
Vorhitinn er á lárétta ásnum en sumarhitinn á þeim lóðrétta. Sumarið er hér talið ná yfir júní, júlí og ágúst. Ártöl eru sett við punktana. Inni í dreifinni eru þau ólesanleg ‒ en með góðum vilja (og stækkun) má sjá flestöll árin á jöðrum hennar.
Þetta svar, og mynd, er fengið af Hungurdiski, bloggi Trausta Jónssonar og birt með góðfúslegu leyfi.