Finnast hérar á Íslandi, líkt og kanínur og ef ekki, er þá einhver sérstök ástæða fyrir því?Hérar finnast ekki á Íslandi vegna þess að hér hefur þeim ekki verið sleppt á sama hátt og kanínum. Hérar hafa verið fluttir nokkrum sinnum til landsins, meðal annars í þeim tilgangi að sleppa þeim lausum. Slíkar tilraunir hafa hins vegar endað frekar illa. Fyrst voru hérar fluttir til Íslands árið 1784 en þeir drápust sennilega vegna ágangs tófu. Árið 1861 voru nokkrir hérar fluttir út í Viðey en þar sem þeir þóttu frekar aðgangsharðir í æðavarpinu voru þeir drepnir. Fyrri tilraunir manna til að koma á fót íslenskum hérastofni hafa ekki tekist og afar litlar líkur eru á því að reynt verði að endurtaka leikinn nú á dögum. Viðhorf til innflutnings á dýrum í villta náttúru landsins hafa gjörbreyst frá því sem fyrr var. Áhrifin af slíkum tilraunum kynnu að verða umtalsverð á vistkerfi landsins.
- Sunnanfari - 8. tölublað (01.02.1896) - Tímarit.is. (Sótt 19.05.2021).
- Náttúrufræðingurinn - 9.-10. Tölublað (01.10.1933) - Tímarit.is. (Sótt 19.05.2021).
- Mountain Hare (Lepus timidus), Beorgs of... © Mike Pennington cc-by-sa/2.0 :: Geograph Britain and Ireland. (Sótt 19.05.2021). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-SA 2.0.