Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa?

Þórólfur Matthíasson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er hagfræði vísindi? Í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins voru íslenskir og erlendir fræðimenn spurðir álits um áhrif efnahagsaðgerða. Iðulega fengust þversæð svör, jafnvel um einfalda spurningu eins og t.d. áhrif vaxtahækkana Seðlabankans. Ef fræðimenn geta ekki orðið sammála um orsök og afleiðingar, eru þetta þá nokkuð vísindi?

Almenn umfjöllun um hagfræði ber með sér að menn hafi ólíkar hugmyndir um hvað hagfræði sé. Það er þess vegna rétt að byrja á að skilgreina viðfangsefnið. Orðabókarskilgreiningin er sú að hagfræði sé fræðigrein sem fjallar um framleiðslu, dreifingu og neyslu vöru og þjónustu.

Markmið greinarinnar er að skilja á hvaða grundvelli einstaklingar skiptast á vörum og þjónustu. Til að ná markmiðum sínum stunda hagfræðingar víðtæka söfnun gagna og upplýsinga. Þetta má kalla hina lýsandi hlið hagfræðinnar. Til að skilja gögnin og setja upplýsingarnar í samhengi eru settar fram kenningar um atferli og markmið einstaklinga og hópa einstaklinga. Á grundvelli kenninganna eru síðan settar fram tilgátur sem reynt er að styðja eða fella. Skylda vísindamannsins er leggja að minnsta kosti jafn mikið á sig til að fella tilgátu, sem hann hefur sett fram, eins og til að styðja hana.

Hagfræðin er ekki grein sem ætlað er að gefa fullnægjandi svör við öllum spurningum. Það er meira að segja svo að í sumum tilvikum er ómögulegt að gefa rétt svar! Þetta á sérstaklega við þegar reynt er að spá fyrir um óorðna hluti. Vandinn er tvíþættur. Í fyrsta lagi getur spáin sjálf haft áhrif á framvinduna og annaðhvort unnið með eða gegn því að spáin rætist.

Spáð í stöðuna á hlutabréfamarkaði.

Tökum dæmi um hið síðarnefnda. Setjum sem svo að hagfræðingur hjá hagsveiflurannsóknastofnun rannsaki þróun hlutabréfaverðs næstu misserin og hafi komist að raun um það að hlutabréfaverð á Wall Street muni ná hæstum hæðum 24. nóvember 2016 og falli hratt eftir það. Setjum nú sem svo að markaðsaðilar taki þennan spádóm alvarlega. Flestir þeirra, sem ættu hlutabréf, myndu reyna að selja bréf sín fyrir 24/11. Verð hlutabréfa myndi vissulega lækka, en lækkunin kæmi fram löngu fyrir forspáðan tíma! En gæti þá ekki spámaðurinn bara tekið þessi viðbrögð inn í útreikninga sína? Ætti hann ekki að segja að fallið kæmi fyrr, til dæmis 24/10? Jú, en þá hæfist sami leikurinn og á endanum yrði hann þvingaður til að segja að hlutabréfaverð muni falla á morgun! En það er tæpast ásættanlegt fyrir hagfræðing sem ætlar að segja eitthvað um atburði að minnsta kosti þrjá mánuði fram í tímann. Þetta dæmi sýnir að hagfræðingar geta ekki spáð fyrir um topp eða botn verðsveiflu á verðbréfamörkuðum, því hver vill sitja uppi með eign sem er verðmæt nú en verður fyrirsjáanlega verðlítil innan tíðar? Það er auðveldara fyrir hagfræðinga að taka áhrif spárinnar á þróun hins spáða á vöru og þjónustumörkuðum, en einfalt er það ekki.

Vissulega eru til dæmi um vel heppnaða spádóma um upphaf kreppu eða þróun hlutabréfaverðs. Ástæðan er sú að þegar margir gefa út spádóma hlýtur einhver hinna mörgu spámanna að hafa rétt fyrir sér. En það að viðkomandi hafi haft rétt fyrir sér er aðeins dæmi um að viðkomandi hafi haft heppnina með sér í spádómalottóinu. Að hann hafi fengið 5 rétta einu sinni þýðir ekki að hann hafi heppnina með sér næst þegar dregið er í því lottói. Annar þáttur sem snýr að vandanum við spár snýr að því að spár um þróun hagstærða er bundin forsendum af tegundinni „allt annað óbreytt”, eða ceteris paribus upp á latínu.

