Hinn meginhópur lífvera eru ófrumbjarga lífverur. Þær eru háðar öðrum lífverum um lífræn efni. Þetta eru að sjálfsögðu dýr (Animalia), sveppir (Fungi) og fjölmargar tegundir baktería (Bacteria). Þess má geta að sumar plöntur fá orku úr dýrum. Þessar plöntur veiða dýr og teljast því ekki til frumbjarga lífvera. Sumar tegundir og hópar dýra eru bæði frumbjarga og ófrumbjarga. Þetta á meðal annars við um svonefnda augnglennu (euglena sp.) sem er einfruma svipungur af ætt dílbörunga. Hún stundar bæði ljóstillífun og afrán. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni? eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson
- Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar? eftur Guðmund Eggertsson
- FOTON-M3. Sótt 6.4.2009.