Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg saltkorn í einu tári?

Már Björgvinsson

Af þeim söltum sem uppleyst eru í vökvum líkamans er lang mest af matarsalti eða natrínklóríði (NaCl). Að jafnaði eru rúmlega 6 millígrömm (mg) af NaCl uppleyst í hverjum millilítra (ml) af tárvökva, þannig að styrkurinn er 6 mg/ml. Nú eru um það bil 20 dropar í hverjum millilítra af vatni og því eru um 0,3 mg af salti í hverju tári. Kristallar borðsalts eru flestir teningslaga, um 0,3 til 0,5 millimetrar (mm) á kant. Massi teningslaga NaCl-korns með 0,4 mm langa kanta er rúmlega 0,1 mg. Við sjáum því að um tvö til þrjú saltkorn eru í hverju tári.

Ekki skal taka þennan fjölda of bókstaflega þar sem sumar stærðirnar í útreikningunum eru mjög breytilegar. Til dæmis eru kantar saltkornanna mislangir og mörg korn eru ekki teningslaga. Annar óvissuvaldur felst í fjölda tára í hverjum millilítra. Í tárvökva eru prótín sem gegna því hlutverki að lækka yfirborðsspennu vökvans, en það tryggir að augað sé vel vætt að utan. Vegna lægri yfirborðsspennu þá verða dropar tárvökvans smærri og því þarf fleiri dropa til að ná sama magni af salti. Að lokum er rétt að minnast á að fleiri sölt en NaCl er í tárvökva, eins og til dæmis kalínklóríð, KCl, og matarsódi eða natrínbíkarbónat, NaHCO3. Eins og minnst var á í upphafi þá er styrkur þessara salta mun lægri en styrkur matarsalts, NaCl.

Til gamans má geta þess að höfundi datt í hug í upphafi að afla sér tárvökva sem dygði til að gera sjálfstæðar mælingar á saltstyrk í tárum. Til þess hefði hann þurft 10 ml svo að það er ekki auðvelt ná í svo mikið af tárum! [Athugasemd ritstjóra].

Höfundur

efnafræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

14.4.2000

Spyrjandi

Sólveig Björg Halldórsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Már Björgvinsson. „Hvað eru mörg saltkorn í einu tári?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=340.

Már Björgvinsson. (2000, 14. apríl). Hvað eru mörg saltkorn í einu tári? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=340

Már Björgvinsson. „Hvað eru mörg saltkorn í einu tári?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=340>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg saltkorn í einu tári?
Af þeim söltum sem uppleyst eru í vökvum líkamans er lang mest af matarsalti eða natrínklóríði (NaCl). Að jafnaði eru rúmlega 6 millígrömm (mg) af NaCl uppleyst í hverjum millilítra (ml) af tárvökva, þannig að styrkurinn er 6 mg/ml. Nú eru um það bil 20 dropar í hverjum millilítra af vatni og því eru um 0,3 mg af salti í hverju tári. Kristallar borðsalts eru flestir teningslaga, um 0,3 til 0,5 millimetrar (mm) á kant. Massi teningslaga NaCl-korns með 0,4 mm langa kanta er rúmlega 0,1 mg. Við sjáum því að um tvö til þrjú saltkorn eru í hverju tári.

Ekki skal taka þennan fjölda of bókstaflega þar sem sumar stærðirnar í útreikningunum eru mjög breytilegar. Til dæmis eru kantar saltkornanna mislangir og mörg korn eru ekki teningslaga. Annar óvissuvaldur felst í fjölda tára í hverjum millilítra. Í tárvökva eru prótín sem gegna því hlutverki að lækka yfirborðsspennu vökvans, en það tryggir að augað sé vel vætt að utan. Vegna lægri yfirborðsspennu þá verða dropar tárvökvans smærri og því þarf fleiri dropa til að ná sama magni af salti. Að lokum er rétt að minnast á að fleiri sölt en NaCl er í tárvökva, eins og til dæmis kalínklóríð, KCl, og matarsódi eða natrínbíkarbónat, NaHCO3. Eins og minnst var á í upphafi þá er styrkur þessara salta mun lægri en styrkur matarsalts, NaCl.

Til gamans má geta þess að höfundi datt í hug í upphafi að afla sér tárvökva sem dygði til að gera sjálfstæðar mælingar á saltstyrk í tárum. Til þess hefði hann þurft 10 ml svo að það er ekki auðvelt ná í svo mikið af tárum! [Athugasemd ritstjóra]....