Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Olympe de Gouges?

Kristín Jónsdóttir

Olympe de Gouges (1748-1793) var franskt leikritaskáld sem barðist fyrir lýðræði og réttindum kvenna. Í dag er iðulega vísað til hennar sem fyrsta franska femínistans og hún hyllt sem byltingarhetja.

Olympe de Gouges hét réttu nafni Marie Gouze og fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hún dóttir slátrara, en altalað var í bænum að móðir hennar hefði átt hana með elskhuga sínum, sem var af aðalsættum.

Þann 24. október 1765 giftist Marie Gouze verslunarmanni frá París, sem átti í viðskiptum við sláturhús Gouze fjölskyldunnar. Hann var þrjátíu árum eldri en hún og er lýst sem dónalegum og illa siðuðum durgi. Nokkrum mánuðum eftir brúðkaupið fæddi hún einkasoninn, Pierre. Hún varð fljótlega ekkja, en eiginmaðurinn fórst í flóði 1766.

Olympe de Gouges (1748-1793).

Hugur Marie stóð til ritstarfa og árið 1770 hélt hún til Parísar. Til að halda frelsi sínu til að skrifa og fá að gefa út bækur giftist hún aldrei aftur, því samkvæmt frönskum lögum mátti gift kona ekki gefa út ritverk nema með samþykki eiginmannsins. Hún ákvað einnig að taka sér listamannsnafn í staðinn fyrir að kynna sig með nafni eiginmannsins. Þannig varð hún Olympe de Gouges.

Olympe de Gouges var eindregið á móti hjónabandinu, sem var að sjálfsögðu á þessum tíma alltaf tengt kirkjunni, og skrifaði um möguleika fólks til að gera með sér einhvers konar samning. Slíkur samningur er nú til í Frakklandi, undir nafninu PACS, sem er nokkuð sambærilegur við hina íslensku „staðfestu sambúð“.

Hún skrifaði 30 leikrit sem fjölluðu um hin ýmsu hugarefni hennar, stöðu kvenna en einnig stöðu svartra og alla þá sem minna máttu sín, munaðarlaus börn, fátæka og sjúklinga.

Í frönsku byltingunni fór Olympe de Gouges mikinn. Hún skrifaði ótal pólitískar greinar og auglýsingaspjöld sem hún prentaði á eigin kostnað og límdi upp víða um Parísarborg. Í dag er hún þó líklega þekktust fyrir að hafa endurskrifað Mannréttindayfirlýsinguna með konur í huga og kallaði þá yfirlýsingu Kvenréttindayfirlýsinguna, eða Déclaration des droits de la femme et de la citoyenne.

Déclaration des droits de la femme et de la citoyenne – Kvenréttindayfirlýsingin 1791.

Þessi baráttuvilji hennar varð til þess að hún var að lokum hneppt í fangelsi, byltingin sem blés konum kraft í brjóst reyndist ekki vera fyrir konur og kvenfrelsi, karlarnir vildu sitja einir að kötlum nýfenginna valda og konurnar áttu að snúa aftur inn á heimilin þegar sigurinn hafði unnist. Þær áttu ekki að fá að taka þátt í pólitíkinni þótt þær hefðu gegnt ýmsum mikilvægum hlutverkum í baráttunni.

Olympe de Gouges var dæmd til dauða fyrir dreifingu á plakati sem gagnrýndi ógnarstjórn Robespierre og var tekin af lífi með fallöxi 1793.

Í raun má auðveldlega færa rök fyrir því að Olympe de Gouges hafi verið of framsýn og að heimurinn hafi ekki verið tilbúinn fyrir hana meðan hún lifði. Fyrir utan hugmyndir um staðfesta sambúð án afskipta kirkjunnar, afnám þrælahalds og jafnrétti til handa konum, hafði hún ákveðnar hugmyndir um skattkerfi sem mundi hlúa að fátækum og sjúkum. Það var fest í lög 1914 með lögum um tekjuskatt.

Heimildir og myndir:


Þessi svar er fengið af Knúz - femínískt vefrit og birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Textinn hefur verið lítilega lagaður að Vísindavefnum.

Höfundur

Kristín Jónsdóttir

þýðandi og parisardaman.com

Útgáfudagur

1.10.2015

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Eiríkur Guðmundsson

Tilvísun

Kristín Jónsdóttir. „Hver var Olympe de Gouges?“ Vísindavefurinn, 1. október 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8862.

