Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 377 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað og hvert leituðu þeir þegar minna var um tré á fyrri hluta síðustu aldar?Náttstaðir spörfugla eru eins misjafnir og tegundirnar eru margar. Sumir fuglar safnast saman í hópa til að sofa, á meðan aðrir velja sér náttstað þar sem þeir eru...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Tycho Brahe?

Tycho (Tyge) Brahe fæddist þann 14. desember árið 1546 í Knudsrup á Skáni sem þá tilheyrði Danaveldi. Hann var af gamalli og valdamikilli danskri ætt. Eftir háskólanám í Kaupmannahöfn og Leipzig fór hann ótroðnar slóðir í óþökk ættingja sinna og lærði stjörnufræði í mörgum helstu fræðisetrum Mið-Evrópu. Hann kom h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað gerist ef öll tígrisdýr (allar tegundir) deyja út?

Líklega yrði ekki neitt vistfræðilegt hrun þótt tígrisdýr hyrfu þar sem þau lifa á tiltölulega afmörkuðum og litlum svæðum. Ef tígrisdýr yrðu útdauð færu áhrifin væntanlega eftir aðstæðum á þeim svæðum þar sem þau lifa nú. Þar sem tígrisdýrum hefur fækkað hefur öðrum stórvöxnum afræningjum fjölgað og háttarla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka rafhlöður í farsímum?

Algengustu rafhlöður í farsímum og í fjölmörgum handhægum rafknúnum tækjum, eins og myndavélum, vasahljómflutningstækjum og rakvélum, eru núna litínjónarafhlöðurnar (e. lithium-ion batteries). Um þær er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aft...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju tala dýrin ekki?

Lífríki jarðar hefur orðið til við þróun á óralöngum tíma, um það bil þremur og hálfum milljarði ára (3.500.000.000 árum). Þessi þróun byrjaði með afar einföldum lífverum en hefur síðan leitt til þess gríðarlega fjölda og fjölbreytileika tegunda og lífvera sem við sjáum í kringum okkur á jörðinni. Sumar lífverur e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er tala Grahams?

Tala Grahams er efra mark á stærð lausnar á ákveðnu vandamáli í Ramsey-fræði. Sú fræði heitir eftir stofnanda sínum, Frank P. Ramsey (1903 - 1930), og leitast við að svara spurningum um hversu marga hluti við þurfum að hafa til að fá ákveðna reglu eða byggingu í heildarsafn þeirra. Sem einfalt dæmi um vandamál í R...

category-iconEfnafræði

Ég keypti vítissóda til sápugerðar fyrir 25 árum en nú er ég í vanda stödd, getið þið hjálpað mér?

Upprunalega spurningin hljóðað svona í heild sinni: Ég keypti 25 kg af vítissóda fyrir ca. 25 árum og hef notað hann til að gera sápur. (Það er ekki hægt að kaupa minna) fyrir 10 árum fór að bera á því að sápurnar urðu blakkar og jafnvel rauðbrúnar og þykknuðu fyrr en áður. En sápurnar voru samt í lagi. Ég hef...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða íslenska orð er hægt að nota um það sem NASA kallar náttúrulegan „satellite“?

Öll spurningin hljóðaði svona: Samkvæmt NASA þá eru allar pláneturnar „satellite“ því þær snúast kringum sólina. En eina orðið fyrir „satellite“ á íslensku er gervitungl en það er eitthvað sem er gervi og mannkynið bjó til. En við erum ekki með almennilegt orð fyrir satellite á íslensku því að satellite þarf e...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kynorka?

[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?

Hreint gull (Au) er sjaldan notað í eitthvað annað en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að hreint gull er of mjúkt til smíða og því er það blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á skart og gripi úr gulli. Sjá svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni: Hvað er hreint gull mörg kar...

category-iconUnga fólkið svarar

Er til algild fegurð?

Fegurð hefur verið mjög umdeilt hugtak. Auðvitað er mismunandi hvað fólki finnst vera fallegt og hvað því finnst ljótt. En fegurðin er bara hugtak sem fer eftir tíðaranda samfélagsins. Skilgreining fegurðarinnar hefur líka breyst í aldanna rás. Ef til dæmis er horft á málverk sem voru gerð á barrokktímanum og...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er búið að finna tíundu reikistjörnuna?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu, og Sedna fellur ekki undir hana. Þann 15. mars 2004 tilkynntu þrír stjörnufræðingar við Caltech- og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta ljón verið hvít?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Geta ljón verið hvít? Ef svo er, frá hvaða landi eru þau eða voru og er til mikið af þeim?Í margar aldir hefur verið uppi orðrómur um tilvist hvítra ljóna í Suður-Afríku. Á fjórða áratug síðustu aldar sá Joyce nokkur Mostert hvítt ljón á Timbavati-verndarsvæðinu sem liggur ...

category-iconFöstudagssvar

Hvar á ég heima?

Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast rauð millilög?

Millilögin í tertíera jarðlagastaflanum eru jarðvegur sem myndast hafði á mislöngum tíma áður en næsta hraunlag rann yfir hann. Lögin eru af ýmsu tagi, rautt eða gult „laterít“ (myndað við efnaveðrun), surtarbrandur, leir, og gjóska (gosaska). Fyrir um 3 milljónum ára, þegar ísöld gekk í garð, breyttist ásýnd ...

Fleiri niðurstöður