Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er þögn lykillinn að hamingju?

Ritstjórn Vísindavefsins

Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl milli breytistærðanna, það er að segja eftir hvaða leiðum þögnin eykur hamingjuna. Fylgnin gæti nefnilega til dæmis líka stafað af því að hamingjan auki þögnina en ekki öfugt. Margir halda kannski að hamingja dragi úr þögn og hamingjusamt fólk tali meira en aðrir en það gæti reynst blekking, til dæmis af því að menn séu þá að miða við yfirborðshamingju.

Svo mikið er víst samkvæmt nýlegum rannsóknum að Íslendingar telja sig hamingjusömustu þjóð í heimi og sú niðurstaða hefur enn aukið á hamingju þeirra og ánægju með sjálfa sig. Vel má vera að þeir séu líka meðal þeirra sem þegja mest. En rannsóknir á venslum þagnar og hamingju eru að sjálfsögðu ýmsum vandkvæðum bundnar þar sem menn þyrftu að mæla báðar breytistærðirnar. Svo þyrfti líka að dulkóða mælingarnar því að niðurstöður um einstaklinga mega ekki spyrjast út þannig að Pétur og Páll gætu flett því upp hvað Jón Jónsson þegir mikið. Svo gæti líka verið að hann segðist vera mjög hamingjusamur án þess að aðrir geri sér það ljóst og þá gæti vaknað sú spurning hvort hann svíki kannski undan skatti. Hann gæti líka verið afar hamingjusamur njósnari sem hefði séð bernskudrauma sína rætast en þyrfti hins vegar að þegja um það alveg eins og steinn. -- Þannig er ljóst að svona mikilvægar rannsóknir þurfa að fara fram með mikilli gát.

Við hér á Vísindavefnum höfum verið að prófa okkur áfram með að hafa einstaka svar í léttum dúr. Við vonum að lesendur okkar treysti öðrum svörum engu að síður. Við köllum þessi svör föstudagssvör því að þau hafa hingað til birst á föstudögum. Nafnið vísar meðal annars til þess hugarástands sem skapast stundum í lok vinnuvikunnar en á því mætti líka gera rannsóknir. Við ætlum að halda nafninu „föstudagssvar" um svör af þessu tagi þó að við lofum ekki að halda okkur fast við þessa reglu um birtingartímann. Við höldum til dæmis ekki að allir mánudagsbílar fari út úr verksmiðjunum á mánudögum!?

Þetta sem hér fer á undan lýsir einu mögulegu svari við spurningunni, en fyrir neðan strikið hér á eftir er annað svar sem er eiginlega eftir annan höfund.

...















...

Mynd: HB

Útgáfudagur

23.2.2001

Spyrjandi

Árni Þ. Lárusson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er þögn lykillinn að hamingju?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1353.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 23. febrúar). Er þögn lykillinn að hamingju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1353

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er þögn lykillinn að hamingju?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1353>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er þögn lykillinn að hamingju?
Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl milli breytistærðanna, það er að segja eftir hvaða leiðum þögnin eykur hamingjuna. Fylgnin gæti nefnilega til dæmis líka stafað af því að hamingjan auki þögnina en ekki öfugt. Margir halda kannski að hamingja dragi úr þögn og hamingjusamt fólk tali meira en aðrir en það gæti reynst blekking, til dæmis af því að menn séu þá að miða við yfirborðshamingju.

Svo mikið er víst samkvæmt nýlegum rannsóknum að Íslendingar telja sig hamingjusömustu þjóð í heimi og sú niðurstaða hefur enn aukið á hamingju þeirra og ánægju með sjálfa sig. Vel má vera að þeir séu líka meðal þeirra sem þegja mest. En rannsóknir á venslum þagnar og hamingju eru að sjálfsögðu ýmsum vandkvæðum bundnar þar sem menn þyrftu að mæla báðar breytistærðirnar. Svo þyrfti líka að dulkóða mælingarnar því að niðurstöður um einstaklinga mega ekki spyrjast út þannig að Pétur og Páll gætu flett því upp hvað Jón Jónsson þegir mikið. Svo gæti líka verið að hann segðist vera mjög hamingjusamur án þess að aðrir geri sér það ljóst og þá gæti vaknað sú spurning hvort hann svíki kannski undan skatti. Hann gæti líka verið afar hamingjusamur njósnari sem hefði séð bernskudrauma sína rætast en þyrfti hins vegar að þegja um það alveg eins og steinn. -- Þannig er ljóst að svona mikilvægar rannsóknir þurfa að fara fram með mikilli gát.

Við hér á Vísindavefnum höfum verið að prófa okkur áfram með að hafa einstaka svar í léttum dúr. Við vonum að lesendur okkar treysti öðrum svörum engu að síður. Við köllum þessi svör föstudagssvör því að þau hafa hingað til birst á föstudögum. Nafnið vísar meðal annars til þess hugarástands sem skapast stundum í lok vinnuvikunnar en á því mætti líka gera rannsóknir. Við ætlum að halda nafninu „föstudagssvar" um svör af þessu tagi þó að við lofum ekki að halda okkur fast við þessa reglu um birtingartímann. Við höldum til dæmis ekki að allir mánudagsbílar fari út úr verksmiðjunum á mánudögum!?

Þetta sem hér fer á undan lýsir einu mögulegu svari við spurningunni, en fyrir neðan strikið hér á eftir er annað svar sem er eiginlega eftir annan höfund.

...















...

Mynd: HB...