Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 308 svör fundust
Hver var William Rayleigh og hvert var hans framlag til vísindanna?
John William Strutt fæddist í Essex á Englandi 1842. Hann var af aðalsættum, sonur Johns Strutts baróns Rayleigh og erfði titilinn sem þriðji barón Rayleigh eftir föður sinn 1873. Framan af var skólaganga hans skrykkjótt vegna heilsubrests og umhverfið sem hann mótaðist í snerist um óðöl og landbúnað frekar en vís...
Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks?
Geislun frá þráðlausu Interneti (e. WiFi) er á formi útvarpsbylgna, rétt eins og sjónvarps- og útvarpsútsendingar og bylgjur farsíma. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna. Með því að senda gögn þráðlaust á milli tölva losna menn við umstang sem fylgir snúrum og köplum. Þráðlausar gagnasendingar á milli töl...
Af hverju stíflast nefið þegar við grátum?
Tár myndast í tárakirtlum utarlega í efri augnlokunum. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna. Hluti táranna gufar upp en hluti berst í átt að augnkrókum þar sem þau enda í göngum og berast eftir þeim í nefgöngin. Við offramleiðsla á tárum gerist tvennt, annars vegar hellast tár yfir augnlokin ...
Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?
Brennisteinstvíildi, sem einnig er nefnt brennisteinsdíoxíð, er litlaus lofttegund sem flestir finna lykt af, ef styrkurinn nær um það bil 1000 µg/m3. Allt jarðefnaeldsneyti inniheldur brennistein og er það háð uppruna og tegund eldsneytisins hve mikill hann er. Meginhluti þess brennisteinstvíildis sem lendir a...
Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?
Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjav...
Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu?
Svarið við þessari spurningu er ekki alveg einhlítt. Það er til dæmis ólíkt eftir löndum hvernig bati af SARS-CoV-2-sýkingu er skilgreindur og eins skiptir vitanlega máli hvort einstaklingar sem sýkjast af veirunni fá sjúkdóminn COVID-19 eða eru einkennalausir. Hér á landi fara þeir sem greinast með SARS-CoV-2-...
Hvers vegna frýs vatn?
Jón A. Stefánsson spurði 'Hvers vegna er eðlismassi vatns mestur við +4°C en annarra meiri eftir því sem þau kólna meira?' Í vatnssameindinni eru tvær einingar af vetni (vetnisfrumeindir eða vetnisatóm, H) og ein eining af súrefni (O). Vatnssameindin hefur því efnatáknið H2O. Í fljótandi vatni eru þessa...
Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu. Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því a...
Til hvers er umskurður?
Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...
Hvernig varð Laugarvatnshellir til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í fréttum undanfarið hefur verið sagt frá hellinum á Lyngdalsheiði, spurningin er, hvernig varð hellirinn til? Sennilega er hér átt við Laugarvatnshelli sem verið hefur í fréttum nýlega (2017); hann telst vera af mönnum gerður, grafinn í móberg. Um hella almennt á þess...
Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?
Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...
Hvað er fracking og hvaða áhrif getur það haft?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er fracking? Hvaða áhrif hefur það á berg og jarðlög? Getur þetta haft slæmar afleiðingar? Fracking er stytting á "hydraulic fracturing" sem er aðferð sem beitt hefur verið í orkuiðnaðinum um margra áratuga skeið til að örva vökvarennsli inn í borholur, stundu...
Virkar silfur gegn örverum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Nú eru til vörur sem eru með silfurjónir á yfirborðinu í þeim tilgangi að hefta vöxt og eyða bakteríum (ISO 22196). Virkar þetta einnig gegn veirum? Silfur hefur örveruhindrandi áhrif og hefur verið notað í þúsundir ára í lækningaskyni og til varðveislu matvæla.[1] Silfurjónir...
Hvað er TNT og hvernig virkar það?
TNT er skammstöfun á efninu 2,4,6-trínítrótolúen en efnabyggingu þess má sjá hér fyrir neðan. TNT er fölgult og lyktarlaust fast efni með bræðslumark 80°C og suðumark 240°C. TNT er best þekkt sem sprengiefni. Það finnst ekki í náttúrunni en var fyrst búið til árið 1863 af þýska efnafræðingnum Julius Wilbrand (1839...
Hvernig komst Adolf Hitler til valda?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...