Í hvert skipti sem lögð er fram þjóðhagsspá eða spá um þróun gengis eða aðrar spár, eru hagfræðingar óþreytandi við að endurtaka, að um sé að ræða sviðsmynd sem byggi á ákveðnum forsendum, sé forsendunum breytt breytist sviðsmyndin. Það þarf því ekki að vera neitt við fræðikenninguna að sakast þó spá gangi ekki eftir. Það er heldur ekki staðfesting á réttmæti fræðikenningarinnar rætist spá sem á henni er byggð. Í báðum tilvikum þarf að skoða hvort forsendur, sem gerðar voru beint og óbeint, hafi staðist.

En fyrst það er svona vandasamt að spá er þá ekki best að láta af öllum tilburðum í þá átt? Kannski. En þá má líka spyrja hvort nokkur ástæða sé til að stunda önnur fræði en sagnfræði. Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stjórnvöld þurfa á hverjum degi að taka fjöldann allan af ákvörðunum. Það er eðlilegur þáttur í ákvarðanatökuferlinu að velta fyrir sér afleiðingunum sé ákvörðun með einum hætti fremur en öðrum. Eins og rakið var hér að framan getur hagfræðin aðeins gefið skilyrt svar við spurningum sem að henni snúa. En ákvörðun, sem byggð er á skilyrtum svörum við lykilspurningum, er að jafnaði betri en ákvörðun sem tekin er án þess að nokkurra spurninga sé spurt.

Lengri útgáfa þessa svars birtist fyrst 2011 í Icelandic Review of Politics & Administration. Svarið er aðlagað Vísindavefnum.

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.1.2016

Spyrjandi

Baldur Þorgilsson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2016, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60950.

Þórólfur Matthíasson. (2016, 29. janúar). Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60950

Þórólfur Matthíasson. „Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2016. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60950>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er hagfræði vísindi? Í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins voru íslenskir og erlendir fræðimenn spurðir álits um áhrif efnahagsaðgerða. Iðulega fengust þversæð svör, jafnvel um einfalda spurningu eins og t.d. áhrif vaxtahækkana Seðlabankans. Ef fræðimenn geta ekki orðið sammála um orsök og afleiðingar, eru þetta þá nokkuð vísindi?

Almenn umfjöllun um hagfræði ber með sér að menn hafi ólíkar hugmyndir um hvað hagfræði sé. Það er þess vegna rétt að byrja á að skilgreina viðfangsefnið. Orðabókarskilgreiningin er sú að hagfræði sé fræðigrein sem fjallar um framleiðslu, dreifingu og neyslu vöru og þjónustu.

Markmið greinarinnar er að skilja á hvaða grundvelli einstaklingar skiptast á vörum og þjónustu. Til að ná markmiðum sínum stunda hagfræðingar víðtæka söfnun gagna og upplýsinga. Þetta má kalla hina lýsandi hlið hagfræðinnar. Til að skilja gögnin og setja upplýsingarnar í samhengi eru settar fram kenningar um atferli og markmið einstaklinga og hópa einstaklinga. Á grundvelli kenninganna eru síðan settar fram tilgátur sem reynt er að styðja eða fella. Skylda vísindamannsins er leggja að minnsta kosti jafn mikið á sig til að fella tilgátu, sem hann hefur sett fram, eins og til að styðja hana.

Hagfræðin er ekki grein sem ætlað er að gefa fullnægjandi svör við öllum spurningum. Það er meira að segja svo að í sumum tilvikum er ómögulegt að gefa rétt svar! Þetta á sérstaklega við þegar reynt er að spá fyrir um óorðna hluti. Vandinn er tvíþættur. Í fyrsta lagi getur spáin sjálf haft áhrif á framvinduna og annaðhvort unnið með eða gegn því að spáin rætist.

