Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Til hvers er umskurður?

Ragnheiður Eiríksdóttir

Innskot ritstjórnar:

Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus.


Forhúðin

Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir hann linan og nær fram á eða alveg yfir reðurhúfuna þegar limur er í lágstöðu. Hjá ungbörnum ver hún viðkvæma reðurhúfuna fyrir þvagi, hægðum og núningi og alla ævina á hún þátt í að halda húð reðurhúfunnar mjúkri og verja hana hnjaski. Sérhæfðir taugaendar í forhúðinni auka á kynnautn og haftið (frenulum) sem liggur frá forhúðinni og festist á reðurhúfuna í grennd við þvagrásaropið er sérstaklega næmt fyrir örvun. Þegar limur rís og stækkar sér forhúðin til þess að skinnið strekkist ekki um of. Svo nuddast hún við reðurhúfuna í samförum eða við sjálfsfróun og spilar stórt hlutverk í kynsvörun karlmanna.

Umskurður

Umskurður kallast sú aðgerð þegar forhúðin er skorin af limnum með beittum hníf, venjulega á fyrstu dögunum eftir fæðingu sveinbarnsins. Þetta er oftast gert án mikillar deyfingar og yfirleitt tekur um viku til tíu daga að jafna sig, svo sem að losna við verki. Batinn getur þó tekið mun lengri tíma ef drengurinn fær blæðingu eða sýkingu í kjölfar aðgerðarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að erfiðleikar við brjóstagjöf og tengslamyndun sem á sér stað milli móður og drengs fyrstu daga og vikur eftir fæðingu eru algengari þegar umskurður er framkvæmdur.


Umskorinn getnaðarlimur (til vinstri) og óumskorinn (til hægri).

Sögusagnir um umskorna menn

Það heyrist oft sagt að umskornir menn séu betri elskhugar en aðrir menn. Þegar forhúðin er fokin burt hefur reðurhúfan ekki lengur þessa prýðilegu vörn og verður með tímanum ónæmari fyrir snertingu og örvun. Þetta getur leitt til þess að karlmaðurinn sé lengur að fá fullnægingu og kannski telja einhverjir það til bóta. En margir telja gæði kynlífs samt snúast meira um næmi aðila á það hvað ástkonu (eða ástmanni) hans finnst gott og hversu vel tekst til í samspili einstaklinganna sem njóta ásta.

Tilfinningar

Rök foreldra sem ákveða að láta umskera son sinn snúast yfirleitt um trú, hefðir eða tilfinningar, og á vesturhveli eru það langoftast tilfinningarnar sem ráða ferðinni. Til að mynda vill faðirinn oft að sonurinn hafi eins typpi og hann. Á svæðum þar sem umskurður er algengur er einnig hugsanlegt að foreldrarnir hræðist að drengurinn verði fyrir stríðni ef hann er öðruvísi en félagarnir. Trúarbrögð eru algeng ástæða fyrir umskurði. Á 18. öld var umskurður innleiddur í enskumælandi löndum í forvarnarskyni gegn sjálfsfróun, en þá töldu margir að hún ylli alls konar hættulegum sjúkdómum. Þetta er að sjálfsögðu alrangt, eins og lesa má um í svari Sóleyjar S. Bender við spurningunni Er sjálfsfróun hættuleg?

Hversu algengur er umskurður?

Í Bandaríkjunum er umskurður ennþá framkvæmdur á um 60% sveinbarna. Þetta þýðir að á hverjum degi eru 3300 sveinbörn umskorin þar í landi. Á Íslandi er fyrirbærið sjaldgæft nema þegar um raunverulegan heilsufarslegan ávinning af aðgerðinni er að ræða og í öðrum Evrópulöndum og Kanada er fyrirbærið á miklu undanhaldi.

Í vissum tilfellum getur verið nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúðin er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það er annað mál en að fjarlægja fullkomlega eðlilegan vef sem hefur að auki mýmörg hlutverk í kynfæra- og kynlífsheilbrigði, og það af bjargarlausum börnum sem hafa ekkert um málið að segja.

Textinn er birtur, styttur og lítillega breyttur, með góðfúslegu leyfi Doktor.is.

Mynd: Circumcision. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.

Höfundur

hjúkrunarfræðingur

Útgáfudagur

21.9.2005

Spyrjandi

Helga Margrét Hreiðarsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Ragnheiður Eiríksdóttir. „Til hvers er umskurður?“ Vísindavefurinn, 21. september 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5280.

