Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til algild fegurð?

Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Fegurð hefur verið mjög umdeilt hugtak. Auðvitað er mismunandi hvað fólki finnst vera fallegt og hvað því finnst ljótt. En fegurðin er bara hugtak sem fer eftir tíðaranda samfélagsins.

Skilgreining fegurðarinnar hefur líka breyst í aldanna rás. Ef til dæmis er horft á málverk sem voru gerð á barrokktímanum og fyrirsætur þess tíma bornar saman við fyrirsætur okkar tíma þá sést vægast sagt mikill munur. Konurnar sem vinsælast var að mála voru flestar búttaðar og flestir nútímamenn mundu líklega segja án umhugsunar að þær væru bara hreint út sagt ófríðar. Þetta var að sjálfsögðu ekki skoðunin á þeim tíma. Þá voru þær fallegri því stærri sem þær voru, það þótti bera merki um að þær kæmu af góðum ættum. Í dag eru hins vegar margar fyrirsætur komnar út í öfgar í megrunum og ýmiss konar lýtaaðgerðum. Í dag finnst fólki einfaldlega flottara að vera grannur og þess vegna er líka farið að framleiða alls konar megrunardrykki og flesta gosdrykki er hægt að fá í „diet”- eða léttformi.

Fólk í mismunandi löndum fer auðvitað eftir mismunandi mælikvörðum á fegurð. Afrískar konur vilja þó meina að það sé verið að pína upp á þær „horuðu, ljósu ímyndinni” -- þær segjast núna skammast sín fyrir að vera með mjaðmir og maga, þegar það þótti bara flott áður fyrr. Þær eru með náttúrulegt hrokkið hár, en svartar fyrirsætur eru flestar með slétt hár. Konurnar í Afríku eiga því erfitt með að aðlagast þeirri fegurðarímynd sem vinsæl er á Vesturlöndunum í dag.

En sannleikurinn er að það er bæði óhollt að vera of mjór og of feitur. Fólk ætti alls ekki að sækjast eftir því. Lystarstol (anorexía) er orðinn algengari sjúkdómur en áður og það sama má segja um offituna. Er ekki best fyrir fólk að vera bara í kjörþyngd, hvorki of létt né of þungt? Hverju skiptir hvernig fyrirsæturnar í blöðunum eru, ef manni líður vel?

Kannski felst fegurðin í innrætinu? Þér finnst sá sem þér þykir vænt um og kemur vel fram við þig fallegur. Ef einhver er kvikindislegur þá ertu ekki að spá í hvað hann er fallegur.

Árið 2001 var sýndur þáttur í sjónvarpinu um fegurð. Þar var fjallað um kenningu Pýþagórasar um tengsl fegurðar og andlitshlutfalla. Ef andlitið var í réttum hlutföllum, miðað við útreikninga Pýþagórasar, þá var viðkomandi fallegur. Samkvæmt þessari kenningu er hægt að teikna upp andlitsmót með þessum ákveðnu hlutföllum og búa til grímu. Það ótrúlega við þetta allt saman er að þessi gríma passar á það fólk sem samfélag nútímans hampar sem fallegu, t.d. ýmsar kvikmyndastjörnur. Þetta er áhugaverð kenning, hvort sem það er hægt að treysta á hana eða ekki.

Samt hafa í tímans rás alltaf verið til fegurðargoðsagnir, hvort sem þær hétu Venus frá Willendorf, Venus frá Míló, Móna Lísa, Kleópatra eða Claudia Schiffer. Ég veit ekki hvers vegna þær þykja svo fallegar, en það er raunin að þær þykja (eða þóttu) fallegar.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

The Christian Science Monitor

World History Chronology

Mynd af styttunni af Venusi frá Míló

Um Mónu Lísu, eina af fegurðargoðsögnunum, má fræðast nánar í svari Auðar Ólafsdóttur við spurningunni: "Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?"

Höfundur

unga fólkið svarar 2002

Útgáfudagur

10.4.2002

Spyrjandi

Atli Bollason

Tilvísun

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Er til algild fegurð?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2281.

