Gerð þessara frumeinda eða sameinda er mismunandi eftir rafhlöðum. Við það að rafeind, sem er neikvætt hlaðin ögn, losnar frá frumeind eða sameind við forskaut rafhlöðu getur myndast plúshlaðin jón. Rafeind sem skilar sér að bakskauti rafhlöðunnar getur að sama skapi farið inn á ófyllt eða tómt rafeindahvolf einda (frumeinda, sameinda eða jóna) sem þar eru fyrir hendi (rafeindaþegar). Þegar rafeindaþeginn er plúshlaðin jón myndast óhlaðin eind (atóm eða sameind) við upptöku rafeindarinnar (sjá mynd 1b).
Frumskilyrði fyrir virkni rafhlöðu er að rafeindir hafi „tilhneigingu“ til að fara frá forskauti til bakskauts. Mælikvarði á þá „tilhneigingu“ er spenna sem mæld er í voltum. Því meiri sem spennan er, því meiri er „tilhneigingin“. Ef spennan mælist núll er engin slík „tilhneiging“ fyrir hendi og rafhlaðan er þá óvirk. Meðan nóg framboð er af rafeindagjöfum við forskaut og rafeindaþegum við bakskaut getur spenna rafhlöðunnar haldist sem næst óbreytt og rafhlaðan verkar sem skyldi. Ef þetta framboð minnkar hins vegar þá lækkar spennan og hverfur loks við ófullnægjandi aðstæður. Í einföldustu gerð af rafhlöðum eru umræddar eindir (rafeindagjafar og rafeindaþegar) frumeindir (A) og tilsvarandi jónir þeirra (A+). Ofangreindri virkni rafhlöðu má þá lýsa með eftirfarandi hætti:
Við forskaut (anóðu): A → A+ + e-þar sem e- táknar rafeind. Dæmi um slíkt er litínjónarafhlaðan þar sem frumeindin A er litín, Li. Heimildir og myndir:
Við bakskaut (katóðu): A+ + e- → A