Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 39 svör fundust
Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?
Vegna orðalagsins í spurningunni skal þess fyrst getið að í íslensku mun orðið vættur upphaflega hafa verið notað í kvenkyni. Þannig er það í fornritum og karlkynsmyndin sést ekki með vissu í rituðu máli fyrr en á 19. öld. Uppruni orðsins er ekki fyllilega ljós. Mynd þess finnst í fornenskum og fornþýskum mállýsku...
Af hverju heitir guð „Guð”?
Orðið guð er náskylt orðinu goð 'guð heiðinna manna' og er eiginlega tvímynd þess orðs orðin til við a-hljóðvarp. Goð er hvorugkyns og var það einnig í fornu máli en orðið guð breytti um kyn og fékk annað hlutverk við kristnitöku. Sama orð er notað í öðrum Norðurlandamálum, í færeysku Gud, í norsku, sænsku, dö...
Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?
Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neik...
Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér hvaðan merking orðsins að vera ginnkeyptur kemur. Hvað þýðir "ginn" í orðinu og hver er uppruni þessa orðs? Fyrri liðurinn ginn- í nokkrum orðum er forliður notaður til áherslu. Að baki liggur sögnin að ginna ‘lokka, tæla, svíkja’ sem í fornu máli hafði e...
Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?
Þegar talað er um Bakkus er átt við áfengi, áfengisdrykkju eða ölvun. Í raun réttri er þetta sérnafn og vísar til grísk-rómversks guðs sem hét Dionysos (DionusoV) á forn-grísku en Bacchus á latínu. Hann var goð jurtagróðurs en einkum og sér í lagi goð vínsins. Goðsagnir Grikkja herma að Dionysos hafi verið son...
Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?
Ef litið er í Íslenska orðabók (2002:142) og flett upp orðinu blót stendur sem fjórða merking ‘bölv, ragn’. Fyrsta merking er ‘guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna)’. Sögnin að blóta merkir annars vegar ‘dýrka (heiðin goð)’ en hins vegar ‘bölva, ragna’. Síðari tíma merkingarnar ‘bölv, ragn; bölva, ragna’ ur...
Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni?
Ulrika Andersson hefur fjallað um gríska guði hér á Vísindavefnum í svari sínu Hver eru kennitákn grísku goðanna? Þar kemur fram að í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Lesendum er bent á að kynna sér svar Ulriku í heild þar sem er að finna frekari fróðleik um einstaka guði o...
Hvað getið þið sagt mér um gríska goðið Libertas?
Libertas er ekki grískt goð, heldur latneskt orð sem þýðir „frelsi“. Stundum var frelsið persónugert í rómverskri goðafræði sem gyðjan Libertas og var hún einkum tengd Júpíter. Hof helguð Libertas voru reist á Aventínusarhæð og Palatínhæð í Róm. Tíberíus Semproníus Gracchus (langafi og alnafni alþýðuforingjans fræ...
Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?
Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...
Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss?
Örnefnið Goðafoss er að minnsta kosti til í 6 ám á landinu:Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í Goðdalsá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal. Í Hofsá í Svarfaða...
Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði?
Utan hins norræna málsvæðis eru einungis varðveitt örfá eddukvæða brot um fornar hetjur. Drjúgur hluti hins norræna efnis fjallar hins vegar um forna germanska guði sem skýrar vísbendingar eru um að hafi verið tignaðir víða um Evrópu á heiðnum tíma. Nútímamaðurinn vissi þó fátt um þessi goð ef ekki væri fyrir ísle...
Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?
Artemis var ein af gyðjum Ólymposfjalls, dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollons. Artemis var gyðja veiða, náttúru og frjósemi og verndari villtra dýra, barna og kvenna við barnsburð. Artemis og Apollon voru bæði goð lækningar, en Artemis gat þó einnig breitt út sjúkdóma eins og holdsveiki og hundaæði. ...
Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?
Nafnorðið læ merkir ‛svik, mein; undirferli’. Það er af svonefndum hvorugkyns wa-stofni en orð í þeim flokki höfðu -v- í þgf. et. og ef. ft. Sem dæmi mætti taka orðið högg, í þgf. et. höggvi og ef. ft. höggva. Þetta -v- er nú fallið brott í beygingunni fyrir áhrif frá öðrum nafnorðum. Í orðinu læ varðveitist...
Hvað er gyðja?
Gyðja er kvenguð, kvenkennd æðri vera sem yfirleitt er fögur og tignaleg. Gyðjur eru til í mörgum trúarbrögðum, sérstaklega fjölgyðistrúarbrögðum eins og norrænni, rómverskri, grískri og egypskri goðafræði. Helstu gyðjur í norrænni goðafræði eru Frigg (gyðja fjölskyldu og heimilis), Nanna (gyðja hafsins), Frey...
Hverjir ástunda vúdú og hvaða hlutir eru notaðir við trúarathafnir?
Vúdú (voodoo, vodou, voudou) er algengasta heitið á trúarbrögðum sem mikill meirihluti íbúa á Haítí aðhyllist að einhverju marki. Hlutfallið er 80-90% samkvæmt sumum heimildum. Haítímenn sem hafa sest að í Norður-Ameríku og afkomendur þeirra ástunda einnig vúdú. Sumir fræðimenn meta það svo að vúdú hafi hnignað á ...