Rita skal z fyrir upprunalegt ds, ðs, ts bæði í stofni og endingum, þar sem tannstafurinn (d, ð, eða t) er fallinn burt í skýrum framburði t.d. hanzki (handski), lenzka (lendska), gæzka (gæðska); - þið (þér) kallizt (kallið-st), berjizt (berjiðst), setjizt (setjið-st); - hefur (hafði) kallazt (kallað-st), barizt (barið-st), snúizt (snúið-st); flutzt (flutt-st), breytzt (breytt-st), hitzt (hitt-st); styztur (stytt-stur) – hann sezt (set-st), brýzt (brýt-st), flyzt (flyt-st).Þessa auglýsingu má líka finna orðrétta í grein Jóns Aðalsteins Jónssonar, „Ágrip af sögu íslenzkrar stafsetningar“, í tímaritinu Íslenzkri tungu árið 1959. Árið 1929 kom út bókin Ritreglur eftir Freystein Gunnarsson sem var byggð á hinum nýútgefnu ritreglum. Á blaðsíðum 48-53 er fjallað um z og er umfjöllunin mun ýtarlegri heldur en auglýsingin. Áhugasamir sem vilja kynna sér nánar hvernig z var notuð en hafa ekki aðgang að þessar bók geta séð mynd af þessum tilteknu blaðsíðum með því að smella hér. Væntanlega hafa kennarar stuðst við þessa bók Freysteins í framhaldi af útgáfu hennar. Mynd:
- Michael Jackson 1984.jpg - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 25. 3. 2014).
Ari Páll Kristinsson rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fær bestu þakkir fyrir ábendingar og útvegun efnis við gerð þessa svars.