Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1090 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er íslenski ritháttur alþjóðaorðsins symphony (symfony)" sinfónía? M hefur breyst í N og Y hefur breyst í I. Rithátturinn sinfónía er nokkuð gamall í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá 1925 en á Tímarit.is frá 1926. Frá svipuðum tím...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta?

Plöntur eru fjölfrumungar með blaðgrænu og mynda sjálfar fæðu úr ólífrænum efnum með ljóstillífun. Svampar hafa ekki grænukorn og ljóstillífa þar af leiðandi ekki. Þeir eru því ekki frumbjarga eins og plöntur. Þeir hafa heldur ekki frumuveggi eins og plöntur. Þar af leiðandi hafa svampar verið taldir til dýra en ...

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?

Opinberlega er sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna skrifuð af fimm manna nefnd sem skipuð var John Adams, Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, Robert R. Livingston og Roger Sherman. Óopinberlega er þó talið að Thomas Jefferson sé aðalhöfundur yfirlýsingarinnar. Í nefndinni var enginn ritari og því koma þær heim...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?

Skaðleg áhrif eldgosa á dýralíf hér á landi hafa fyrst og fremst verið af völdum eitraðra efna, sem berast með gosösku og falla til jarðar á gróður og í drykkjarvatn, sem skepnurnar éta eða drekka og berast ofan í meltingarfærin. Eiturefnin frásogast úr meltingarfærunum til blóðsins og berast með því um líkamann. ...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?

Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson. Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin e...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er?

Það er erfitt að segja hvaða risasvarthol er það stærsta sem mælst hefur. Mismunandi aðferðum er beitt til að mæla massa svarthola og óvissan sem er fólgin í mælingum er mismikil. Stundum gefa jafnvel mismunandi mæliaðferðir misvísandi svör. En það er engu að síður ljóst að allra stærstu svartholin sem fundist haf...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað?

Jón Ingvar Kjaran starfar sem lektor á Menntavísindasviði. Hann kennir jafnframt við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staðsettur við Háskóla Íslands og tengist meðal annars RIKK og EDDU-öndvegissetri. Rannsóknir hans hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða. Jafnframt hefur hann sinnt rannsóknum in...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju finnast ekki villtir hérar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var: Finnast hérar á Íslandi, líkt og kanínur og ef ekki, er þá einhver sérstök ástæða fyrir því? Hérar finnast ekki á Íslandi vegna þess að hér hefur þeim ekki verið sleppt á sama hátt og kanínum. Hérar hafa verið fluttir nokkrum sinnum til landsins, meðal annars í þeim tilgangi að s...

category-iconHeimspeki

Hvers virði er mannslíf?

Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum? Á...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru margar tegundir af húsum í heiminum?

Eins og við mátti búast treysta byggingaverkfræðingar okkar sér ekki til að svara þessari spurningu beint. Ýmsum spurningum af þessu tagi er ekki hægt að "svara" í venjulegum skilningi, til dæmis með því að nefna tiltekna tölu í þessu tilviki. Hins vegar er hægt að ræða spurninguna og varpa ljósi á það, af hverj...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Geta verið aðrir miklahvellsmassar í óendanlegum geimi fyrir utan þann sem tilheyrir Miklahvelli?

Svarið er já; við getum vel hugsað okkur aðra heima fyrir utan þann heim sem við lifum í og jafnvel fullkomlega ótengda honum. Vísindamenn ræða þessa möguleika af fullri alvöru ekki síður en aðra. Ef hins vegar engin tengsl reynast vera við hina heimana verða menn að sætta sig við að um þá verði ekkert sagt og til...

category-iconFöstudagssvar

Er þögn lykillinn að hamingju?

Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl mill...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?

Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum. Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna synda hvalir upp á land?

Nokkuð algengt er að hvalir syndi á land, en engu að síður eru orsakirnar fyrir því lítt þekktar. Ef tíðni þess er könnuð kemur í ljós að sumar tegundir stranda oftar en aðrar. Til dæmis er afar sjaldgæft að háhyrningar (Orcinus orca) og stökklar (e. bottlenose dolphin, Tursiops truncatus) strandi. Grindhvalir (Gl...

category-iconFélagsvísindi

Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?

Mjög er misjafnt eftir skólum hvort þeir sem ljúka grunnháskólanámi í hagfræði útskrifast með B.A.- eða B.S.-gráðu. Alla jafna eru þessar gráður jafngildar eða að minnsta kosti er ekki almenn regla að önnur sé í einhverjum skilningi hinni merkari. Starfsheiti viðskiptafræðinga og hagfræðinga eru nú lögvernduð. ...

Fleiri niðurstöður