Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 351 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er samlífi, gistilífi, samhjálp og sníkjulíf dýra?

Nauðsynlegt er að fjalla fyrst um hugtakið samlífi (symbiosis) sem komið er af gríska orðinu symbioun 'að lifa saman'. Undir það heyra síðan nokkur önnur hugtök sem lýsa nánar eðli samlífisins. Þau hugtök eru gistilífi (commensalism), samhjálp (mutualism) og sníkjulífi (parasitism). Samlífi þar sem önnur lífver...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Úr hverju er köngulóarvefur? Væri hægt að framleiða hann?

Köngulóarvefur er geysilega sterkur. Sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að segja að efnið í vefnum sé nógu sterkt til að köngulóarvefur sem er svipaður að ummáli og pensill gæti stöðvað Boeing 747 þotu á flugi! Uppistaðan í köngulóarvefnum er fjölliða prótín sem nefnist fibróín (e. fibroin). Þræðirnir sem kö...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?

Jurtir hafa verið notaðar frá örófi alda í bæði í hefðbundinni og óhefðbundinni lyfja- og læknisfræði. Innihaldsefni plantna eru breytileg í mismunandi plöntulíffærum (til dæmis rót, fræ, blöð og börkur) og einnig eftir vaxtarstað, uppskerutíma, meðhöndlun eftir uppskeru og vinnsluaðferð. Á síðustu áratugum hef...

category-iconHugvísindi

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?

Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?

Sætuhnúðar eða sætukartöflur, Ipomea batatas, eru ættaðar frá Mið- og Suður-Ameríku og þurfa hærri lofthita og lengri vaxtartíma en boðið er upp á hér á norðurhjara. Hugsanlega ætti samt að geta gengið að rækta sætuhnúða hér á landi í upphituðum gróðurhúsum. Kjörhitastig þeirra er einhvers staðar á bilinu 18-28°C ...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru til einhverjar plöntur á Íslandi sem éta kjöt?

Plöntur sem 'éta kjöt' stunda svokallað ránlífi, það er veiða sér dýr til matar. Með því fá þær mest af næringarefnum úr vefjum dýra. Það eru aðallega skordýr eða aðrar tegundir liðfætla (Arthropoda) sem finnast á matseðli slíkra plantna. Þessar plöntur mætti nefna ránplöntur. Þær hafa aðlagast aðstæðum í nærin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?

Fæðukeðja (e. food chain) sýnir ferðalag orkunnar um lífríkið, frá einni lífveru til annarrar. Fæðukeðjum lífríkisins má skipta í fjóra hluta Sólin – uppspretta orku lífríkisins. Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun. Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum ...

category-iconNæringarfræði

Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?

Það er ekki vitað til þess kaffi hafi þau áhrif að fólk hætti að stækka. Kaffi er unnið úr ristuðum kaffibaunum sem eru fræ kaffirunna. Þær finnast inni í aldinum sem líkjast kirsuberjum. Kaffirunnar eru af nokkrum tegundum, þeir eru allir sígrænir og smávaxnir og tilheyra ættkvíslinni Coffea. Tvær helstu tegun...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?

Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?

Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...

category-iconHugvísindi

Hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands?

Við erum stödd á vísindavef, og því er nauðsynlegt að byrja á að svara því að vísindalega verður spurningunni ekki svarað beint með ákveðnu ártali. Það er megineinkenni vísinda að svör þeirra eiga að vera efnislega hin sömu hver sem spyr og hver sem svarar. En orðið „merkilegur“ hefur ekki merkingu sem gefur tilef...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?

Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaði...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær voru fyrstu lögin sett?

Fljótlega eftir að menn fóru að búa saman í samfélögum hafa fyrstu reglurnar tekið að mótast. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þetta gerðist enda voru fyrstu reglurnar eflaust sjálfsprottnar og óformlegar. Eftir því sem samfélögin stækkuðu og urðu flóknari jókst þörfin fyrir skýrari reglur sem yrði fylg...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Getið þið sagt mér eitthvað um Helga magra?

Í 2. kafla Íslendingabókar Ara fróða eru taldir upp fjórir landnámsmenn, einn í hverjum landsfjórðungi. Þeir eru Hrollaugur Rögnvaldsson, sagður hafa numið land austur á Síðu og verið ættfaðir Síðumanna, Ketilbjörn Ketilsson á Mosfelli í Grímsnesi, ættfaðir Mosfellinga, Auður Ketilsdóttir djúpúðga, ættmóðir Breiðf...

Fleiri niðurstöður