Veltum nú aðeins fyrir okkur áhrifum þess að rúmmál vatns er í lágmarki við 4°C. Þegar tjarnir kólna vegna kólnandi lofts verður kælingin mest við yfirborðið. Meðan eðlismassi vatnsins eykst við kólnunina sekkur kælda yfirborðsvatnið til botns svo að kælingin verður í reynd jöfn eða svipuð út í gegn frá yfirborði til botns í tjörninni. Þegar hitastig vatnsyfirborðsins fer hins vegar undir 4°C hættir eðlismassi þess að aukast og fer að minnka í staðinn. Kalda vatnið hættir þá að sökkva til botns en flýtur ofan á heitara vatninu, nema þá að vatnið væri á mikilli hreyfingu. Þetta gerir það að verkum að vatnið frýs fyrst við yfirborðið og nær að einangra heitara vatnið frá frekari kólnun. Án þessara áhrifa mundu öll vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið. Hver er svo skýringin á þessari hegðun vatnsins? Eins og fram hefur komið áður á Vísindavefnum (svar við Eru engin tvö snjókorn eins?) raðast vatnsameindir í sexhyrninga þegar þær frjósa. Einfalda skýringarmynd af þessu má finna á slóðinni http://www.geog.ouc.bc.ca/physgeog/contents/8a.html. Hér á undan var sagt frá því að vatnssameindirnar hægðu á sér þegar vatnið kólnar. Þær eiga því ekki eins auðvelt með að slíta sig hver frá annarri og tíminn sem þær loða hver við aðra lengist. Við 4°C er pökkunin best og rúmmálið í lágmarki en við enn lægra hitastig byrja sameindirnar að raða sér upp í sexhyrninga á svipaðan hátt og í ískristalli. Við það að mynda sexhyrninga verður til mikið autt rúmmál inni í miðju þeirra og ísinn hefur því meira rúmmál en vatnið eða sem svarar tæpum 10%. Frá 4°C og niður í frostmark eru þessir sexhyrningar mjög skammlífir og eru til í aðeins brot af sekúndu. Við frostmark er samt svo komið að hraði sameindanna er orðinn of lítill til að þær geti losað sig frá nálægum sameindum og þær sitja því fastar og geta ekki lengur ferðast um - kristallur hefur myndast. Sameindirnar hafa þó enn hreyfiorku sem kemur fram sem titringur þeirra í kristallinum. Ef frostið eykst hægir á þessum titringi og þannig lækkar orka þeirra. Frekara lesefni af Vísindavefnum:
Veltum nú aðeins fyrir okkur áhrifum þess að rúmmál vatns er í lágmarki við 4°C. Þegar tjarnir kólna vegna kólnandi lofts verður kælingin mest við yfirborðið. Meðan eðlismassi vatnsins eykst við kólnunina sekkur kælda yfirborðsvatnið til botns svo að kælingin verður í reynd jöfn eða svipuð út í gegn frá yfirborði til botns í tjörninni. Þegar hitastig vatnsyfirborðsins fer hins vegar undir 4°C hættir eðlismassi þess að aukast og fer að minnka í staðinn. Kalda vatnið hættir þá að sökkva til botns en flýtur ofan á heitara vatninu, nema þá að vatnið væri á mikilli hreyfingu. Þetta gerir það að verkum að vatnið frýs fyrst við yfirborðið og nær að einangra heitara vatnið frá frekari kólnun. Án þessara áhrifa mundu öll vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið. Hver er svo skýringin á þessari hegðun vatnsins? Eins og fram hefur komið áður á Vísindavefnum (svar við Eru engin tvö snjókorn eins?) raðast vatnsameindir í sexhyrninga þegar þær frjósa. Einfalda skýringarmynd af þessu má finna á slóðinni http://www.geog.ouc.bc.ca/physgeog/contents/8a.html. Hér á undan var sagt frá því að vatnssameindirnar hægðu á sér þegar vatnið kólnar. Þær eiga því ekki eins auðvelt með að slíta sig hver frá annarri og tíminn sem þær loða hver við aðra lengist. Við 4°C er pökkunin best og rúmmálið í lágmarki en við enn lægra hitastig byrja sameindirnar að raða sér upp í sexhyrninga á svipaðan hátt og í ískristalli. Við það að mynda sexhyrninga verður til mikið autt rúmmál inni í miðju þeirra og ísinn hefur því meira rúmmál en vatnið eða sem svarar tæpum 10%. Frá 4°C og niður í frostmark eru þessir sexhyrningar mjög skammlífir og eru til í aðeins brot af sekúndu. Við frostmark er samt svo komið að hraði sameindanna er orðinn of lítill til að þær geti losað sig frá nálægum sameindum og þær sitja því fastar og geta ekki lengur ferðast um - kristallur hefur myndast. Sameindirnar hafa þó enn hreyfiorku sem kemur fram sem titringur þeirra í kristallinum. Ef frostið eykst hægir á þessum titringi og þannig lækkar orka þeirra. Frekara lesefni af Vísindavefnum: