
Efnabygging 2,4,6-trínítrótolúen, betur þekkt sem sprengiefnið TNT.
2 C7H5N3O6 (s) ⟶ 3 N2 (g) + 5 H2O (g) + 7 CO (g) + 7 C (s)[1]Við sprenginguna gerist aðallega þrennt:
- Mikil orka losnar úr læðingi því myndefnin eru mun stöðugri en hvarfefnin; efnahvarfið er sem sagt útvermið.
- Orkan losnar hratt.
- Fyrir hverjar tvær TNT-sameindir á föstu formi myndast 15 sameindir af gasi og taka gastegundirnar um 1.300 sinnum meira rúmmál en fast form efnisins.

Upphaflega var TNT notað sem gult litarefni en sprengieiginleikar þess uppgötvuðust ekki fyrr en um 1890.
- ^ Í efnajöfnunni stendur s fyrir fast efni (e. solid) og g fyrir gas.
- TNT - Wikipedia.
- Technical Fact Sheet – 2,4,6-Trinitrotoluene (TNT) - EPA.
- Trinitrotoluene.svg - Wikimedia Commons. (Sótt 24.3.2022).
- Trinitrotoluen.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 24.3.2022).