Geta ljón verið hvít? Ef svo er, frá hvaða landi eru þau eða voru og er til mikið af þeim?Í margar aldir hefur verið uppi orðrómur um tilvist hvítra ljóna í Suður-Afríku. Á fjórða áratug síðustu aldar sá Joyce nokkur Mostert hvítt ljón á Timbavati-verndarsvæðinu sem liggur við Kruger-þjóðgarðinn í Suður-Afríku og er það talið í fyrsta skipti sem einhver af evrópskum uppruna leit slík ljón augum. Næstu áratugi á eftir gengu sögur um hvít ljón en það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem þau voru fest á filmu í fyrsta sinn. Árið 1975 vann bandaríski náttúrufræðingurinn Chris McBride að rannsóknum á ljónum á Timbavati-verndarsvæðinu. Þar fann hann, ásamt fjölskyldu sinni, tvo ljónahvolpa sem voru „hvítir sem ísbirnir“. Hvolparnir voru hvor af sínu kyni og var karldýrið nefnt Temba en kvendýrið Tombi.
- Tiger Territory
- The Global White Lion Protection Trust
- White lion cub.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 12.2.2020).
- White Lion - Free photo on Pixabay. (Sótt 12.2.2020).