Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Tycho Brahe?

Jón H. Geirfinnsson og Magnús Valur Hermannsson

Tycho (Tyge) Brahe fæddist þann 14. desember árið 1546 í Knudsrup á Skáni sem þá tilheyrði Danaveldi. Hann var af gamalli og valdamikilli danskri ætt. Eftir háskólanám í Kaupmannahöfn og Leipzig fór hann ótroðnar slóðir í óþökk ættingja sinna og lærði stjörnufræði í mörgum helstu fræðisetrum Mið-Evrópu. Hann kom heim til Danmerkur árið 1570 hlaðinn þekkingu og reynslu en án nefs. Nefið hafið hann missti í einvígi og gekk upp frá því með gervinef úr málmum.



Tycho Brahe.

Næstu ár dvaldist Tycho í Danmörku við stjörnumælingar og gullgerðartilraunir sem voru mjög vinsælar á þeim tíma. Í nóvember árið 1572 varð atburður sem gerði það að verkum að stjörnufræði átti hug hans allan. Hann hafði komið auga á nýja bjarta stjörnu á himninum þar sem engin stjarna hafði áður verið. Ljós stjörnunnar dofnaði smám saman og eftir 18 mánuði hvarf hún sjónum.

Brahe tókst að sanna með mælingum að stjarna þessi væri mun lengra í burtu frá jörðinni en tunglið og færðist ekki úr stað miðað við fastastjörnur. Þannig varð hann fyrstur manna til þess að afsanna hina fornu kenningu Aristotelesar um óbreytanlegt kristalhvel fastastjarnanna. Stjarnan, sem við vitum núna að var í flokki svokallaðra sprengistjarna, hefur alla tíð síðan verið kennd við Tycho.

Einn af þeim mönnum sem Brahe heillaði með afrekum sínum var Friðrik annar Danakonungur. Hann gerði Brahe að lénsherra á eyjunni Hveðn á Eyrasundi og veitti honum árlegar tekjur til uppihalds, reksturs og rannsókna.

Á Hveðn lét Brahe reisa stjörnuskoðunarstöðvarnar Úraníuborg og Stjörnuborg. Í þeim var mikill fjöldi nýrra mælitækja sem Brahe hafði hannað og voru mun nákvæmari en þau tæki sem áður höfðu þekkst. Með þessum tækjum framkvæmdi hann ýmiskonar mælingar á öllum hugsanlegum stjarnfræðilegum fyrirbærum.



Úraníuborg.

Brahe starfaði á Hveðn allt til ársins 1597 en þá neyddist hann til þess að fara úr landi vegna deilna við Kristján konung fjórða. Tók hann með sér öll smærri mælitæki og lét svo senda eftir þeim stærri. Að nokkrum árum liðnum lét Kristján IV rífa Úraníu- og Stjörnuborg. Hann seldi mest af efninu en notaði afganginn í bústað handa frillu sinni Karenu Andersdóttur.

Brahe lést 24. október 1601 úr veikindum sem sennilega stöfuðu af kvikasilfurseitrun og sprunginni þvagblöðru, 54 ára að aldri.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

25.6.2005

Spyrjandi

Hrafnkatla Eiríksdóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón H. Geirfinnsson og Magnús Valur Hermannsson. „Hver var Tycho Brahe?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2005, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5087.

Jón H. Geirfinnsson og Magnús Valur Hermannsson. (2005, 25. júní). Hver var Tycho Brahe? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5087

Jón H. Geirfinnsson og Magnús Valur Hermannsson. „Hver var Tycho Brahe?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2005. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5087>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Tycho Brahe?
Tycho (Tyge) Brahe fæddist þann 14. desember árið 1546 í Knudsrup á Skáni sem þá tilheyrði Danaveldi. Hann var af gamalli og valdamikilli danskri ætt. Eftir háskólanám í Kaupmannahöfn og Leipzig fór hann ótroðnar slóðir í óþökk ættingja sinna og lærði stjörnufræði í mörgum helstu fræðisetrum Mið-Evrópu. Hann kom heim til Danmerkur árið 1570 hlaðinn þekkingu og reynslu en án nefs. Nefið hafið hann missti í einvígi og gekk upp frá því með gervinef úr málmum.



Tycho Brahe.

Næstu ár dvaldist Tycho í Danmörku við stjörnumælingar og gullgerðartilraunir sem voru mjög vinsælar á þeim tíma. Í nóvember árið 1572 varð atburður sem gerði það að verkum að stjörnufræði átti hug hans allan. Hann hafði komið auga á nýja bjarta stjörnu á himninum þar sem engin stjarna hafði áður verið. Ljós stjörnunnar dofnaði smám saman og eftir 18 mánuði hvarf hún sjónum.

Brahe tókst að sanna með mælingum að stjarna þessi væri mun lengra í burtu frá jörðinni en tunglið og færðist ekki úr stað miðað við fastastjörnur. Þannig varð hann fyrstur manna til þess að afsanna hina fornu kenningu Aristotelesar um óbreytanlegt kristalhvel fastastjarnanna. Stjarnan, sem við vitum núna að var í flokki svokallaðra sprengistjarna, hefur alla tíð síðan verið kennd við Tycho.

Einn af þeim mönnum sem Brahe heillaði með afrekum sínum var Friðrik annar Danakonungur. Hann gerði Brahe að lénsherra á eyjunni Hveðn á Eyrasundi og veitti honum árlegar tekjur til uppihalds, reksturs og rannsókna.

Á Hveðn lét Brahe reisa stjörnuskoðunarstöðvarnar Úraníuborg og Stjörnuborg. Í þeim var mikill fjöldi nýrra mælitækja sem Brahe hafði hannað og voru mun nákvæmari en þau tæki sem áður höfðu þekkst. Með þessum tækjum framkvæmdi hann ýmiskonar mælingar á öllum hugsanlegum stjarnfræðilegum fyrirbærum.



Úraníuborg.

Brahe starfaði á Hveðn allt til ársins 1597 en þá neyddist hann til þess að fara úr landi vegna deilna við Kristján konung fjórða. Tók hann með sér öll smærri mælitæki og lét svo senda eftir þeim stærri. Að nokkrum árum liðnum lét Kristján IV rífa Úraníu- og Stjörnuborg. Hann seldi mest af efninu en notaði afganginn í bústað handa frillu sinni Karenu Andersdóttur.

Brahe lést 24. október 1601 úr veikindum sem sennilega stöfuðu af kvikasilfurseitrun og sprunginni þvagblöðru, 54 ára að aldri.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

...