurrgufun (uppgufun íss) og benda til þess að ís sé að finna undir yfirborðinu—þar kunni að vera vatns von fyrir framtíðar landnema.

Tilvísanir:
  1. ^ RO van Erdingen 2005. Multi-language glossary of permafrost and related ground-ice terms. International Permafrost Association. The University of Calgary.
  2. ^ Þorleifur Einarsson 1968. Jarðfræði. Saga bergs og lands. Mál og menning. bls. 134.
  3. ^ TL Péwé, RE Church, MJ Andresen 1969. Origin and paleoclimatic significance of large-scale patterned ground in the Donnelly Dome area, Alaska. Special Paper 103. The Geological Society of America, Boulder, Colorado.

Myndir:...