Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 427 svör fundust
Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða?
Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins getur hvorki massi né orka farið hraðar en ljósið. Til þess að auka hraða hluta þarf orku. Hlutfallslega mjög mikla orku þarf til að auka hraða hluta þannig að þeir nálgist umtalsvert brot af ljóshraðanum. Um þetta gildir jafna Einsteins sem flestir þekkja:E = m c2 E táknar í j...
Af hverju eru ský á himnum?
Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvaðan kemur vatnið? segir: Vatnið er í samfelldri hringrás: það gufar upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, berst inn yfir landið þar sem það þéttist og fellur til jarðar, streymir aftur til sjávar í vatnsföllum eða berst niður í berggrunninn sem grunnvatn - ...
Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?
Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum. Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að he...
Hvert er stærsta eldfjall í heimi?
Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina. Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbot...
Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?
Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...
Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?
Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er ...
Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur?
Hvíldarpúls er fjöldi hjartslátta á mínútu í hvíld. Eðlilegur hvíldarpúls er einstaklingsbundinn og breytilegur eftir aldri. Nýfædd börn hafa hraðann hvíldarpúls, um 100-160 slög á mínútu, en þegar þau stækka hægist á púlsinum. Eðlilegur hvíldarpúls fullorðinna er á bilinu 35-100 slög á mínútu, að meðaltali er han...
Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali?
Gögn um sjávarhita við Ísland er meðal annars að finna hjá Hafrannsóknastofnun undir liðnum sjávarhiti. Sú síða sýnir sjávarhita í rauntíma í Reykjavík og sjávarhitann við Grímsey til samanburðar. Á síðunni birtist einnig þriggja mánaða tímabil á grafi. Til þess að skoða sjávarhita við fjölmargar mælistöðvar[1]...
Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?
Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...
Hvers vegna fær maður þvagfærasýkingu?
Þvagfærasýkingar eru sýkingar í þvagrás, þvagblöðru, þvagpípum eða nýrum en þessi líffæri kallast einu nafni þvagfæri. Flestar þvagfærasýkingar (um 80%) eru af völdum bakteríunnar E. coli sem er þarmabaktería, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta einnig verið orsök þvagfærasýkinga. Konur fá frekar þva...
Hvernig haldast ský saman?
Ský gefa okkur innsýn í eilífa samkeppni rakaþéttingar og uppgufunar. Skýið sýnir hvar rakaþéttingin hefur betur. Til að rakaþétting geti náð undirtökunum þarf raki sem er í lofti að kólna. Það getur átt sér stað á nokkra vegu, en uppstreymi er langalgengasta ástæða skýjamyndunar. Uppstreymi á sér einkum stað ...
Hvað skýrir loftslag við strönd Kaliforníu?
Tveir samtengdir þættir ráða mestu um hitafar við strönd Kaliforníu. Annars vegar er árstíðasveifla mismunar lands- og sjávarhita en hins vegar kaldur sjór úti fyrir ströndinni. Á sumrin er þrýstingur minni yfir landi heldur en sjó. Yfirborð lands hitnar mun meira heldur en yfirborð sjávar á sumrin þegar sól e...
Af hverju draga dökk föt að sér hita?
Sólarljós og annað venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar er oftast svokallað hvítt ljós, en hvítt ljós er í rauninni blanda af öllum litum ljóss. Litur hlutar ræðst af því hvernig hann endurkastar hvítu ljósi. Hlutur sem er til dæmis grænn endurkastar þeim lit meira en öðrum þegar hvítt ljós skín á hann, en ...
Kemur kalt sumar á eftir köldu vori?
Veður í vor (apríl og maí 2013) hefur verið í svalasta lagi miðað við síðustu 20 ár. Áberandi kaldara var 1989. Þeirri spurning hefur verið varpað fram hvort köldu vori fylgdi ekki alltaf kalt sumar. Til þess að skoða það berum við saman vor- og sumarhita í Reykjavík frá 1874 til 2012, reiknum aðfallslínu og t...
Er gagnlegt að taka hitalækkandi lyf við sótthita eða getur það haft áhrif á varnarkerfi líkamans?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að velta fyrir mér virkni sótthita. Þegar maður veikist á maður að taka hitalækkandi til þess að hjálpa líkamanum að starfa eða er hitinn tæki líkamans til þess að herja á óværur? Sótthiti er nokkuð sem flestir, ef ekki allir, upplifa einhvern tíma. Þessi fylgikvilli ...