- Beitilönd fyrir nautgripi: Þetta er og hefur alltaf verið ein aðalástæða skógareyðingar í Amason.
- Landnám fátækra bænda: Yfirvöld hafa hvatt nokkur hundruð þúsund fjölskyldur til að nema land í regnskógum. Hver fjölskylda brennir lítinn skika og notar þangað til jarðvegurinn verður ófrjór, það tekur yfirleitt um 5 ár, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur? Eftir þann tíma þarf að halda áfram að brenna meiri regnskóg.
- Mannvirkjagerð: Amasonhraðbrautin sem byggð var 1972 er gott dæmi um þá eyðileggingu sem mannvirki geta valdið í regnskógum. Því miður er ekkert lát á áframhaldandi vegagerð og gerð stífla fyrir vatnsaflsvirkjanir.
- Landbúnaður: Síðustu ár hefur orðið sprenging í ræktun á sojabaunum í regnskógum Amason. Sojabaunirnar eru aðallega notaðar í dýrafóður og talið er að McDonalds og fleiri skyndibitakeðjur í samstarfi við landbúnaðarrisann Cargill séu orsök eyðingar tugþúsunda ferkílómetra af regnskógi síðustu árin. Hætta er einnig á að ræktun olíupálma muni fara þar vaxandi því eftirspurn eftir pálmaolíu í heiminum fer ört vaxandi og hefur nú þegar valdið gífurlegri regnskógareyðingu í Suðaustur-Asíu.
- Skógarhögg Það er ólöglegt að höggva tré í Brasilíu nema með sérstöku leyfi og einungis á ákveðnum svæðum. Ólöglegt skógarhögg er engu að síður stundað mjög víða.
Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?
Útgáfudagur
9.2.2012
Spyrjandi
Auður Harðardóttir, f. 1994
Tilvísun
Rannveig Magnúsdóttir. „Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2012, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24115.
Rannveig Magnúsdóttir. (2012, 9. febrúar). Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24115
Rannveig Magnúsdóttir. „Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2012. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24115>.