Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða það hvernig hrökkálar mynda rafstuð.

Umbreyting tröllanna er þess vegna mannanna verk og einfaldasta svarið við spurningunni er þetta: Tröll verða að steini þegar sólin skín á þau af því að þannig segja menn sögur af tröllum!

Að vísu er rétt að geta þess að ekki verða öll tröll að steini ef þau komast í tæri við sólarljós heldur á það fyrst og fremst við um svonefnd nátttröll.


Það getur verið ágætis skemmtun að koma auga á form í náttúrunni sem líkjast tröllum, eins og við ímyndum okkur að þau líti út.

En svo má auðvitað spyrja af hverju tröll verða endilega að steini, af hverju breytast þau ekki í vatn, gorkúlur, banjó, færiband eða eitthvað allt annað? Og alveg eins má spyrja af hverju verður ummyndunin við sólarljós en ekki við tunglskin, þegar það rignir, í sunnanstrekkingi eða við eitthvað allt annað?

Til þess að svara þessum spurningum er rétt að hafa í huga hvernig menn búa íslensk tröll til.

Í svari Ólínu Þorvarðadóttur við spurningunni Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? kemur meðal annars þetta fram:
Lengst af hefur íslenska orðið tröll þó ævinlega verið notað um einhvers konar bergbúa eða vættir í mannsmynd. Fram kemur í þjóðsögum að tröll eru stórvaxnar verur sem búa í hellum og gljúfrum. Þau eru ólík jötnakyni goðsagnanna að því leyti að jötnarnir búa vel og ríkmannlega, eiga góð húsakynni og berast á, eins og lesa má um í Þrymskviðu og víðar.

Af þessu sést að það er ekki fjarri lagi að láta tröll verða að steini, enda eru þau bergbúar. Ef tröllin yrðu að banjói, færibandi eða einhverju öðru sem tengist þeim ekki neitt, væri verið að fara á skjön við skáldskaparlega rökvísi. Slík saga mundi frekar sverja sig í ætt við súrrealisma en íslenska þjóðsagnahefð. Súrrealismi snerist meðal annars um að tefla saman einhverju sem virtist fullkomlega óskylt og storka þannig vanabundinni skynjun.

Það felst einnig rökvísi í því að láta tröllin verða að steini þegar sólin kemur upp. Andstæða sólarljóss og dagsbirtu er nóttin og myrkrið, en þá fara kynjaverur einmitt á kreik. Þegar hin upplýsta og bjarta veröld tekur aftur völdin er "eðlilegt" að myrkaöflin láti undan síga. Þá verða nátttröllin beinlínis steinrunnin.

Umbreyting (e. metamorphosis) er eins konar afbrigði af myndhverfingu (e. metaphor) en með því hugtaki er átt við að merking orða færist af einu sviði yfir á annað. Ummyndun tröllanna verður til þess að þau hætta að vera tröll en verða að grjóti í staðinn. Það getur verið ágætis skemmtun að koma auga á tröll þegar menn eru á gönguferðum og eins og getur verið gaman að sjá andlit í skýjafari.

Eitt þekktasta verk bókmenntasögunnar sem fjallar um ummyndanir er verkið Umbreytingar (lat. Metamorphoses) eftir rómverska silfurskáldið Óvíd (43 f.Kr. - 17 e.Kr.). Frægasta 20. aldar verkið er hins vegar Umskiptin (þ. Die Verwandlung) eftir Franz Kafka (1883-1924) en þar breytist maður í bjöllu.

Frekara lesefni um tröll á Vísindvefnum:

Hægt er að lesa þjóðsögur um nátttröll á vef Snerpu:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.12.2008

Spyrjandi

Arnrún Einarsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49566.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 10. desember). Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49566

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49566>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?
Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða það hvernig hrökkálar mynda rafstuð.

Umbreyting tröllanna er þess vegna mannanna verk og einfaldasta svarið við spurningunni er þetta: Tröll verða að steini þegar sólin skín á þau af því að þannig segja menn sögur af tröllum!

Að vísu er rétt að geta þess að ekki verða öll tröll að steini ef þau komast í tæri við sólarljós heldur á það fyrst og fremst við um svonefnd nátttröll.


Það getur verið ágætis skemmtun að koma auga á form í náttúrunni sem líkjast tröllum, eins og við ímyndum okkur að þau líti út.

En svo má auðvitað spyrja af hverju tröll verða endilega að steini, af hverju breytast þau ekki í vatn, gorkúlur, banjó, færiband eða eitthvað allt annað? Og alveg eins má spyrja af hverju verður ummyndunin við sólarljós en ekki við tunglskin, þegar það rignir, í sunnanstrekkingi eða við eitthvað allt annað?

Til þess að svara þessum spurningum er rétt að hafa í huga hvernig menn búa íslensk tröll til.

Í svari Ólínu Þorvarðadóttur við spurningunni Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? kemur meðal annars þetta fram:
Lengst af hefur íslenska orðið tröll þó ævinlega verið notað um einhvers konar bergbúa eða vættir í mannsmynd. Fram kemur í þjóðsögum að tröll eru stórvaxnar verur sem búa í hellum og gljúfrum. Þau eru ólík jötnakyni goðsagnanna að því leyti að jötnarnir búa vel og ríkmannlega, eiga góð húsakynni og berast á, eins og lesa má um í Þrymskviðu og víðar.

Af þessu sést að það er ekki fjarri lagi að láta tröll verða að steini, enda eru þau bergbúar. Ef tröllin yrðu að banjói, færibandi eða einhverju öðru sem tengist þeim ekki neitt, væri verið að fara á skjön við skáldskaparlega rökvísi. Slík saga mundi frekar sverja sig í ætt við súrrealisma en íslenska þjóðsagnahefð. Súrrealismi snerist meðal annars um að tefla saman einhverju sem virtist fullkomlega óskylt og storka þannig vanabundinni skynjun.

Það felst einnig rökvísi í því að láta tröllin verða að steini þegar sólin kemur upp. Andstæða sólarljóss og dagsbirtu er nóttin og myrkrið, en þá fara kynjaverur einmitt á kreik. Þegar hin upplýsta og bjarta veröld tekur aftur völdin er "eðlilegt" að myrkaöflin láti undan síga. Þá verða nátttröllin beinlínis steinrunnin.

Umbreyting (e. metamorphosis) er eins konar afbrigði af myndhverfingu (e. metaphor) en með því hugtaki er átt við að merking orða færist af einu sviði yfir á annað. Ummyndun tröllanna verður til þess að þau hætta að vera tröll en verða að grjóti í staðinn. Það getur verið ágætis skemmtun að koma auga á tröll þegar menn eru á gönguferðum og eins og getur verið gaman að sjá andlit í skýjafari.

Eitt þekktasta verk bókmenntasögunnar sem fjallar um ummyndanir er verkið Umbreytingar (lat. Metamorphoses) eftir rómverska silfurskáldið Óvíd (43 f.Kr. - 17 e.Kr.). Frægasta 20. aldar verkið er hins vegar Umskiptin (þ. Die Verwandlung) eftir Franz Kafka (1883-1924) en þar breytist maður í bjöllu.

Frekara lesefni um tröll á Vísindvefnum:

Hægt er að lesa þjóðsögur um nátttröll á vef Snerpu:

Mynd:...