Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hvenær voru miðaldir?
Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tíma eru ekki til neinar ritheimildir. Þeir sem rannsaka það tímabil styðjast við aðrar menjar og þess vegna mætti nefna þá forsagnfræðinga. Um þetta má lesa nánar í svari Guðmunar Hálfdanarsonar við spurningunni Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?

Upphaf miðalda er miðað við fall vesturhluta Rómaveldis í hendur germanskra þjóða árið 476 og þeim er talið ljúka á tímum endurreisnarinnar, ýmist á 14., 15. eða 16. öld eftir svæðum. Fundur Ameríku árið 1492 og sú endurskoðun á heimsmynd sem verður í kjölfarið er stundum talin marka endalok miðalda.



Fyrsta kortið sem prentað var í Evrópu er af svonefndri T-O-gerð, úr bók eftir miðaldaklerkinn Ísidór frá Sevillu (f. um 560) sem kom úr árið 1472. Það sýnir heimsálfurnar þrjár sem þá voru þekktar: Asíu, Evrópu og Afríku. Nöfn þriggja sona Nóa, þeirra Sems, Kams og Jafets, eru undir nöfnum heimsálfanna en þeir áttu að hafa sest þar að. Haf umlykur álfurnar og aðskilur þær einnig. Miðjarðarhaf er á milli Evrópu og Afríku.

Hugtakið hinar myrku miðaldir á sér langa sögu. Ítalska skáldið og húmanistinn Petrarka (1304-1374) er talinn vera upphafsmaður þess að nefna aldirnar frá falli Rómaveldis 'myrkar'. Hann notaði þó ekki hugtakið miðaldir, það kom til seinna með ítalska sagnfræðingsins Flavio Biondo (1392-1463) sem skrifaði um sögu 5. til 15. aldar og hefur verið nefndur fyrsti miðaldasagnfræðingurinn.

Petrarka er stundum kallaður fyrsti endurreisnarmaðurinn og hann vildi endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í gleymsku á miðöldum. Endurreisnarmenn stuðluðu að útgáfu rita frá tímum Rómverja og Grikkja sem mörg hver fundust í klaustrum. Petrarka fann meðal annars bréf Síserós í Veróna árið 1345 og hóf sjálfur að safna eigin bréfum. Áhugi hans á fornöldinni var slíkur að hann lét sig ekki muna um það að skrifa gríska skáldinu Hómer bréf þar sem hann biður í lokin að heilsa Orfeifi og gríska leikritaskáldinu Evripídesi (um 484 f.Kr.-406).

Petrarka og öðrum endurreisnarmönnum fannst að eftir fall Rómaveldis hefði myrkur ríkt yfir hinni klassísku menningu fornaldar. Útgáfa þeirra á ritum grískra og rómverskra höfunda var tilraun til að lýsa aftur upp hinn forna heim.

Á tímum upplýsingarinnar var enn frekar hert á þessari neikvæðu mynd af miðöldum enda voru upplýsingarmenn boðberar skynsemis- og rökhyggju sem þeir tefldu fram gegn trúarbrögðum. Voltaire (1694-1778) sagði að á miðöldum hefði kirkjan haft tangarhald á hugsun mannsins og þess vegna hefði fáfræði ríkt á þessu myrka skeiði.

Miðaldir hlutu nokkra uppreisn æru með rómantíkinni sem hafði meiri áhuga á tilfinningum og innsæi heldur en skynsemi upplýsingarinnar. Í dag þykir ekki við hæfi í fræðiritum að kenna miðaldir við myrkur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.10.2004

Síðast uppfært

24.1.2023

Spyrjandi

Jósef Ingólfsson
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Gunnar Jónsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 27. október 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4578.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 27. október). Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4578

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4578>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hvenær voru miðaldir?
Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tíma eru ekki til neinar ritheimildir. Þeir sem rannsaka það tímabil styðjast við aðrar menjar og þess vegna mætti nefna þá forsagnfræðinga. Um þetta má lesa nánar í svari Guðmunar Hálfdanarsonar við spurningunni Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?

Upphaf miðalda er miðað við fall vesturhluta Rómaveldis í hendur germanskra þjóða árið 476 og þeim er talið ljúka á tímum endurreisnarinnar, ýmist á 14., 15. eða 16. öld eftir svæðum. Fundur Ameríku árið 1492 og sú endurskoðun á heimsmynd sem verður í kjölfarið er stundum talin marka endalok miðalda.



Fyrsta kortið sem prentað var í Evrópu er af svonefndri T-O-gerð, úr bók eftir miðaldaklerkinn Ísidór frá Sevillu (f. um 560) sem kom úr árið 1472. Það sýnir heimsálfurnar þrjár sem þá voru þekktar: Asíu, Evrópu og Afríku. Nöfn þriggja sona Nóa, þeirra Sems, Kams og Jafets, eru undir nöfnum heimsálfanna en þeir áttu að hafa sest þar að. Haf umlykur álfurnar og aðskilur þær einnig. Miðjarðarhaf er á milli Evrópu og Afríku.

Hugtakið hinar myrku miðaldir á sér langa sögu. Ítalska skáldið og húmanistinn Petrarka (1304-1374) er talinn vera upphafsmaður þess að nefna aldirnar frá falli Rómaveldis 'myrkar'. Hann notaði þó ekki hugtakið miðaldir, það kom til seinna með ítalska sagnfræðingsins Flavio Biondo (1392-1463) sem skrifaði um sögu 5. til 15. aldar og hefur verið nefndur fyrsti miðaldasagnfræðingurinn.

Petrarka er stundum kallaður fyrsti endurreisnarmaðurinn og hann vildi endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í gleymsku á miðöldum. Endurreisnarmenn stuðluðu að útgáfu rita frá tímum Rómverja og Grikkja sem mörg hver fundust í klaustrum. Petrarka fann meðal annars bréf Síserós í Veróna árið 1345 og hóf sjálfur að safna eigin bréfum. Áhugi hans á fornöldinni var slíkur að hann lét sig ekki muna um það að skrifa gríska skáldinu Hómer bréf þar sem hann biður í lokin að heilsa Orfeifi og gríska leikritaskáldinu Evripídesi (um 484 f.Kr.-406).

Petrarka og öðrum endurreisnarmönnum fannst að eftir fall Rómaveldis hefði myrkur ríkt yfir hinni klassísku menningu fornaldar. Útgáfa þeirra á ritum grískra og rómverskra höfunda var tilraun til að lýsa aftur upp hinn forna heim.

Á tímum upplýsingarinnar var enn frekar hert á þessari neikvæðu mynd af miðöldum enda voru upplýsingarmenn boðberar skynsemis- og rökhyggju sem þeir tefldu fram gegn trúarbrögðum. Voltaire (1694-1778) sagði að á miðöldum hefði kirkjan haft tangarhald á hugsun mannsins og þess vegna hefði fáfræði ríkt á þessu myrka skeiði.

Miðaldir hlutu nokkra uppreisn æru með rómantíkinni sem hafði meiri áhuga á tilfinningum og innsæi heldur en skynsemi upplýsingarinnar. Í dag þykir ekki við hæfi í fræðiritum að kenna miðaldir við myrkur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...