Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af?Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendinga á þeim tíma, 687 tonn og einn sá fullkomnasti. Skipið var að flytja fiskfarm til Englands þegar því var sökkt af áhöfn þýska kafbátsins U-552 undir stjórn kafbátaforingjans Erich Topp. Kafbáturinn U-552 hafði viðurnefnið Rauði djöfullinn (þ. Roter Teufel) og var að vakta stendur Bretlands norðvestur af Skotlandi þegar Reykjaborgin varð á vegi hans.
- Ásmundur Sigurðsson skipstjóri, Reykjavík, 39 ára,
- Ásmundur Sveinsson, 1. stýrimaður, Reykjavík, 36 ára,
- Guðjón Jónsson, 2. stýrimaður, Reykjavík, 47 ára,
- Óskar Þorsteinsson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 38 ára,
- Gunnlaugur Ketilsson, 2. vélstjóri, Reykjavík, 28 ára,
- Daníel Kr. Oddsson loftskeytamaður, Reykjavík, 50 ára,
- Jón Schiöth Lárusson matsveinn, Reykjavík, 25 ára,
- Árelíus Guðmundsson háseti, Reykjavík, 27 ára,
- Hávarður Jónsson háseti, Reykjavík 39 ára,
- Þorsteinn Karlsson háseti, Reykjavík, 22 ára,
- Kristófer Óskar Vigfússon kyndari, Reykjavík, 33 ára,
- Óskar Ingimundarson kyndari, Djúpavogi, 31 árs,
- Runólfur Sigurðsson, skrifstofustjóri Fiskimálanefndar, Reykjavík, 32 ára.
- Björgunarfleki af b.v. „Reykjaborg“ finst mannlaus í hafi. Togarinn hefir ekki komið fram á ákvörðunarstað. Morgunblaðið, 18. mars 1941, bls. 3. (Sótt á Tímarit.is 29.12.2023).
- Þeir tóku allir morðárásinni með stillingu og kjarki. Harmsaga togarans Reykjaborgar verður kunn. Morgunblaðið, 25. mars 1941, bls. 3. (Sótt á Tímarit.is 29.12.2023).
- The German submarine U-552 returns to its home base in Saint-Nazaire from its first combat campaign - reddit.com. (Sótt 2.1.2024).
- B. v. Reykjaborg RE 64. TFUD. - thsof.123.is. Höfundur myndar óþekktur. (Sótt 29.12.2023).