Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?

Árni Richard Árnason

Upphafleg spurning var þannig:

Er hægt og hvernig þá, að spila í nokkurn tíma í venjulegri rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?

Svarið við þessari spurningu er nei og einfaldast er að rökstyðja það og útskýra með því að vísa í sjálft eðli spilavítisins og líkindafræðinnar. Ef þetta væri hægt mundu margir nota sér það og spilavíti væru ekki til í núverandi mynd. Líkindafræði nútímans gerir fullnægjandi grein fyrir þessu, ekki síst þegar tilraunir með rúllettuna verða mjög margar.

Svarið við spurningunni í einstökum tilvikum er háð því í hve „langan tíma” er spilað (eða öllu heldur hversu oft er lagt undir) og útfærslu þess kerfis sem notast er við. En tvennt er víst; það er ekki til neitt kerfi sem gefur örugglega vinning og ekkert kerfi skilar gróða ef spilað er „nógu lengi”.

Þetta viðfangsefni er ekki nýtt af nálinni því að stærðfræðileg kerfi hafa verið notuð um aldir í fjárhættuspilum. Þau þekktustu eru kenndi við Martingale, Labouchere, Fibonacci, og d'Alembert. Þessi kerfi eiga það sameiginlegt að gefa marga litla vinninga en samt með líkum á tapi sem er margfalt stærra en sérhver litlu vinninganna. Það er einmitt vegna þessa taps sem kerfin gefa ekki af sér gróða þegar á heildina er litið og er þá sama hvort menn sitja lengi við rúllettuna í einu eða gera fáar tilraunir í hverri lotu.

Reynum að skýra aðeins hvað átt er við með „kerfi“. Með kerfi er átt við að það sem lagt er undir næst veltur á fyrra gengi. Til dæmis má hafa þá reglu að tvöfalda upphæðina eftir tap eða lækka í einhverja lágmarksupphæð eftir vinning. Skoðum Martingale-kerfið sem dæmi.

Martingale-kerfið er sennilega vinsælast og líklega jafngamalt fjárhættuspilum. Það verkar þannig að lagt er meira undir næst ef tapað er (til dæmis helmingi meira) og eftir vinning er byrjað á nýrri umferð. Takmarkið er venjulega að vinna upphæðina sem lögð er undir í upphafi hverrar umferðar. Segjum til dæmis að þú sért að spila við borð sem hefur engin núll þannig að „banki tekur allt“ kemur aldrei fyrir. Þú tekur eftir að „svört tala“ hafi komið upp nokkrum sinnum í röð og þú ákveður að veðja á „rauðan lit“ þangað til að þú vinnur en þó án þess að veðja oftar en fimm sinnum í sömu umferð. Ef þú ákveður að byrja á því að leggja undir 1000 kr. þá yrði framvindan nokkurn veginn svona:

  1. Veðjaðu 1000 kr. á rauðan.

    Ef þú vinnur, endurtaktu skref (1).

    Ef þú tapar, taktu næsta skref.

    Þú tapar í 50% umferða.

  2. Veðjaðu núna 2000 kr. á rauðan.

    Ef þú vinnur, farðu aftur í skref (1).

    Ef þú tapar, taktu næsta skref.

    Þú tapar í 25% umferða.

  3. Veðjaðu 4000 kr. á rauðan.

    Ef þú vinnur, farðu aftur í skref (1).

    Ef þú tapar, taktu næsta skref.

    Þú tapar í 12.5% umferða.

  4. Veðjaðu 8000 kr. á rauðan.

    Ef þú vinnur, farðu aftur í skref 1).

    Ef þú tapar, taktu næsta skref.

    Þú tapar í 6.25% umferða.

  5. Veðjaðu 16000 kr á rauðan.

    Hvort sem þú vinnur eða tapar farðu aftur í skref 1).

    Þú tapar í 3.125% umferða.

Ef þú vinnur í einhverju skrefinu hefur þú þar með grætt 1000 kr. í þeirri umferð. Þannig vinnur þú 1000 kr. í 31 umferð af hverjum 32 (96.875%) að jafnaði. Það þýðir að þú græðir 31 x 1000 kr. = 31000 kr. En því miður taparðu öllum veðmálum í einni umferðinni svo að þú tapar (1000+2000+4000+8000+16000) kr. = 31000 kr.! Í heildina ertu í núlli sem þú mundir líkast til telja sanngjarnt. En spilavítin mundu ekkert græða á að vera sanngjörn svo að þau bæta við ýmist einu eða tveimur núllum á hjólið, þar sem bankinn tekur allt.

Þér kann að detta í hug að auka spilaféð, það er að segja að hækka hámarksupphæðina, til að fjölga skrefum og minnka líkurnar á því að tapa í hverri umferð. En samt sem áður breytir það því ekki að “að jafnaði” muntu vera í núlli eða tapa vegna þess að tapsumferðirnar verða þungbærari um leið og þeim fækkar. Því er raunin sú að í þessu kerfi sem öðrum er enginn gróði öruggur og síst ef spilað er lengi.



Mynd: HB

Höfundur

stærðfræðinemi við HÍ

Útgáfudagur

13.9.2001

Spyrjandi

Pétur Jónsson

Tilvísun

Árni Richard Árnason. „Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?“ Vísindavefurinn, 13. september 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1869.

Árni Richard Árnason. (2001, 13. september). Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1869

Árni Richard Árnason. „Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1869>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?
Upphafleg spurning var þannig:

Er hægt og hvernig þá, að spila í nokkurn tíma í venjulegri rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?

Svarið við þessari spurningu er nei og einfaldast er að rökstyðja það og útskýra með því að vísa í sjálft eðli spilavítisins og líkindafræðinnar. Ef þetta væri hægt mundu margir nota sér það og spilavíti væru ekki til í núverandi mynd. Líkindafræði nútímans gerir fullnægjandi grein fyrir þessu, ekki síst þegar tilraunir með rúllettuna verða mjög margar.

Svarið við spurningunni í einstökum tilvikum er háð því í hve „langan tíma” er spilað (eða öllu heldur hversu oft er lagt undir) og útfærslu þess kerfis sem notast er við. En tvennt er víst; það er ekki til neitt kerfi sem gefur örugglega vinning og ekkert kerfi skilar gróða ef spilað er „nógu lengi”.

Þetta viðfangsefni er ekki nýtt af nálinni því að stærðfræðileg kerfi hafa verið notuð um aldir í fjárhættuspilum. Þau þekktustu eru kenndi við Martingale, Labouchere, Fibonacci, og d'Alembert. Þessi kerfi eiga það sameiginlegt að gefa marga litla vinninga en samt með líkum á tapi sem er margfalt stærra en sérhver litlu vinninganna. Það er einmitt vegna þessa taps sem kerfin gefa ekki af sér gróða þegar á heildina er litið og er þá sama hvort menn sitja lengi við rúllettuna í einu eða gera fáar tilraunir í hverri lotu.

Reynum að skýra aðeins hvað átt er við með „kerfi“. Með kerfi er átt við að það sem lagt er undir næst veltur á fyrra gengi. Til dæmis má hafa þá reglu að tvöfalda upphæðina eftir tap eða lækka í einhverja lágmarksupphæð eftir vinning. Skoðum Martingale-kerfið sem dæmi.

Martingale-kerfið er sennilega vinsælast og líklega jafngamalt fjárhættuspilum. Það verkar þannig að lagt er meira undir næst ef tapað er (til dæmis helmingi meira) og eftir vinning er byrjað á nýrri umferð. Takmarkið er venjulega að vinna upphæðina sem lögð er undir í upphafi hverrar umferðar. Segjum til dæmis að þú sért að spila við borð sem hefur engin núll þannig að „banki tekur allt“ kemur aldrei fyrir. Þú tekur eftir að „svört tala“ hafi komið upp nokkrum sinnum í röð og þú ákveður að veðja á „rauðan lit“ þangað til að þú vinnur en þó án þess að veðja oftar en fimm sinnum í sömu umferð. Ef þú ákveður að byrja á því að leggja undir 1000 kr. þá yrði framvindan nokkurn veginn svona:

  1. Veðjaðu 1000 kr. á rauðan.

    Ef þú vinnur, endurtaktu skref (1).

    Ef þú tapar, taktu næsta skref.

    Þú tapar í 50% umferða.

  2. Veðjaðu núna 2000 kr. á rauðan.

    Ef þú vinnur, farðu aftur í skref (1).

    Ef þú tapar, taktu næsta skref.

    Þú tapar í 25% umferða.

  3. Veðjaðu 4000 kr. á rauðan.

    Ef þú vinnur, farðu aftur í skref (1).

    Ef þú tapar, taktu næsta skref.

    Þú tapar í 12.5% umferða.

  4. Veðjaðu 8000 kr. á rauðan.

    Ef þú vinnur, farðu aftur í skref 1).

    Ef þú tapar, taktu næsta skref.

    Þú tapar í 6.25% umferða.

  5. Veðjaðu 16000 kr á rauðan.

    Hvort sem þú vinnur eða tapar farðu aftur í skref 1).

    Þú tapar í 3.125% umferða.

Ef þú vinnur í einhverju skrefinu hefur þú þar með grætt 1000 kr. í þeirri umferð. Þannig vinnur þú 1000 kr. í 31 umferð af hverjum 32 (96.875%) að jafnaði. Það þýðir að þú græðir 31 x 1000 kr. = 31000 kr. En því miður taparðu öllum veðmálum í einni umferðinni svo að þú tapar (1000+2000+4000+8000+16000) kr. = 31000 kr.! Í heildina ertu í núlli sem þú mundir líkast til telja sanngjarnt. En spilavítin mundu ekkert græða á að vera sanngjörn svo að þau bæta við ýmist einu eða tveimur núllum á hjólið, þar sem bankinn tekur allt.

Þér kann að detta í hug að auka spilaféð, það er að segja að hækka hámarksupphæðina, til að fjölga skrefum og minnka líkurnar á því að tapa í hverri umferð. En samt sem áður breytir það því ekki að “að jafnaði” muntu vera í núlli eða tapa vegna þess að tapsumferðirnar verða þungbærari um leið og þeim fækkar. Því er raunin sú að í þessu kerfi sem öðrum er enginn gróði öruggur og síst ef spilað er lengi.



Mynd: HB...