Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 445 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?

Þegar talað er um súr, ísúr og basísk eldgos er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er. Hér verður þó ekki fjallað um mismunandi efnasamsetningu kviku þar ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig er best að kenna íslenska málfræði?

Áður en þessari spurningu er svarað þarf fyrst að átta sig á því hvað á að kenna og til hvers. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er markmið íslenskukennslu meðal annars að „fræða um mál og bókmenntir og ... efla færni í málnotkun“ og svipað á við um framhaldsskólann. Spurningin er þá hvernig málfræðikennsla tengist ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu?

Vesta, eða 4 Vesta, er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu með lagskipta innviði. Vesta er mun breiðari um miðbaug en pólana (560 til 578 km á móti 468 km) en meðalþvermálið er um 530 km. Vesta inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergrei...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kom hefðin að halda upp á afmælið sitt og hvað hefur hún tíðkast lengi?

Fyrsta afmælishald sem spurnir eru af voru burðardagar konunga og annarra leiðtoga austur við Miðjarðarhaf þar sem menn komust fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga og fóru að geta búið til almanök. Vitneskja um nákvæma dagsetningu fæðingar sinnar varð til þess að konungar og aðrir höfðingjar á þessum ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?

Sporðdrekinn (lat. Scorpius) er tiltölulega stórt en mjög áberandi stjörnumerki á suðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Sporðdrekinn sést ekki nema að örlitlu leyti frá Íslandi. Sólin gengur leið sína eftir...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af? Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendi...

category-iconHeimspeki

Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er um að ræða eitthvert miðsóknarafl í afstæðiskenningunni vegna þyngdaraflsins?

Miðsóknarafl í sígildri aflfræði er kraftur sem heldur hlut á braut um tiltekinn miðpunkt. Dæmi um miðsóknarkrafta eru togkraftur í slöngvivað sem heldur steini á hringhreyfingu um hendi veiðimanns, rafkraftur á ögn með rafhleðslu sem hreyfist á braut um ögn með andstæða hleðslu eða þyngdarkraftur á fylgihnött sem...

category-iconHugvísindi

Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? (Pálína Kristín Guðlaugsdóttir)Hvenær var farið að halda Jónsmessu hátíðlega? (Hálfdan Helgason) Árni Björnsson fjallar ítarlega um sögu Jónsmessunar, hér á landi sem erlendis, í bók sinni Saga daganna. Fróðleiksfúsum er bent á að kynna sé...

category-iconEfnafræði

Hver eru mengunaráhrif brennisteins?

Brennisteinn er frumefni sem þekkt hefur verið allt frá forsögulegum tíma og flest tungumál heimsins hafa um það sérheiti, eins og til dæmis:brimstone – enskaschwefel - þýskaazufre - spænskarikki - finnskaiwo - japanskaliu huang - kínverskagundhuk - hindíisibabule - zúlúmál Orðið súlfúr sem er nokkuð alþjóðlegt he...

category-iconFornleifafræði

Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða söfn sem innihalda forngripi? Getið þið sagt mér hvar á netinu ég get fundið egypska forngripi, eða bara einhverja forngripi (ekkert endilega egypska)? Söfn og forngripir á netinu Á netinu er að finna gríðarlegt...

category-iconFornfræði

Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?

Platon er einn áhrifamesti hugsuður sögunnar og kenningar hans hafa haft gífurleg áhrif á fjölda heimspekinga, vísindamanna, listamanna og annarra, jafnvel á kristnina og íslamska hugsun. Heimspekingurinn Alfred North Whitehead sagði eitt sinn að saga vestrænnar heimspeki væri ekkert annað en röð neðanmálsgreina v...

category-iconHeimspeki

Hvað er vinátta?

Vinátta er þegar tvær manneskjur unna hvor annarri eins og sjálfri sér og láta sig hag hinnar varða hennar sjálfrar vegna eða eins og forngríski heimspekingurinn Aristóteles komst að orði: "Vinurinn er annað sjálf" (Siðfræði Níkómakkosar [= SN] IX.4, 1166a31. Allar þýðingar eru Svavars Hrafns Svarassonar). Aristót...

category-iconSálfræði

Hver var Gustav Fechner og hvert var framlag hans til tilraunasálfræði?

Gustav Theodore Fechner (1801-1887) var þýskur tilraunasálfræðingur, sem lagði grunninn að sáleðlisfræði, vísindagrein þeirri sem fæst við að ráða í tengsl áreitis og þeirrar skynhrifa sem þau vekja, og magnbinda þessi tengsl. Það er öllum ljóst að þegar kveikt er á vaxkerti í myrkvuðu herbergi sjáum við mikin...

category-iconJarðvísindi

Hvenær sprakk sprengigígurinn hjá Santorini og hvaða áhrif hafði stórgosið þar?

Það má segja að Grikkland til forna, Krít og aðrar eyjar í Eyjahafi hafi verið vagga menningar Evrópu. Á seinni hluta bronsaldar, fyrir um 3600 árum, varð stórgos í Eyjahafi sem gerbreytti sögunni. Sprengigos á eynni Santorini eða Þeru í kringum árið 1625 f.Kr. er sennilega annað stærsta eldgos sem dunið hefur yfi...

Fleiri niðurstöður