Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 24 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir auðnutittlingur þessu nafni?

Orðið auðna merkir 'örlög; hamingja'. Tittlingur í síðari lið orða um smáfugla, svo sem auðnutittling, snjótittling og þúfutittling, á sér samsvaranir að minnsta kosti í færeysku títlingur, norsku titling og enskum mállýskum titling. Í íslenskri þjóðtrú þótti það vísa á gott ef smáfugl hljóp á veginum á undan les...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir "sér er nú hver lukkan" og hvaðan kemur þetta orðasamband?

Atviksorðið sér ‘út af fyrir sig, sérstaklega’ stendur stundum með nafnorðum með greini og er þá notað til þess að lýsa hneykslun eða vantrú á einhverju eða einhverjum. Oft er til dæmis sagt sér er nú hver vitleysan í merkingunni ‘fyrr má nú vera heimskan/vitleysan’. Orðið lukka er tökuorð í íslensku og merkir...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?

Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eð...

category-iconFélagsvísindi

Skapa peningar hamingju?

Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli: Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fjölskyldulíf, vinátta og hjónabönd hafa mun meiri áhrif á hamingju fólks á Vesturlöndum heldur en tekjur og eignir. Engu að síður er sú trú útbreidd að peningar og efnislega...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir að hafa Damóklesarsverð hangandi yfir sér og hver er uppruni orðatiltækisins?

Damókles var hirðmaður Díonýsíosar týranna (405-367 f. Kr.) í Sýrakúsu á Sikiley. Samkvæmt ýmsum frásögnum á Damókles að hafa talað fjálglega um hamingju Díonýsíosar sem væri tilkomin vegna auðs og valda. Díonýsíos ákvað því að sýna hirðmanni sínum hvernig hamingju hans væri raunverulega háttað. Hann bauð Damó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins sæluhús?

Orðið sæluhús er gamalt í málinu og kemur þegar fyrir í fornsögum. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið er sæluhús sama og sáluhús sem skýrt er sem hús eða skýli sem ferðamenn gátu nýtt sér. Sýnd eru nokkur dæmi úr fornsögum, til dæmis (JFr 1896: 640): Um Dofrafjall var mikil för ór Þrándheimi; urðu þar ...

category-iconHeimspeki

Er alveg víst að himnaríki sé til?

Nei. Orðið himnaríki merkir yfirleitt stað utan þess heims eða þess hluta heimsins sem við þekkjum, þar sem allir menn eða einhver hópur manna hafnar eftir jarðlífið, og verður eilíflega hamingjusamur. Spyrjandi hefur væntanlega þessa merkingu í huga. Himnaríki er þannig sett fram sem eins konar andstæða...

category-iconHugvísindi

Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé le...

category-iconHeimspeki

Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?

Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...

category-iconFöstudagssvar

Er þögn lykillinn að hamingju?

Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl mill...

category-iconSálfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?

Ragna Benedikta Garðarsdóttir er dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Félagssálfræði fjallar meðal annars um hvernig samfélög og umhverfisþættir hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan fólks. Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, l...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna erum við til?

Þessi spurning er tvíræð. Sé hún skilin svo að spurt sé um orsakir þess að menn eru til þá geta líffræðingar veitt nokkuð ítarleg svör með tilvísun til þróunarkenningarinnar. Sé hún á hinn bóginn skilin svo að spurt sé um tilgang mannlífsins eða hvers vegna það sé þess virði að lifa því, þá verður fátt um svör. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í Vatnsdælu sögu, 3. kafla, er orðað "Nú ef þér verður sona auðið eða þínum sonum þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja og vænti eg mér þar gæða af og hefi eg það fyrir lífgjöfina." Hvað þýðir tiltakið "láttu eigi nafn mitt niðri liggja"? Í útgáfu Hins íslenska fornri...

category-iconÞjóðfræði

Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?

Elstu heimildir um að notaðar séu járnskeifur á hesta eru frá 5. öld. Á Norðurlöndum fóru menn þó ekki að járna hesta fyrr en snemma á 9. öld. Skeifur hafa lengi verið taldar lukkutákn og það þykir happafengur að finna skeifu á förnum vegi. Margir hafa fyrir sið að taka slíka skeifu með sér heim og hengja hana up...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?

Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan. Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal...

Fleiri niðurstöður