Ragnheiður Eiríksdóttir. (2005, 21. september). Til hvers er umskurður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5280

Ragnheiður Eiríksdóttir. „Til hvers er umskurður?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5280>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Til hvers er umskurður?
Innskot ritstjórnar:

Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus.


Forhúðin

Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir hann linan og nær fram á eða alveg yfir reðurhúfuna þegar limur er í lágstöðu. Hjá ungbörnum ver hún viðkvæma reðurhúfuna fyrir þvagi, hægðum og núningi og alla ævina á hún þátt í að halda húð reðurhúfunnar mjúkri og verja hana hnjaski. Sérhæfðir taugaendar í forhúðinni auka á kynnautn og haftið (frenulum) sem liggur frá forhúðinni og festist á reðurhúfuna í grennd við þvagrásaropið er sérstaklega næmt fyrir örvun. Þegar limur rís og stækkar sér forhúðin til þess að skinnið strekkist ekki um of. Svo nuddast hún við reðurhúfuna í samförum eða við sjálfsfróun og spilar stórt hlutverk í kynsvörun karlmanna.

Umskurður

Umskurður kallast sú aðgerð þegar forhúðin er skorin af limnum með beittum hníf, venjulega á fyrstu dögunum eftir fæðingu sveinbarnsins. Þetta er oftast gert án mikillar deyfingar og yfirleitt tekur um viku til tíu daga að jafna sig, svo sem að losna við verki. Batinn getur þó tekið mun lengri tíma ef drengurinn fær blæðingu eða sýkingu í kjölfar aðgerðarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að erfiðleikar við brjóstagjöf og tengslamyndun sem á sér stað milli móður og drengs fyrstu daga og vikur eftir fæðingu eru algengari þegar umskurður er framkvæmdur.


Umskorinn getnaðarlimur (til vinstri) og óumskorinn (til hægri).

Sögusagnir um umskorna menn

Það heyrist oft sagt að umskornir menn séu betri elskhugar en aðrir menn. Þegar forhúðin er fokin burt hefur reðurhúfan ekki lengur þessa prýðilegu vörn og verður með tímanum ónæmari fyrir snertingu og örvun. Þetta getur leitt til þess að karlmaðurinn sé lengur að fá fullnægingu og kannski telja einhverjir það til bóta. En margir telja gæði kynlífs samt snúast meira um næmi aðila á það hvað ástkonu (eða ástmanni) hans finnst gott og hversu vel tekst til í samspili einstaklinganna sem njóta ásta.

Tilfinningar

Rök foreldra sem ákveða að láta umskera son sinn snúast yfirleitt um trú, hefðir eða tilfinningar, og á vesturhveli eru það langoftast tilfinningarnar sem ráða ferðinni. Til að mynda vill faðirinn oft að sonurinn hafi eins typpi og hann. Á svæðum þar sem umskurður er algengur er einnig hugsanlegt að foreldrarnir hræðist að drengurinn verði fyrir stríðni ef hann er öðruvísi en félagarnir. Trúarbrögð eru algeng ástæða fyrir umskurði. Á 18. öld var umskurður innleiddur í enskumælandi löndum í forvarnarskyni gegn sjálfsfróun, en þá töldu margir að hún ylli alls konar hættulegum sjúkdómum. Þetta er að sjálfsögðu alrangt, eins og lesa má um í svari Sóleyjar S. Bender við spurningunni Er sjálfsfróun hættuleg?

Hversu algengur er umskurður?

Í Bandaríkjunum er umskurður ennþá framkvæmdur á um 60% sveinbarna. Þetta þýðir að á hverjum degi eru 3300 sveinbörn umskorin þar í landi. Á Íslandi er fyrirbærið sjaldgæft nema þegar um raunverulegan heilsufarslegan ávinning af aðgerðinni er að ræða og í öðrum Evrópulöndum og Kanada er fyrirbærið á miklu undanhaldi.

Í vissum tilfellum getur verið nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúðin er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það er annað mál en að fjarlægja fullkomlega eðlilegan vef sem hefur að auki mýmörg hlutverk í kynfæra- og kynlífsheilbrigði, og það af bjargarlausum börnum sem hafa ekkert um málið að segja.

Textinn er birtur, styttur og lítillega breyttur, með góðfúslegu leyfi Doktor.is.

Mynd: Circumcision. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin....