Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?

Geir Þ. Þórarinsson

Platon er einn áhrifamesti hugsuður sögunnar og kenningar hans hafa haft gífurleg áhrif á fjölda heimspekinga, vísindamanna, listamanna og annarra, jafnvel á kristnina og íslamska hugsun. Heimspekingurinn Alfred North Whitehead sagði eitt sinn að saga vestrænnar heimspeki væri ekkert annað en röð neðanmálsgreina við Platon. Með þessu átti Whitehead ekki við að heimspekingar Vesturlanda væru allir sammála Platoni í meginatriðum en gerðu athugasemdir við einhver smáatriði, heldur að Platon hefði öðrum fremur mótað heimspekina og viðfangsefni hennar, spurningarnar sem heimspekingar spyrja og aðferðirnar sem þeir beita til að svara þeim.

Þetta er í vissum skilningi rétt, því að vestræn heimspeki rekur upphaf sitt til grískrar fornaldarheimspeki og ekki síst til Platons. Í grófum dráttum erum við líka enn að fást við sömu spurningar. Þess vegna má segja að sérhver ný kenning sem er ætlað að svara einhverri spurningunni sé í sumum skilningi „neðanmálsgrein við Platon“. Kenningar Platons og röksemdafærslur eru margar hverjar enn þá mikilvægar í heimspeki og enn er hægt að verja þær gegn yngri kenningum sem keppa um hylli heimspekinga. Áhrif Platons eru þó ekki síst fólgin í því að hafa mótað spurningarnar sem við spyrjum og reynum að svara.

Platon leitaði meðal annars svara við spurningum um hvort og hvernig við getum öðlast örugga þekkingu, hvert eðli þekkingar sé, hvað sé raunveruleiki, hvað felist í merkingu orða, hvað sé réttlæti og hvers vegna við ættum að breyta rétt þegar það hentar okkur betur að gera það ekki, auk fjölmargra annarra spurninga. Um heimspeki Platons má lesa í öðrum svörum höfundar (sjá tengla að neðan).

Platon var orðinn frægur heimspekingur þegar hann var enn á lífi. Hann hafði þónokkur áhrif á samtímamenn sína, ekki síst aðra heimspekinga. Platon hafði til að mynda mikil áhrif á Aristóteles sem var nemandi og síðar kennari við Akademíuna, skóla Platons í Aþenu. Fræðimenn eru ekki á einu máli um hvernig eigi að lýsa þróun heimspeki Aristótelesar. Sumir telja að Aristóteles hafi í upphafi verið undir áhrifum frá Platoni en síðar brotist undan þeim áhrifum að einhverju leyti. Aðrir telja að Aristóteles hafi orðið æ meira sammála Platoni eftir því sem leið á ævina. Eitt er þó víst, að Platon hafði gríðarmikil áhrif á Aristóteles, bæði að svo miklu leyti sem Aristóteles var sammála honum og að því marki sem Aristótelesi fannst hann þurfa að andmæla læriföður sínum. Aristóteles varð síðan sjálfur einn áhrifamesti hugsuður sögunnar en áhrif hans urðu ekki jafn mikil og áhrif Platons fyrr en á miðöldum.

Á 3. öld varð til nýplatonisminn svonefndi en upphafsmaður hans og merkasti málsvari var heimspekingurinn Plótínos (205-270). Áhrif Platons á kristnina og íslamska hugsun voru ekki síst í gegnum Plótínos sem hafði meðal annars umtalsverð áhrif á Ágústínus kirkjuföður, einn áhrifamesta hugsuð kristninnar.

Platon hefur ekki síst haft áhrif á vísindamenn. Fyrst og fremst er það heimspeki Platons sem hefur mótað viðhorf þeirra; Platon fékkst ekki mikið við það sem við myndum kalla vísindi. Í einni samræðu sinni, Tímajosi, fjallar hann reyndar í löngu máli um gerð efnisheimsins og þykir sú umfjöllun býsna snjöll, jafnvel á suman hátt nútímalegri en atómkenning Demókrítosar. Engu að síður vöktu þessar kenningar ekki mikinn áhuga vísindamanna þegar nútímavísindi urðu til. Kenning Platons var markhyggjukenning og þótt það vera löstur. Samt sem áður hefur heimspeki Platons mótað hugsun vísindamanna jafnt sem annarra og ýmsar hugmyndir hans, til dæmis um sálina, ástina, sannleika, þekkingu og eiginleika hafa orðið býsna útbreiddar, jafnvel viðteknar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund

Myndir

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

8.6.2006

Spyrjandi

Ásgeir Jóhannesson, f. 1991

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6003.

Geir Þ. Þórarinsson. (2006, 8. júní). Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6003

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6003>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?
Platon er einn áhrifamesti hugsuður sögunnar og kenningar hans hafa haft gífurleg áhrif á fjölda heimspekinga, vísindamanna, listamanna og annarra, jafnvel á kristnina og íslamska hugsun. Heimspekingurinn Alfred North Whitehead sagði eitt sinn að saga vestrænnar heimspeki væri ekkert annað en röð neðanmálsgreina við Platon. Með þessu átti Whitehead ekki við að heimspekingar Vesturlanda væru allir sammála Platoni í meginatriðum en gerðu athugasemdir við einhver smáatriði, heldur að Platon hefði öðrum fremur mótað heimspekina og viðfangsefni hennar, spurningarnar sem heimspekingar spyrja og aðferðirnar sem þeir beita til að svara þeim.

Þetta er í vissum skilningi rétt, því að vestræn heimspeki rekur upphaf sitt til grískrar fornaldarheimspeki og ekki síst til Platons. Í grófum dráttum erum við líka enn að fást við sömu spurningar. Þess vegna má segja að sérhver ný kenning sem er ætlað að svara einhverri spurningunni sé í sumum skilningi „neðanmálsgrein við Platon“. Kenningar Platons og röksemdafærslur eru margar hverjar enn þá mikilvægar í heimspeki og enn er hægt að verja þær gegn yngri kenningum sem keppa um hylli heimspekinga. Áhrif Platons eru þó ekki síst fólgin í því að hafa mótað spurningarnar sem við spyrjum og reynum að svara.

Platon leitaði meðal annars svara við spurningum um hvort og hvernig við getum öðlast örugga þekkingu, hvert eðli þekkingar sé, hvað sé raunveruleiki, hvað felist í merkingu orða, hvað sé réttlæti og hvers vegna við ættum að breyta rétt þegar það hentar okkur betur að gera það ekki, auk fjölmargra annarra spurninga. Um heimspeki Platons má lesa í öðrum svörum höfundar (sjá tengla að neðan).

Platon var orðinn frægur heimspekingur þegar hann var enn á lífi. Hann hafði þónokkur áhrif á samtímamenn sína, ekki síst aðra heimspekinga. Platon hafði til að mynda mikil áhrif á Aristóteles sem var nemandi og síðar kennari við Akademíuna, skóla Platons í Aþenu. Fræðimenn eru ekki á einu máli um hvernig eigi að lýsa þróun heimspeki Aristótelesar. Sumir telja að Aristóteles hafi í upphafi verið undir áhrifum frá Platoni en síðar brotist undan þeim áhrifum að einhverju leyti. Aðrir telja að Aristóteles hafi orðið æ meira sammála Platoni eftir því sem leið á ævina. Eitt er þó víst, að Platon hafði gríðarmikil áhrif á Aristóteles, bæði að svo miklu leyti sem Aristóteles var sammála honum og að því marki sem Aristótelesi fannst hann þurfa að andmæla læriföður sínum. Aristóteles varð síðan sjálfur einn áhrifamesti hugsuður sögunnar en áhrif hans urðu ekki jafn mikil og áhrif Platons fyrr en á miðöldum.

Á 3. öld varð til nýplatonisminn svonefndi en upphafsmaður hans og merkasti málsvari var heimspekingurinn Plótínos (205-270). Áhrif Platons á kristnina og íslamska hugsun voru ekki síst í gegnum Plótínos sem hafði meðal annars umtalsverð áhrif á Ágústínus kirkjuföður, einn áhrifamesta hugsuð kristninnar.

Platon hefur ekki síst haft áhrif á vísindamenn. Fyrst og fremst er það heimspeki Platons sem hefur mótað viðhorf þeirra; Platon fékkst ekki mikið við það sem við myndum kalla vísindi. Í einni samræðu sinni, Tímajosi, fjallar hann reyndar í löngu máli um gerð efnisheimsins og þykir sú umfjöllun býsna snjöll, jafnvel á suman hátt nútímalegri en atómkenning Demókrítosar. Engu að síður vöktu þessar kenningar ekki mikinn áhuga vísindamanna þegar nútímavísindi urðu til. Kenning Platons var markhyggjukenning og þótt það vera löstur. Samt sem áður hefur heimspeki Platons mótað hugsun vísindamanna jafnt sem annarra og ýmsar hugmyndir hans, til dæmis um sálina, ástina, sannleika, þekkingu og eiginleika hafa orðið býsna útbreiddar, jafnvel viðteknar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund

Myndir

...