Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7048 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru svifþörungar og hvernig fjölga þeir sér?

Svifþörungar eru hluti af svifi sjávar og nefnast plöntusvif (e. phytoplankton) Þörungarnir eru einfrumungar sem fjölga sér með skiptingu. Þeir eru örsmáir, um 1/1000 mm til 2 mm í þvermál. Svifþörungar eru frumbjarga lífverur sem nýta sér sólarorku og ólífræn efni til vaxtar og viðgangs. Smásjármynd af kísilþör...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?

Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri?

Lifnaðarhættir skjaldbaka eru æði mismunandi. Nokkrar tegundir hafa að mestu leyti aðlagast lífi í sjó og koma aðeins á land til að verpa en flestar skjaldbökutegundir lifa hins vegar á landi við miðbaug og á heittempruðum svæðum. Að jafnan eru skjaldbökur því hitabeltisdýr, þótt þær verpi vissulega víðar. Útbr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Skiptir máli varðandi endurhæfingu fanga hvar þeir afplána dóm sinn hér á landi?

Spurningin var svona í heild: Eru til tölur um það hvort menn komi út sem betri einstaklingar þegar þeir koma út af t.d. Kvíabryggju en t.d. Hrauninu? Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um það hvort að brotamenn hér á landi komi frekar út sem betri einstaklingar eftir að hafa setið í tilteknum fangelsum. Málið ...

category-iconVeðurfræði

Hvaða þættir hafa áhrif á skafrenning?

Snjór sem þyrlast upp í vindi nefnist skafrenningur, nái hann ekki sjónhæð fullorðins manns nefnist hann lágarenningur en fari hann hærra kallast hann háarenningur. Lausamjöll fýkur mun auðveldar en hjarn eða skari, hana fer að hreyfa ef vindur nær 5 til 6 m/s, en venjulega er skafrenningur lítill sé vindur ekki m...

category-iconHugvísindi

Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?

Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því ...

category-iconEfnafræði

Er hægt að eima sjó þannig að vatnið verði drykkjarhæft?

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um sjó og eimingu og þeim er öllum svarað hér: Hvernig getur maður búið til ferskt vatn út sjó? Hvers vegna er ekki hægt að breyta sjó í drykkjarhæft ástand (hreint vatn)? Hvernig er hægt að hreinsa sjó og gera að ferskvatni? Ef ég er staddur á fleka á mið...

category-iconVísindi almennt

Af hverju er talað um græna herbergið í Evróvisjón?

Löng hefð er fyrir því á Englandi og í sumum öðrum enskumælandi löndum að kalla rýmið sem leikarar sitja stundum í og spjalla saman áður en þeir fara inn á svið græna herbergið (e. green room). Á meginlandi Evrópu ganga sams konar herbergi yfirleitt undir öðrum nöfnum. Í Frakklandi kallast þau foyer des artistes, ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver var Alexandre Gustave Eiffel og hvert var hans framlag til vísindanna?

Franski byggingarverkfræðingurinn Alexandre Gustave Eiffel fæddist í borginni Dijon í Frakklandi 15. desember 1832. Hann var af þýskum ættum og bar í upphafi ættarnafnið Bönickhausen. Það þótti fjölskyldunni óþjált og breytti eftirnafninu í Eiffel, en einn þýsku forfeðranna hafði flust frá Eifel-hæðum í NV-Þýskala...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gerist í Bandaríkjunum ef atkvæði í kjörmannakerfinu standa á jöfnu?

Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Hvað gerist ef forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum fá báðir 269 kjörmenn? eða ef annar frambjóðandi vinnur nægilega marga kjörmenn til að koma í veg fyrir að hægt sé að ná 270 kjörmönnum? Hvaða afleiðingar gæti það haft ef báðir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum f...

category-iconNæringarfræði

Hvað gerist þegar rjómi er þeyttur?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvað er það sem veldur því að rjómi þykknar þegar hann er þeyttur? Rjómi er framleiddur með mismunandi magni af mjólkurfitu eftir því hvaða eiginleikum sóst er eftir. Þeytirjómi inniheldur að lágmarki 36% fitu, afgangurinn er að mestu leyti vatn en einnig er að fin...

category-iconStærðfræði

Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?

Upphafleg spurning var þannig: Er hægt og hvernig þá, að spila í nokkurn tíma í venjulegri rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða? Svarið við þessari spurningu er nei og einfaldast er að rökstyðja það og útskýra með því að vísa í sjálft eðli spilavítisins og líkindafræðinnar. Ef þetta væri hægt...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er munur á seltu Svartahafs og Dauðahafs og hve mikill er hann?

Ein merkasta uppgötvun í jarðfræði á 18. öld var ef til vill sú að öll ferli í náttúrunni eru í hringrás – og þannig óendanleg í eðli sínu. Vatn gufar upp í hitabeltinu og berst til hærri breiddargráða þar sem það fellur aftur til jarðar sem regn eða snjór. Á landi leysir efnaveðrun salt og önnur efni úr berginu o...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Olympe de Gouges?

Olympe de Gouges (1748-1793) var franskt leikritaskáld sem barðist fyrir lýðræði og réttindum kvenna. Í dag er iðulega vísað til hennar sem fyrsta franska femínistans og hún hyllt sem byltingarhetja. Olympe de Gouges hét réttu nafni Marie Gouze og fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hú...

category-iconHagfræði

Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hagfræði vísindi? Í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins voru íslenskir og erlendir fræðimenn spurðir álits um áhrif efnahagsaðgerða. Iðulega fengust þversæð svör, jafnvel um einfalda spurningu eins og t.d. áhrif vaxtahækkana Seðlabankans. Ef fræðimenn geta ekki orðið...

Fleiri niðurstöður