Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Til hvers eru tárin?

EDS

Við hugsum kannski aðallega um tár í tengslum við grát en tár koma við sögu á hverju augnabliki í orðsins fyllstu merkingu eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær? Þar segir meðal annars:
Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. Þeir eru álíka stórir og mandla og liggja göng frá þeim sem flytja tár að yfirborði efri augnloka. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna og berast síðan í átt að augnkrókum. Þar eru tvenn göng sem taka við tárunum og flytja í nefgöngin.

Tár eru vatnslausn sem inniheldur sölt, svolítið slím og sýkladrepandi efni nefnt lýsózým. Tárin hreinsa, smyrja og halda augum rökum og koma þar með í veg fyrir að þau þorni þó að þau séu í snertingu við þurrt andrúmsloftið.

Tárin eru því afar mikilvæg fyrir augun og það vita þeir best sem þjást af augnþurrki. Þetta hlutverk tára er ekki bundið við manninn einan því flest landspendýr hafa svipað kerfi til þess að halda augum sínum rökum.



En svo eru það tárin sem streyma þegar fólk grætur eða er í miklu tilfinningalegu uppnámi. Þar er maðurinn líklega í nokkurri sérstöðu því eftir því sem best er vitað er hann eina spendýrið sem fellir tár við tilfinningalegt áreiti.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að efnasamsetning tára sem falla við grát er ekki alveg sú sama og þeirra tára sem halda augunum rökum í dagsins önn. Svo virðist sem með tárunum sem fylgja gráti sé líkaminn að losa sig streituvaldandi efni og þannig losni um spennu. En einnig hefur verið bent á að tárin séu leið til þess að hafa samskipti og tjá tilfinningar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Anna Rósa Arnarsdóttir, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Til hvers eru tárin?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7287.

EDS. (2008, 1. apríl). Til hvers eru tárin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7287

EDS. „Til hvers eru tárin?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7287>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Til hvers eru tárin?
Við hugsum kannski aðallega um tár í tengslum við grát en tár koma við sögu á hverju augnabliki í orðsins fyllstu merkingu eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær? Þar segir meðal annars:

Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. Þeir eru álíka stórir og mandla og liggja göng frá þeim sem flytja tár að yfirborði efri augnloka. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna og berast síðan í átt að augnkrókum. Þar eru tvenn göng sem taka við tárunum og flytja í nefgöngin.

Tár eru vatnslausn sem inniheldur sölt, svolítið slím og sýkladrepandi efni nefnt lýsózým. Tárin hreinsa, smyrja og halda augum rökum og koma þar með í veg fyrir að þau þorni þó að þau séu í snertingu við þurrt andrúmsloftið.

Tárin eru því afar mikilvæg fyrir augun og það vita þeir best sem þjást af augnþurrki. Þetta hlutverk tára er ekki bundið við manninn einan því flest landspendýr hafa svipað kerfi til þess að halda augum sínum rökum.



En svo eru það tárin sem streyma þegar fólk grætur eða er í miklu tilfinningalegu uppnámi. Þar er maðurinn líklega í nokkurri sérstöðu því eftir því sem best er vitað er hann eina spendýrið sem fellir tár við tilfinningalegt áreiti.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að efnasamsetning tára sem falla við grát er ekki alveg sú sama og þeirra tára sem halda augunum rökum í dagsins önn. Svo virðist sem með tárunum sem fylgja gráti sé líkaminn að losa sig streituvaldandi efni og þannig losni um spennu. En einnig hefur verið bent á að tárin séu leið til þess að hafa samskipti og tjá tilfinningar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....