Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?

Hafsteinn Hafliðason

Sætuhnúðar eða sætukartöflur, Ipomea batatas, eru ættaðar frá Mið- og Suður-Ameríku og þurfa hærri lofthita og lengri vaxtartíma en boðið er upp á hér á norðurhjara. Hugsanlega ætti samt að geta gengið að rækta sætuhnúða hér á landi í upphituðum gróðurhúsum. Kjörhitastig þeirra er einhvers staðar á bilinu 18-28°C og þeir þola ekkert frost.

Í eðli sínu eru sætuhnúðar fjölærar jurtir sem flæmast víða um jarðveginn, bæði með jarðsprotum og ofanjarðarrenglum sem þar að auki hafa hæfileika til að vefja sig upp eftir öðrum plöntum til að standa betur að vígi í baráttunni um ljósið.

Sætuhnúðar eiga lítið skylt við kartöflur þrátt fyrir að vera oft kallaðir sætar kartöflur eða sætukartöflur.

Sætuhnúðar hafa verið í ræktun í að minnsta kosti 5000 ár og höfðu borist til Pólýnesa löngu áður en Evrópumenn höfðu kynni af þeim. Frumtegundin er hvergi til villt en allar líkur benda til að frumplönturnar hafi orðið til við ræktun og úrval á nokkrum náskyldum tegundum á svæðinu frá Suður-Mexíkó til Venesúela.

Sætuhnúðar eru óskyldir kartöflum en teljast til vafningsklukkuættar (Convolvulaceae) og náskyldir maríuklukku (Calystegia sepium) sem sumstaðar er hvimleitt illgresi í görðum. Reyndar eru sætuhnúðar af sömu ættkvísl og klukkubróðir (e. „Morning Glory“ – Ipomea tricolor / I. Purpurea) sem sumstaðar er ræktuð sem klifrandi sumarblóm í garðskálum.

Venjulega eru sætuhnúðar ræktaðar á stórum ökrum eins og kartöflur, það er útsæði er sett niður í raðir með um 60 cm millibili og haft um 30 cm bil milli plantna í röð. Ræktunarferlið er svo svipað því sem gerist með kartöflur: Útsæði sett niður í plægða jörð að vori – þroskuð hnýði tekin upp að hausti. Í Bandaríkjunum er ræktun þeirra stunduð í Suðurríkjunum þar sem kjörhiti þeirra helst í að minnsta kosti 100-120 vaxtardaga. Það er þá helst í ríkjum Karólínu og Louisiana, þótt hægt sé að rækta þær á einstaka stöðum og með góðri aðhlynningu á norðlægari svæðum.

Sætuhnúður að spíra í vatni.

Í Evrópu er ræktun sætuhnúða bundin við hlýjustu sveitirnar við norðanvert Miðjarðarhaf. Þeir sætuhnúðar sem hingað berast í stórmarkaðina koma líklega helst frá Ísrael og Norður-Afríku. Sá hængur er yfirleitt á þeim sætuhnúðum sem fáanlegir eru í stórmörkuðunum að búið er að meðhöndla þá með efnum eða geislum sem hindrar spírun þeirra. Þannig að þeir sem reyna að koma þeim til í potti verða fyrir vonbrigðum. Hins vegar má nokkurn veginn treysta því að sætuhnúðar í heilsubúðum sem selja ferskt og lífrænt grænmeti hafi ekki verið meðhöndlaðir á nokkurn þann hátt og því ætti að vera hægt að láta þau hnýði spíra í potti. Reikna þarf með 10-12 lítrum af mold fyrir hverja plöntu, þær eru ekki áburðarfrekar en þurfa talsverða vökvun allan vaxtartímann. Greinar má binda upp á grind – en séu þær látnar liggja á jörðinni slá þær rótum og mynda ný hnýði við blaðfestin.

Þess má að lokum geta að fyrir allmörgum árum prófaði höfundur að láta sætuhnúða spíra í potti. Það gekk ágætlega þá (ómeðhöndluð hnýði) og plantan varð sæmilega blaðmikil og gróskuleg – miðað við hversu vírussmituð og þess vegna „ljót“ hún var. Ekki skilaði hún neinni uppskeru, enda var henni ekki haldið við í þá lágmarks hundrað daga sem ræktunin tekur.

Myndir:


Þetta svar er að mestu fengið af vef Garðyrkjufélags Íslands gardurinn.is og birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Höfundur

garðyrkjufræðingur

Útgáfudagur

28.3.2012

Spyrjandi

Pála Margrét Gunnarsdóttir, Jón Gunnar Mýrdal, Ragnar Sveinsson

Tilvísun

Hafsteinn Hafliðason. „Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53555.