Kristín Jónsdóttir. (2015, 1. október). Hver var Olympe de Gouges? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8862

Kristín Jónsdóttir. „Hver var Olympe de Gouges?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8862>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Olympe de Gouges?
Olympe de Gouges (1748-1793) var franskt leikritaskáld sem barðist fyrir lýðræði og réttindum kvenna. Í dag er iðulega vísað til hennar sem fyrsta franska femínistans og hún hyllt sem byltingarhetja.

Olympe de Gouges hét réttu nafni Marie Gouze og fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hún dóttir slátrara, en altalað var í bænum að móðir hennar hefði átt hana með elskhuga sínum, sem var af aðalsættum.

Þann 24. október 1765 giftist Marie Gouze verslunarmanni frá París, sem átti í viðskiptum við sláturhús Gouze fjölskyldunnar. Hann var þrjátíu árum eldri en hún og er lýst sem dónalegum og illa siðuðum durgi. Nokkrum mánuðum eftir brúðkaupið fæddi hún einkasoninn, Pierre. Hún varð fljótlega ekkja, en eiginmaðurinn fórst í flóði 1766.

Olympe de Gouges (1748-1793).

Hugur Marie stóð til ritstarfa og árið 1770 hélt hún til Parísar. Til að halda frelsi sínu til að skrifa og fá að gefa út bækur giftist hún aldrei aftur, því samkvæmt frönskum lögum mátti gift kona ekki gefa út ritverk nema með samþykki eiginmannsins. Hún ákvað einnig að taka sér listamannsnafn í staðinn fyrir að kynna sig með nafni eiginmannsins. Þannig varð hún Olympe de Gouges.

Olympe de Gouges var eindregið á móti hjónabandinu, sem var að sjálfsögðu á þessum tíma alltaf tengt kirkjunni, og skrifaði um möguleika fólks til að gera með sér einhvers konar samning. Slíkur samningur er nú til í Frakklandi, undir nafninu PACS, sem er nokkuð sambærilegur við hina íslensku „staðfestu sambúð“.

Hún skrifaði 30 leikrit sem fjölluðu um hin ýmsu hugarefni hennar, stöðu kvenna en einnig stöðu svartra og alla þá sem minna máttu sín, munaðarlaus börn, fátæka og sjúklinga.

Í frönsku byltingunni fór Olympe de Gouges mikinn. Hún skrifaði ótal pólitískar greinar og auglýsingaspjöld sem hún prentaði á eigin kostnað og límdi upp víða um Parísarborg. Í dag er hún þó líklega þekktust fyrir að hafa endurskrifað Mannréttindayfirlýsinguna með konur í huga og kallaði þá yfirlýsingu Kvenréttindayfirlýsinguna, eða Déclaration des droits de la femme et de la citoyenne.

Déclaration des droits de la femme et de la citoyenne – Kvenréttindayfirlýsingin 1791.

Þessi baráttuvilji hennar varð til þess að hún var að lokum hneppt í fangelsi, byltingin sem blés konum kraft í brjóst reyndist ekki vera fyrir konur og kvenfrelsi, karlarnir vildu sitja einir að kötlum nýfenginna valda og konurnar áttu að snúa aftur inn á heimilin þegar sigurinn hafði unnist. Þær áttu ekki að fá að taka þátt í pólitíkinni þótt þær hefðu gegnt ýmsum mikilvægum hlutverkum í baráttunni.

Olympe de Gouges var dæmd til dauða fyrir dreifingu á plakati sem gagnrýndi ógnarstjórn Robespierre og var tekin af lífi með fallöxi 1793.

Í raun má auðveldlega færa rök fyrir því að Olympe de Gouges hafi verið of framsýn og að heimurinn hafi ekki verið tilbúinn fyrir hana meðan hún lifði. Fyrir utan hugmyndir um staðfesta sambúð án afskipta kirkjunnar, afnám þrælahalds og jafnrétti til handa konum, hafði hún ákveðnar hugmyndir um skattkerfi sem mundi hlúa að fátækum og sjúkum. Það var fest í lög 1914 með lögum um tekjuskatt.

Heimildir og myndir:


Þessi svar er fengið af Knúz - femínískt vefrit og birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Textinn hefur verið lítilega lagaður að Vísindavefnum.

...