- Sólin – uppspretta orku lífríkisins.
- Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun.
- Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum lífverum. Neytendur geta verið plöntuætur sem éta frumframleiðendur (kallast þá fyrsta stigs neytendur) eða nærst á dýrum og eru þá annars, þriðja eða fjórða stigs neytendur eftir því hvar í keðjunni þeir eru.
- Sundrendur – lokastig keðjunnar, sveppir og bakteríur sem brjóta niður lífverur og skila næringarefnum aftur í umferð sem til dæmis frumframleiðendur geta þá nýtt að nýju.
- Fæðukeðja – sýnir hvernig ein lífvera nærist á annarri (línuleg tengsl)
- Fæðuvefur – samanstendur af mörgum fæðukeðjum í sama vistkerfi
- Fæðupíramídi – sýnir hvernig orkan breytist eftir þrepum í fæðukeðjunni
- Simplified food chain.svg - Wikimedia Commons. (Sótt 19. 1. 2016).
- A simplified food web from an African savannah ecosystem. - Biology Forums Gallery. (Sótt 18. 1. 2016).