Hafsteinn Hafliðason. (2012, 28. mars). Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53555

Hafsteinn Hafliðason. „Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53555>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?
Sætuhnúðar eða sætukartöflur, Ipomea batatas, eru ættaðar frá Mið- og Suður-Ameríku og þurfa hærri lofthita og lengri vaxtartíma en boðið er upp á hér á norðurhjara. Hugsanlega ætti samt að geta gengið að rækta sætuhnúða hér á landi í upphituðum gróðurhúsum. Kjörhitastig þeirra er einhvers staðar á bilinu 18-28°C og þeir þola ekkert frost.

Í eðli sínu eru sætuhnúðar fjölærar jurtir sem flæmast víða um jarðveginn, bæði með jarðsprotum og ofanjarðarrenglum sem þar að auki hafa hæfileika til að vefja sig upp eftir öðrum plöntum til að standa betur að vígi í baráttunni um ljósið.

Sætuhnúðar eiga lítið skylt við kartöflur þrátt fyrir að vera oft kallaðir sætar kartöflur eða sætukartöflur.

Sætuhnúðar hafa verið í ræktun í að minnsta kosti 5000 ár og höfðu borist til Pólýnesa löngu áður en Evrópumenn höfðu kynni af þeim. Frumtegundin er hvergi til villt en allar líkur benda til að frumplönturnar hafi orðið til við ræktun og úrval á nokkrum náskyldum tegundum á svæðinu frá Suður-Mexíkó til Venesúela.

Sætuhnúðar eru óskyldir kartöflum en teljast til vafningsklukkuættar (Convolvulaceae) og náskyldir maríuklukku (Calystegia sepium) sem sumstaðar er hvimleitt illgresi í görðum. Reyndar eru sætuhnúðar af sömu ættkvísl og klukkubróðir (e. „Morning Glory“ – Ipomea tricolor / I. Purpurea) sem sumstaðar er ræktuð sem klifrandi sumarblóm í garðskálum.

Venjulega eru sætuhnúðar ræktaðar á stórum ökrum eins og kartöflur, það er útsæði er sett niður í raðir með um 60 cm millibili og haft um 30 cm bil milli plantna í röð. Ræktunarferlið er svo svipað því sem gerist með kartöflur: Útsæði sett niður í plægða jörð að vori – þroskuð hnýði tekin upp að hausti. Í Bandaríkjunum er ræktun þeirra stunduð í Suðurríkjunum þar sem kjörhiti þeirra helst í að minnsta kosti 100-120 vaxtardaga. Það er þá helst í ríkjum Karólínu og Louisiana, þótt hægt sé að rækta þær á einstaka stöðum og með góðri aðhlynningu á norðlægari svæðum.

Sætuhnúður að spíra í vatni.

Í Evrópu er ræktun sætuhnúða bundin við hlýjustu sveitirnar við norðanvert Miðjarðarhaf. Þeir sætuhnúðar sem hingað berast í stórmarkaðina koma líklega helst frá Ísrael og Norður-Afríku. Sá hængur er yfirleitt á þeim sætuhnúðum sem fáanlegir eru í stórmörkuðunum að búið er að meðhöndla þá með efnum eða geislum sem hindrar spírun þeirra. Þannig að þeir sem reyna að koma þeim til í potti verða fyrir vonbrigðum. Hins vegar má nokkurn veginn treysta því að sætuhnúðar í heilsubúðum sem selja ferskt og lífrænt grænmeti hafi ekki verið meðhöndlaðir á nokkurn þann hátt og því ætti að vera hægt að láta þau hnýði spíra í potti. Reikna þarf með 10-12 lítrum af mold fyrir hverja plöntu, þær eru ekki áburðarfrekar en þurfa talsverða vökvun allan vaxtartímann. Greinar má binda upp á grind – en séu þær látnar liggja á jörðinni slá þær rótum og mynda ný hnýði við blaðfestin.

Þess má að lokum geta að fyrir allmörgum árum prófaði höfundur að láta sætuhnúða spíra í potti. Það gekk ágætlega þá (ómeðhöndluð hnýði) og plantan varð sæmilega blaðmikil og gróskuleg – miðað við hversu vírussmituð og þess vegna „ljót“ hún var. Ekki skilaði hún neinni uppskeru, enda var henni ekki haldið við í þá lágmarks hundrað daga sem ræktunin tekur.

Myndir:


Þetta svar er að mestu fengið af vef Garðyrkjufélags Íslands gardurinn.is og birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

...