Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

EDS

Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina.

Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbotnsskorpa sekkur undir meginlandsskorpu. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll? segir um þannig flekamót:
Þá ýtist úthafsskorpan og setið í henni undir meginlandsflekann. Samhliða verður mikil eldvirkni, kvikan þrýstir sér upp í gegnum meginlandsskorpuna og veldur tíðum eldgosum. Meginlandsskorpan verður fyrir miklum þrýstingi, bæði vegna hafsbotnsskorpunnar sem hún rekst á og vegna kvikunnar. Þrýstingurinn verður svo til þess að setlög á landgrunni meginlandsins kýtast saman og leggjast í fellingar.

Á vef Global Volcanism Program er að finna eftirfarandi lista yfir yfir hæstu eldfjöll heims:

EldfjallLandHæð yfir
sjávarmáli (m)
Nevados Ojos del SaladoChile/Argentína6879
LlullaillacoChile/Argentína6739
TipasArgentína6660
Nevado de IncahuasiChile/Argentína6621
CoropunaPerú6377
El CóndorArgentína6373
ParinacotaChile/Bólivía6336
ChimborazoEkvador6310
PúlarChile6233
El SoloChile6205

Af þessum eldfjöllum eru aðeins til ritaðar heimildir um gos í Llullaillaco en þar gaus síðast árið 1877. Þó ekki séu skrásettar heimildir um gos í Nevados Ojos del Salado er talið að það hafi gosið síðast fyrir um 1000-1500 árum. Talið er að öll hin fjöllin á listanum hafi gosið á nútíma (holocene), það er á síðustu 10.000 árum.

Nevados Ojos del Salado.

Listinn hér að ofan miðast við hversu hátt hæsti tindur fjallanna gnæfir yfir sjávarmáli en ekki hversu há fjöllin eru frá fjallsrótum upp á topp. Á þessu tvennu er verulegur munur eins og sést á því að Nevados Ojos del Salado er aðeins um 2.000 metrar frá fjallsrótum upp á topp þó tindur þess sé í tæplega 6.900 metra hæð yfir sjó.

Ef raunveruleg hæð fjalla er skoðuð en ekki hversu hátt þau rísa yfir sjó þá er dyngjan Mána Kea á Hawaii stærsta eldfjall jarðar þar sem hún rís af um 6.000 m hafdýpi 4.205 m yfir sjávarmál. Mána Kea er því alls um 10.000 m há, eða um 5 sinnum hærri en Nevados Ojos del Salado þó það síðarnefnda nái um 2.700 m hærra til himins. Eins og bent var í upphafi svars gæti spurningin um stærsta eldfjall heims átt við rúmmál alveg eins og hæð. Mána Lóa á Hawaii, sem er litlu lægri en Mána Kea en á rætur alveg jafn langt undir sjávarmáli, er það eldfjall á jörðinni sem talið er mest að rúmmáli, 42500 km3.

Mána Kea.

Það getur hins vegar reynst vandasamt að ákvarða raunverulega hæð fjallsróta og þær upplýsingar liggja ekki fyrir nema um hluta eldfjalla. Þess vegna er betra að miða við hæð yfir sjávarmáli þegar þessari spurningu um hvert er hæsta eldfjall í heimi er svarað og svarið er Nevados Ojos del Salado.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.1.2006

Síðast uppfært

5.2.2021

Spyrjandi

Katrín Ingadóttir, f. 1994
Bergvin Máni, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Hvert er stærsta eldfjall í heimi?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5567.

EDS. (2006, 16. janúar). Hvert er stærsta eldfjall í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5567

EDS. „Hvert er stærsta eldfjall í heimi?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5567>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta eldfjall í heimi?
Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina.

Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbotnsskorpa sekkur undir meginlandsskorpu. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll? segir um þannig flekamót:
Þá ýtist úthafsskorpan og setið í henni undir meginlandsflekann. Samhliða verður mikil eldvirkni, kvikan þrýstir sér upp í gegnum meginlandsskorpuna og veldur tíðum eldgosum. Meginlandsskorpan verður fyrir miklum þrýstingi, bæði vegna hafsbotnsskorpunnar sem hún rekst á og vegna kvikunnar. Þrýstingurinn verður svo til þess að setlög á landgrunni meginlandsins kýtast saman og leggjast í fellingar.

Á vef Global Volcanism Program er að finna eftirfarandi lista yfir yfir hæstu eldfjöll heims:

EldfjallLandHæð yfir
sjávarmáli (m)
Nevados Ojos del SaladoChile/Argentína6879
LlullaillacoChile/Argentína6739
TipasArgentína6660
Nevado de IncahuasiChile/Argentína6621
CoropunaPerú6377
El CóndorArgentína6373
ParinacotaChile/Bólivía6336
ChimborazoEkvador6310
PúlarChile6233
El SoloChile6205

Af þessum eldfjöllum eru aðeins til ritaðar heimildir um gos í Llullaillaco en þar gaus síðast árið 1877. Þó ekki séu skrásettar heimildir um gos í Nevados Ojos del Salado er talið að það hafi gosið síðast fyrir um 1000-1500 árum. Talið er að öll hin fjöllin á listanum hafi gosið á nútíma (holocene), það er á síðustu 10.000 árum.

Nevados Ojos del Salado.

Listinn hér að ofan miðast við hversu hátt hæsti tindur fjallanna gnæfir yfir sjávarmáli en ekki hversu há fjöllin eru frá fjallsrótum upp á topp. Á þessu tvennu er verulegur munur eins og sést á því að Nevados Ojos del Salado er aðeins um 2.000 metrar frá fjallsrótum upp á topp þó tindur þess sé í tæplega 6.900 metra hæð yfir sjó.

Ef raunveruleg hæð fjalla er skoðuð en ekki hversu hátt þau rísa yfir sjó þá er dyngjan Mána Kea á Hawaii stærsta eldfjall jarðar þar sem hún rís af um 6.000 m hafdýpi 4.205 m yfir sjávarmál. Mána Kea er því alls um 10.000 m há, eða um 5 sinnum hærri en Nevados Ojos del Salado þó það síðarnefnda nái um 2.700 m hærra til himins. Eins og bent var í upphafi svars gæti spurningin um stærsta eldfjall heims átt við rúmmál alveg eins og hæð. Mána Lóa á Hawaii, sem er litlu lægri en Mána Kea en á rætur alveg jafn langt undir sjávarmáli, er það eldfjall á jörðinni sem talið er mest að rúmmáli, 42500 km3.

Mána Kea.

Það getur hins vegar reynst vandasamt að ákvarða raunverulega hæð fjallsróta og þær upplýsingar liggja ekki fyrir nema um hluta eldfjalla. Þess vegna er betra að miða við hæð yfir sjávarmáli þegar þessari spurningu um hvert er hæsta eldfjall í heimi er svarað og svarið er Nevados Ojos del Salado.

Heimildir og myndir: ...