Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?

Árni Björnsson

Vegna orðalagsins í spurningunni skal þess fyrst getið að í íslensku mun orðið vættur upphaflega hafa verið notað í kvenkyni. Þannig er það í fornritum og karlkynsmyndin sést ekki með vissu í rituðu máli fyrr en á 19. öld. Uppruni orðsins er ekki fyllilega ljós. Mynd þess finnst í fornenskum og fornþýskum mállýskum sem wiht og virðist helst merkja fyrirbæri. Í Norðurlandamálum þekkist myndin vette stafsett á ýmsan hátt og táknar oftast yfirnáttúrlega veru. Sama er að segja um íslenska tungu.



Sagan af Búkollu, verk eftir Mugg frá árinu 1914.

Á hinn bóginn eru menn ekki á einu máli um hvaða dularverur skuli teljast til vætta. Sumir vilja skorða það við landvætti, huldufólk, tröll, dverga og sæbúa, sem eigi sér sjálfstæðan uppruna, en síður við drauga eða kynjadýr sem til séu orðin af manna völdum. Spurning er líka hvar eigi að flokka heiðin goð eða fornmenn sem munnmæli eru um að gengið hafi í fjöll eða hóla en eru ekki nefndir í Landnámabók Íslands. Hampa minnst virðist að láta hugtakið ná yfir allar yfirskilvitlegar verur, þeirra á meðal guð almáttugan. Vættir geta verið bæði af hinu góða og illa, það er hollvættir eða óvættir. Oftast þarf lýsingarorð til að greina hvort heldur er. „Þegi þú, rög vættur“ segir Ása-Þór við Loka í Lokasennu. „Allar góðar vættir lýsi veginn þinn“ segir amma við drenginn sinn í dægurtexta.

Hvort dularvættir séu til í alvörunni eða ekki, er ógerningur að svara svo óyggjandi sé. Það fer í rauninni eftir viðhorfi hvers og eins hverju hann vill trúa. Þess má geta að til eru einstaka raunvísindamenn sem segjast trúa því að vættir séu til í venjulegum skilningi.

Reynsla manna sýnir raunar að sannanir sem menn taka gildar um tilvist vætta munu seint koma fram. Vættir eru hins vegar til sem hugmyndir fólks, um það geta allir verið sáttir. Þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um þetta er bent á svar Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Árni Björnsson. Íslenskt vættatal. Rv. 1990, 7-8.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Rv. 1989, 1128.
  • Eddukvæði. Útg. Gísli Sigurðsson. Rv. 1998, 132-133.
  • Helgi Hallgrímsson. Vættir í Landnámabók. Heima er best 1987, 244-247.

Mynd:
  • Björn Th. Björnsson. Muggur: Íslensk myndlist. Rv. 1984.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

12.11.2008

Spyrjandi

Andri Traustason

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8905.

Árni Björnsson. (2008, 12. nóvember). Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8905

Árni Björnsson. „Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8905>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?
Vegna orðalagsins í spurningunni skal þess fyrst getið að í íslensku mun orðið vættur upphaflega hafa verið notað í kvenkyni. Þannig er það í fornritum og karlkynsmyndin sést ekki með vissu í rituðu máli fyrr en á 19. öld. Uppruni orðsins er ekki fyllilega ljós. Mynd þess finnst í fornenskum og fornþýskum mállýskum sem wiht og virðist helst merkja fyrirbæri. Í Norðurlandamálum þekkist myndin vette stafsett á ýmsan hátt og táknar oftast yfirnáttúrlega veru. Sama er að segja um íslenska tungu.



Sagan af Búkollu, verk eftir Mugg frá árinu 1914.

Á hinn bóginn eru menn ekki á einu máli um hvaða dularverur skuli teljast til vætta. Sumir vilja skorða það við landvætti, huldufólk, tröll, dverga og sæbúa, sem eigi sér sjálfstæðan uppruna, en síður við drauga eða kynjadýr sem til séu orðin af manna völdum. Spurning er líka hvar eigi að flokka heiðin goð eða fornmenn sem munnmæli eru um að gengið hafi í fjöll eða hóla en eru ekki nefndir í Landnámabók Íslands. Hampa minnst virðist að láta hugtakið ná yfir allar yfirskilvitlegar verur, þeirra á meðal guð almáttugan. Vættir geta verið bæði af hinu góða og illa, það er hollvættir eða óvættir. Oftast þarf lýsingarorð til að greina hvort heldur er. „Þegi þú, rög vættur“ segir Ása-Þór við Loka í Lokasennu. „Allar góðar vættir lýsi veginn þinn“ segir amma við drenginn sinn í dægurtexta.

Hvort dularvættir séu til í alvörunni eða ekki, er ógerningur að svara svo óyggjandi sé. Það fer í rauninni eftir viðhorfi hvers og eins hverju hann vill trúa. Þess má geta að til eru einstaka raunvísindamenn sem segjast trúa því að vættir séu til í venjulegum skilningi.

Reynsla manna sýnir raunar að sannanir sem menn taka gildar um tilvist vætta munu seint koma fram. Vættir eru hins vegar til sem hugmyndir fólks, um það geta allir verið sáttir. Þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um þetta er bent á svar Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Árni Björnsson. Íslenskt vættatal. Rv. 1990, 7-8.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Rv. 1989, 1128.
  • Eddukvæði. Útg. Gísli Sigurðsson. Rv. 1998, 132-133.
  • Helgi Hallgrímsson. Vættir í Landnámabók. Heima er best 1987, 244-247.

Mynd:
  • Björn Th. Björnsson. Muggur: Íslensk myndlist. Rv. 1984.
...