Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eða gervi’.
Fylgja með naflastreng. Ásgeir Blöndal Magnússon getur sér til þess að hamingjan hafi upphaflega verið heillavætti í fósturhimnu sem fylgir einhverjum frá fæðingu.
Ásgeir Blöndal Magnússon getur sér þess til í Íslenskri orðsifjabók (1989:303) að hamur merki í þessari samsetningu ‘fósturhimna, fylgja’ og vísar þar til ham í dönsku og sænskum mállýskum í sömu merkingu. Hamingjan hafi þá upphaflega verið heillavætti (í fósturhimnu) sem fylgir einhverjum frá fæðingu.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?“ Vísindavefurinn, 4. september 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48533.
Guðrún Kvaran. (2008, 4. september). Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48533
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48533>.