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. (2002, 10. apríl). Er til algild fegurð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2281

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Er til algild fegurð?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2281>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til algild fegurð?
Fegurð hefur verið mjög umdeilt hugtak. Auðvitað er mismunandi hvað fólki finnst vera fallegt og hvað því finnst ljótt. En fegurðin er bara hugtak sem fer eftir tíðaranda samfélagsins.

Skilgreining fegurðarinnar hefur líka breyst í aldanna rás. Ef til dæmis er horft á málverk sem voru gerð á barrokktímanum og fyrirsætur þess tíma bornar saman við fyrirsætur okkar tíma þá sést vægast sagt mikill munur. Konurnar sem vinsælast var að mála voru flestar búttaðar og flestir nútímamenn mundu líklega segja án umhugsunar að þær væru bara hreint út sagt ófríðar. Þetta var að sjálfsögðu ekki skoðunin á þeim tíma. Þá voru þær fallegri því stærri sem þær voru, það þótti bera merki um að þær kæmu af góðum ættum. Í dag eru hins vegar margar fyrirsætur komnar út í öfgar í megrunum og ýmiss konar lýtaaðgerðum. Í dag finnst fólki einfaldlega flottara að vera grannur og þess vegna er líka farið að framleiða alls konar megrunardrykki og flesta gosdrykki er hægt að fá í „diet”- eða léttformi.

Fólk í mismunandi löndum fer auðvitað eftir mismunandi mælikvörðum á fegurð. Afrískar konur vilja þó meina að það sé verið að pína upp á þær „horuðu, ljósu ímyndinni” -- þær segjast núna skammast sín fyrir að vera með mjaðmir og maga, þegar það þótti bara flott áður fyrr. Þær eru með náttúrulegt hrokkið hár, en svartar fyrirsætur eru flestar með slétt hár. Konurnar í Afríku eiga því erfitt með að aðlagast þeirri fegurðarímynd sem vinsæl er á Vesturlöndunum í dag.

En sannleikurinn er að það er bæði óhollt að vera of mjór og of feitur. Fólk ætti alls ekki að sækjast eftir því. Lystarstol (anorexía) er orðinn algengari sjúkdómur en áður og það sama má segja um offituna. Er ekki best fyrir fólk að vera bara í kjörþyngd, hvorki of létt né of þungt? Hverju skiptir hvernig fyrirsæturnar í blöðunum eru, ef manni líður vel?

Kannski felst fegurðin í innrætinu? Þér finnst sá sem þér þykir vænt um og kemur vel fram við þig fallegur. Ef einhver er kvikindislegur þá ertu ekki að spá í hvað hann er fallegur.

Árið 2001 var sýndur þáttur í sjónvarpinu um fegurð. Þar var fjallað um kenningu Pýþagórasar um tengsl fegurðar og andlitshlutfalla. Ef andlitið var í réttum hlutföllum, miðað við útreikninga Pýþagórasar, þá var viðkomandi fallegur. Samkvæmt þessari kenningu er hægt að teikna upp andlitsmót með þessum ákveðnu hlutföllum og búa til grímu. Það ótrúlega við þetta allt saman er að þessi gríma passar á það fólk sem samfélag nútímans hampar sem fallegu, t.d. ýmsar kvikmyndastjörnur. Þetta er áhugaverð kenning, hvort sem það er hægt að treysta á hana eða ekki.

Samt hafa í tímans rás alltaf verið til fegurðargoðsagnir, hvort sem þær hétu Venus frá Willendorf, Venus frá Míló, Móna Lísa, Kleópatra eða Claudia Schiffer. Ég veit ekki hvers vegna þær þykja svo fallegar, en það er raunin að þær þykja (eða þóttu) fallegar.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

The Christian Science Monitor

World History Chronology

Mynd af styttunni af Venusi frá Míló

Um Mónu Lísu, eina af fegurðargoðsögnunum, má fræðast nánar í svari Auðar Ólafsdóttur við spurningunni: "Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?"...