Spáð í stöðuna á hlutabréfamarkaði.

Tökum dæmi um hið síðarnefnda. Setjum sem svo að hagfræðingur hjá hagsveiflurannsóknastofnun rannsaki þróun hlutabréfaverðs næstu misserin og hafi komist að raun um það að hlutabréfaverð á Wall Street muni ná hæstum hæðum 24. nóvember 2016 og falli hratt eftir það. Setjum nú sem svo að markaðsaðilar taki þennan spádóm alvarlega. Flestir þeirra, sem ættu hlutabréf, myndu reyna að selja bréf sín fyrir 24/11. Verð hlutabréfa myndi vissulega lækka, en lækkunin kæmi fram löngu fyrir forspáðan tíma! En gæti þá ekki spámaðurinn bara tekið þessi viðbrögð inn í útreikninga sína? Ætti hann ekki að segja að fallið kæmi fyrr, til dæmis 24/10? Jú, en þá hæfist sami leikurinn og á endanum yrði hann þvingaður til að segja að hlutabréfaverð muni falla á morgun! En það er tæpast ásættanlegt fyrir hagfræðing sem ætlar að segja eitthvað um atburði að minnsta kosti þrjá mánuði fram í tímann. Þetta dæmi sýnir að hagfræðingar geta ekki spáð fyrir um topp eða botn verðsveiflu á verðbréfamörkuðum, því hver vill sitja uppi með eign sem er verðmæt nú en verður fyrirsjáanlega verðlítil innan tíðar? Það er auðveldara fyrir hagfræðinga að taka áhrif spárinnar á þróun hins spáða á vöru og þjónustumörkuðum, en einfalt er það ekki.

Vissulega eru til dæmi um vel heppnaða spádóma um upphaf kreppu eða þróun hlutabréfaverðs. Ástæðan er sú að þegar margir gefa út spádóma hlýtur einhver hinna mörgu spámanna að hafa rétt fyrir sér. En það að viðkomandi hafi haft rétt fyrir sér er aðeins dæmi um að viðkomandi hafi haft heppnina með sér í spádómalottóinu. Að hann hafi fengið 5 rétta einu sinni þýðir ekki að hann hafi heppnina með sér næst þegar dregið er í því lottói. Annar þáttur sem snýr að vandanum við spár snýr að því að spár um þróun hagstærða er bundin forsendum af tegundinni „allt annað óbreytt”, eða ceteris paribus upp á latínu.

Í hvert skipti sem lögð er fram þjóðhagsspá eða spá um þróun gengis eða aðrar spár, eru hagfræðingar óþreytandi við að endurtaka, að um sé að ræða sviðsmynd sem byggi á ákveðnum forsendum, sé forsendunum breytt breytist sviðsmyndin. Það þarf því ekki að vera neitt við fræðikenninguna að sakast þó spá gangi ekki eftir. Það er heldur ekki staðfesting á réttmæti fræðikenningarinnar rætist spá sem á henni er byggð. Í báðum tilvikum þarf að skoða hvort forsendur, sem gerðar voru beint og óbeint, hafi staðist.

En fyrst það er svona vandasamt að spá er þá ekki best að láta af öllum tilburðum í þá átt? Kannski. En þá má líka spyrja hvort nokkur ástæða sé til að stunda önnur fræði en sagnfræði. Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stjórnvöld þurfa á hverjum degi að taka fjöldann allan af ákvörðunum. Það er eðlilegur þáttur í ákvarðanatökuferlinu að velta fyrir sér afleiðingunum sé ákvörðun með einum hætti fremur en öðrum. Eins og rakið var hér að framan getur hagfræðin aðeins gefið skilyrt svar við spurningum sem að henni snúa. En ákvörðun, sem byggð er á skilyrtum svörum við lykilspurningum, er að jafnaði betri en ákvörðun sem tekin er án þess að nokkurra spurninga sé spurt.

Lengri útgáfa þessa svars birtist fyrst 2011 í Icelandic Review of Politics & Administration. Svarið er aðlagað Vísindavefnum.

Mynd: