Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?

Sjónlag

Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks.

Hvarmabólga er yfirleitt fremur góðkynja sjúkdómur en getur þó í undantekningartilfellum valdið augnskaða og jafnvel varanlegu sjóntapi. Í þeim tilvikum verður erting frá hvörmum svo mikil á auganu að slímhimna augans vex inn á hornhimnu eða að hornhimna augans þynnist og skemmist.

Um ástæður sjúkdómsins er lítið vitað en talið er að um sé að ræða ofnæmi fyrir bakteríum sem við erum öll með á hvörmunum. Ofnæmið veldur langvinnri bólgu í hvörmum, með roða og þrota sem truflar oft starfsemi fitukirtla í hvörmunum. Fitukirtlar þessir búa til fitu sem myndar brák ofan á tárunum, þannig að þau haldist á augunum og smyrji þau nægilega. Ef gæði þessarar fitubrákar eru ekki nægilega mikil gufar meira upp af tárum og þau renna niður. Því eru þurr augu oft fylgifiskur hvarmabólgu.

Helstu einkenni hvarmabólgu eru sviði í augum, óskýr sjón, pirringur eins og aðskotahlutur sé í auga, kláði, roði, óþægindi í augum og bjúgur á hvörmum.

Hvarmabólga getur einnig valdið augnloksþrymlum (e. chalazion) sem í börnum kemur oft fram sem vogrís (e. stye). Hvort tveggja eru stíflaðir fitukirtlar sem blása út og valda oft miklum óþægindum.

Helstu einkenni hvarmabólgu eru
  • sviði, “súrnar í augum”
  • óskýr sjón
  • aðskotahlutstilfinning, pirringur
  • smákláði
  • roði í hvörmum og augum
  • óþægindi í augum eftir tölvuvinnu, lestur eða eftir að horft er á sjónvarp
  • bjúgur á hvörmum

Oft er erfitt að greina á milli einkenna hvarmabólgu og þurra augna. Þó má segja að sviði sé meira áberandi í hvarmabólgu en aðskotahlutstilfinning í augum meira áberandi í þurrum augum. Rétt er að leggja áherslu á að þurr augu og hvarmabólga koma oft fram saman og þarf því oft að meðhöndla hvort tveggja.

Líkt og áður segir er margt á huldu hvað varðar orsök og tilurð þessa sjúkdóms. Hann virðist vera algengari hjá ljóshærðu fólki og er rauðhærðum einstaklingum sérstaklega hætt við að fá hvarmabólgu. Líklega kemur ofnæmi við sögu í tilurð sjúkdómsins á einhverju stigi, sennilega gegn bakteríum sem við erum öll með á hvörmum okkar.

Sum lyf geta stuðlað að hvarmabólgu, svo sem sum krabbameinslyf og húðþrymlalyfið Roaccutane. Hvarmabólga er einnig afar algengur fylgikvilli ýmissa húðsjúkdóma, svo sem flösuexems (Seborrhoic dermatitis) og rósaroða (Rosacea). Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á fylgni hvarmabólgu við Downs-heilkenni.

Meðferð hvarmabólgu er oftast ekki flókin en hún krefst töluverðrar natni og reglusemi. Lengi vel var einungis til svokölluð þvottapokameðferð sem fólst í að meðhöndla augu með heitum bökstrum. Með tilkomu augnheilbrigðisvara er meðferðin orðin mildari fyrir augun og húðina í kring en sterkari á bakteríurnar. Þessar vörur eru dauðhreinsaðar (e. sterile) í formi gels í túpu, froðu og blautklúta, vörur sem ættu að létta fólki með hvarmabólgu lífið.

Flestar gerðir hvarmabólgu eru ekki vegna sýkingar og eru því jafnan ekki smitandi. Gagnslítið er að bera sýklalyf á hvarmana, þar sem bakteríur þessar eru alls staðar í umhverfi okkar og setjast aftur á hvarmana þegar notkun sýklalyfsins lýkur. Auk annarrar meðferðar er mælt með því að taka lýsi eða Omega-3 fitusýruperlur.

Einstaka sinnum þarf að beita öðrum meðferðarmöguleikum, svo sem sýklalyfjum og fleiru en í flestum tilvikum nægja augnheilbrigðisvörurnar, gelið, froðan og/eða klútarnir. Þvottur hvarma er líka mikilvægur.

Mynd:


Þetta svar er fengið ef vef Sjónlags og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur verið lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Hvað er krónísk hvarmabólga og hvað gerir maður til að losna við hana?

Höfundur

Útgáfudagur

30.7.2014

Spyrjandi

Kristín Jónsdóttir, Unnar Baldvinsson

Tilvísun

Sjónlag. „Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7588.

Sjónlag. (2014, 30. júlí). Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7588

Sjónlag. „Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7588>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?
Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks.

Hvarmabólga er yfirleitt fremur góðkynja sjúkdómur en getur þó í undantekningartilfellum valdið augnskaða og jafnvel varanlegu sjóntapi. Í þeim tilvikum verður erting frá hvörmum svo mikil á auganu að slímhimna augans vex inn á hornhimnu eða að hornhimna augans þynnist og skemmist.

Um ástæður sjúkdómsins er lítið vitað en talið er að um sé að ræða ofnæmi fyrir bakteríum sem við erum öll með á hvörmunum. Ofnæmið veldur langvinnri bólgu í hvörmum, með roða og þrota sem truflar oft starfsemi fitukirtla í hvörmunum. Fitukirtlar þessir búa til fitu sem myndar brák ofan á tárunum, þannig að þau haldist á augunum og smyrji þau nægilega. Ef gæði þessarar fitubrákar eru ekki nægilega mikil gufar meira upp af tárum og þau renna niður. Því eru þurr augu oft fylgifiskur hvarmabólgu.

Helstu einkenni hvarmabólgu eru sviði í augum, óskýr sjón, pirringur eins og aðskotahlutur sé í auga, kláði, roði, óþægindi í augum og bjúgur á hvörmum.

Hvarmabólga getur einnig valdið augnloksþrymlum (e. chalazion) sem í börnum kemur oft fram sem vogrís (e. stye). Hvort tveggja eru stíflaðir fitukirtlar sem blása út og valda oft miklum óþægindum.

Helstu einkenni hvarmabólgu eru
  • sviði, “súrnar í augum”
  • óskýr sjón
  • aðskotahlutstilfinning, pirringur
  • smákláði
  • roði í hvörmum og augum
  • óþægindi í augum eftir tölvuvinnu, lestur eða eftir að horft er á sjónvarp
  • bjúgur á hvörmum

Oft er erfitt að greina á milli einkenna hvarmabólgu og þurra augna. Þó má segja að sviði sé meira áberandi í hvarmabólgu en aðskotahlutstilfinning í augum meira áberandi í þurrum augum. Rétt er að leggja áherslu á að þurr augu og hvarmabólga koma oft fram saman og þarf því oft að meðhöndla hvort tveggja.

Líkt og áður segir er margt á huldu hvað varðar orsök og tilurð þessa sjúkdóms. Hann virðist vera algengari hjá ljóshærðu fólki og er rauðhærðum einstaklingum sérstaklega hætt við að fá hvarmabólgu. Líklega kemur ofnæmi við sögu í tilurð sjúkdómsins á einhverju stigi, sennilega gegn bakteríum sem við erum öll með á hvörmum okkar.

Sum lyf geta stuðlað að hvarmabólgu, svo sem sum krabbameinslyf og húðþrymlalyfið Roaccutane. Hvarmabólga er einnig afar algengur fylgikvilli ýmissa húðsjúkdóma, svo sem flösuexems (Seborrhoic dermatitis) og rósaroða (Rosacea). Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á fylgni hvarmabólgu við Downs-heilkenni.

Meðferð hvarmabólgu er oftast ekki flókin en hún krefst töluverðrar natni og reglusemi. Lengi vel var einungis til svokölluð þvottapokameðferð sem fólst í að meðhöndla augu með heitum bökstrum. Með tilkomu augnheilbrigðisvara er meðferðin orðin mildari fyrir augun og húðina í kring en sterkari á bakteríurnar. Þessar vörur eru dauðhreinsaðar (e. sterile) í formi gels í túpu, froðu og blautklúta, vörur sem ættu að létta fólki með hvarmabólgu lífið.

Flestar gerðir hvarmabólgu eru ekki vegna sýkingar og eru því jafnan ekki smitandi. Gagnslítið er að bera sýklalyf á hvarmana, þar sem bakteríur þessar eru alls staðar í umhverfi okkar og setjast aftur á hvarmana þegar notkun sýklalyfsins lýkur. Auk annarrar meðferðar er mælt með því að taka lýsi eða Omega-3 fitusýruperlur.

Einstaka sinnum þarf að beita öðrum meðferðarmöguleikum, svo sem sýklalyfjum og fleiru en í flestum tilvikum nægja augnheilbrigðisvörurnar, gelið, froðan og/eða klútarnir. Þvottur hvarma er líka mikilvægur.

Mynd:


Þetta svar er fengið ef vef Sjónlags og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur verið lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Hvað er krónísk hvarmabólga og hvað gerir maður til að losna við hana?...