Geta ljón verið hvít? Ef svo er, frá hvaða landi eru þau eða voru og er til mikið af þeim?Í margar aldir hefur verið uppi orðrómur um tilvist hvítra ljóna í Suður-Afríku. Á fjórða áratug síðustu aldar sá Joyce nokkur Mostert hvítt ljón á Timbavati-verndarsvæðinu sem liggur við Kruger-þjóðgarðinn í Suður-Afríku og er það talið í fyrsta skipti sem einhver af evrópskum uppruna leit slík ljón augum. Næstu áratugi á eftir gengu sögur um hvít ljón en það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem þau voru fest á filmu í fyrsta sinn. Árið 1975 vann bandaríski náttúrufræðingurinn Chris McBride að rannsóknum á ljónum á Timbavati-verndarsvæðinu. Þar fann hann, ásamt fjölskyldu sinni, tvo ljónahvolpa sem voru „hvítir sem ísbirnir“. Hvolparnir voru hvor af sínu kyni og var karldýrið nefnt Temba en kvendýrið Tombi.

Hvítur ljónahvolpur.

Hvít ljón eru ekki eiginlegir albínóar þar sem litarefni er til staðar í augum og loppum þótt það vanti í húð og feld.
- Tiger Territory
- The Global White Lion Protection Trust
- White lion cub.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 12.2.2020).
- White Lion - Free photo on Pixabay. (Sótt 12.2.2020).