Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?

Jón Már Halldórsson

Það er grundvallarmunur á frumbjarga (e. autotroph) og ófrumbjarga (e. heterotroph) lífverum. Frumbjarga lífverur geta sjálfar framleitt þau lífrænu efni sem þær þurfa. Þær þurfa aðeins orku frá sólinni, koltvíildi (CO2) og vatn sem er nauðsynlegt öllum lífverum. Plöntur sem stunda ljóstillífun eru dæmi um frumbjarga lífverur.

Annar hópur frumbjarga lífvera stundar svokallaða efnatillífun. Þetta eru til dæmis bakteríur sem nýta vetnissúlfíð (H2S) eða járnsambönd (Fe) sem orkuuppsprettu. Frumbjarga lífverur eru frumframleiðendur því þær losa orku sem bundin er í lífrænum efnasamböndum og miðla henni þannig áfram eftir fæðukeðjunni.


Svonefnd augnglenna, sem er einfruma svipungur, tilheyrir bæði frumbjarga og ófrumbjarga lífverum

Hinn meginhópur lífvera eru ófrumbjarga lífverur. Þær eru háðar öðrum lífverum um lífræn efni. Þetta eru að sjálfsögðu dýr (Animalia), sveppir (Fungi) og fjölmargar tegundir baktería (Bacteria).

Þess má geta að sumar plöntur fá orku úr dýrum. Þessar plöntur veiða dýr og teljast því ekki til frumbjarga lífvera. Sumar tegundir og hópar dýra eru bæði frumbjarga og ófrumbjarga. Þetta á meðal annars við um svonefnda augnglennu (euglena sp.) sem er einfruma svipungur af ætt dílbörunga. Hún stundar bæði ljóstillífun og afrán.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.4.2009

Spyrjandi

Brynjar Logi Steinunnarson, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51535.

Jón Már Halldórsson. (2009, 6. apríl). Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51535

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51535>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?
Það er grundvallarmunur á frumbjarga (e. autotroph) og ófrumbjarga (e. heterotroph) lífverum. Frumbjarga lífverur geta sjálfar framleitt þau lífrænu efni sem þær þurfa. Þær þurfa aðeins orku frá sólinni, koltvíildi (CO2) og vatn sem er nauðsynlegt öllum lífverum. Plöntur sem stunda ljóstillífun eru dæmi um frumbjarga lífverur.

Annar hópur frumbjarga lífvera stundar svokallaða efnatillífun. Þetta eru til dæmis bakteríur sem nýta vetnissúlfíð (H2S) eða járnsambönd (Fe) sem orkuuppsprettu. Frumbjarga lífverur eru frumframleiðendur því þær losa orku sem bundin er í lífrænum efnasamböndum og miðla henni þannig áfram eftir fæðukeðjunni.


Svonefnd augnglenna, sem er einfruma svipungur, tilheyrir bæði frumbjarga og ófrumbjarga lífverum

Hinn meginhópur lífvera eru ófrumbjarga lífverur. Þær eru háðar öðrum lífverum um lífræn efni. Þetta eru að sjálfsögðu dýr (Animalia), sveppir (Fungi) og fjölmargar tegundir baktería (Bacteria).

Þess má geta að sumar plöntur fá orku úr dýrum. Þessar plöntur veiða dýr og teljast því ekki til frumbjarga lífvera. Sumar tegundir og hópar dýra eru bæði frumbjarga og ófrumbjarga. Þetta á meðal annars við um svonefnda augnglennu (euglena sp.) sem er einfruma svipungur af ætt dílbörunga. Hún stundar bæði ljóstillífun og afrán.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: