Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 469 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Er þögn lykillinn að hamingju?

Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl mill...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir látist af völdum ísbjarna hér á landi?

Ísbirnir koma oft til Íslands með hafís þegar hann er hér á annað borð. Þetta má meðal annars sjá í íslenskum annálum þar sem oft er sagt frá hafís og ísbjörnum sem ganga á land og eru oftast drepnir en stundum er getið um að þeir hafi líka drepið fólk. Þór Jakobsson veðurfræðingur hefur tekið saman fróðleik um þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta hagamýs?

Hér er einnig svarað spurningunni:Éta mýs ost? Hagamýs lifa villtar í náttúru Íslands og éta það sem þær finna og ætilegt er í nágrenni við bústaði sína (holur í jarðvegi eða glufum). Hagamýs safna forða í holur sínar og ganga í hann yfir vetrarmánuðina þegar lítið er um annað æti. Þetta eru gjarnan ber sortulyng...

category-iconUmhverfismál

Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?

Upphaf skipulegrar náttúruverndar má rekja til stofnunar Yellowstone-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum árið 1872. Aðdragandinn að stofnun hans er afar forvitnilegur, ekki síst vegna þess að þá kom hugmyndin um þjóðgarð í raun fyrst fram. Yellowstone fyrsti þjóðgarður heims Bandaríski jarðfræðingurinn Ferdinand V. ...

category-iconHugvísindi

Hvað er lýðræði?

Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?

Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...

category-iconJarðvísindi

Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn?

Eins og nafnið bendir til, mætti ætla að Jökulsárlón sé „lón“ fremur en „stöðuvatn“. Annað orðið útilokar þó ekki hitt því samkvæmt íslenskum jarðfræðibókum er þarna um jökullón að ræða sem er ein gerð stöðuvatna. Á ensku er talað um lake annars vegar og lagoon hins vegar. Skilgreiningar á þessu tvennu eru gja...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir?

Malarhjallar eru flestir að uppruna fornar óseyrar, myndaðir við hærri sjávarstöðu í ísaldarlokin. Vindheimamelar, malarhjallar myndaðir við hærri sjávarstöðu við lok ísaldar. Straumvatn ber með sér framburð, því grófari sem straumhraðinn er meiri, sem fellur til botns þegar straumnum lygnir. Sá hluti frambu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru ský á Mars?

Já, það eru ský á Mars, allt árið um kring. Skýin er jafnvel hægt að greina frá jörðinni með stjörnusjónauka. Loftþrýstingurinn við yfirborð Mars er einungis 7 millibör eða um 144 sinnum lægri en loftþrýstingur jarðarinnar. Andrúmsloft Mars er þó greinilega nógu þétt til að bera veðrakerfi því þar eru ský og vi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær á að nota í og hvenær á með staðanöfnum?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvers vegna segir fólk „ég bý á Siglufirði”, „ég bý í Kópavogi”, „ég bý í Reykjavík”, „ég bý á Húsavík” og svo framvegis? Skyldar spurningar komu einnig frá Bjarneyju Halldórsdóttur og Hjálmari Blöndal Guðjónssyni.Forsetningar með staðanöfnum geta reynst þeim erfiðar sem ekk...

category-iconTrúarbrögð

Hvert er hlutverk páfans?

Samkvæmt kaþólskri kenningu er Pétur talinn fremstur postulanna og biskuparnir eru eftirmenn þeirra. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að það hafi verið vilji Krists að meðal biskupanna skuli vera einn sem verði eftirmaður Péturs og hafi því á hendi mannlega stjórn biskupanna og þar með allrar kirkjunnar. Það er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða reglur giltu um z í íslensku?

Bókstafurinn z barst snemma inn í íslenskt stafróf og var hann talsvert notaður í fornu máli. Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson frá árinu 1859 voru settar fram reglur sem giltu nær óbreyttar fram til ársins 1974 en þá var z felld brott í stafsetningnu, annars staðar en í mannanöf...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?

Í 119. kafla Njáls sögu segir af nokkrum frægðarverkum Þorkels háks. Hann drap spellvirkja á Jamtaskógi og herjaði svo í Austurveg við annan mann. Þar komst hann í kynni við finngálkn:En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?

Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hraun og hvað er kvika?

Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði). Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess)...

Fleiri niðurstöður