Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Kemur kalt sumar á eftir köldu vori?

Trausti Jónsson

Veður í vor (apríl og maí 2013) hefur verið í svalasta lagi miðað við síðustu 20 ár. Áberandi kaldara var 1989. Þeirri spurning hefur verið varpað fram hvort köldu vori fylgdi ekki alltaf kalt sumar.

Til þess að skoða það berum við saman vor- og sumarhita í Reykjavík frá 1874 til 2012, reiknum aðfallslínu og teiknum mynd.

Vorhitinn er á lárétta ásnum en sumarhitinn á þeim lóðrétta. Sumarið er hér talið ná yfir júní, júlí og ágúst. Ártöl eru sett við punktana. Inni í dreifinni eru þau ólesanleg ‒ en með góðum vilja (og stækkun) má sjá flestöll árin á jöðrum hennar.

Kaldasta vorið á tímabilinu var 1949, meðalhiti 1,9 stig. Meðalhiti sumarsins það ár var þó 10,3 stig. Hlýjast varð vorið 1974, 7,1 stig, það skilaði hins vegar ekki nema 10,1 stigi. Þetta eitt og sér er ekki mjög sannfærandi í því að köldu vori fylgi kalt sumar og öfugt.

Fylgnin milli vor- og sumarhita er reyndar marktæk, fylgnistuðull = 0,46. Það segir einhverjum að vorhitinn „skýri“ 20 prósent af breytileika sumarhitans. Hér hefur ekki verið leiðrétt fyrir leitni tímabilsins alls (hnattrænni hlýnun) ‒ en strangt tekið á að gera það í reikningum sem þessum.

Vorhitinn í ár, 2013 stefnir í 3,8 stig eða þar um bil. Ef trúa má línuritinu ætti það að gefa sumarhita undir 10 stigum. Það hefur ekki gerst í Reykjavík síðan 1995. Við sjáum hins vegar að síðustu ár hafa mörg hver sest að við efri jaðar dreifinnar. Sumarið 2010 var 1,8 stigum hlýrra heldur en vorspáin hráa „sagði til um“ og sumarið í fyrra 2012 var um 1,5 stigum hlýrra. Ef við „endurbætum“ spána með þessum upplýsingum ætti sumarið 2013 að fara í um 11,4 stig. Það væri hlýrra en 2011 og svipað og 2009 ‒ ekki sem verst.

Lesendur eru varaðir við því að taka þetta alvarlega. Hér er eingöngu um skemmtiefni að ræða. Við vitum ekkert um það nú hver sumarhitinn í Reykjavík verður. Kannski má giska aftur eftir nokkrar vikur.


Þetta svar, og mynd, er fengið af Hungurdiski, bloggi Trausta Jónssonar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

3.6.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Kemur kalt sumar á eftir köldu vori?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2013, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65381.

Trausti Jónsson. (2013, 3. júní). Kemur kalt sumar á eftir köldu vori? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65381

Trausti Jónsson. „Kemur kalt sumar á eftir köldu vori?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2013. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65381>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Kemur kalt sumar á eftir köldu vori?
Veður í vor (apríl og maí 2013) hefur verið í svalasta lagi miðað við síðustu 20 ár. Áberandi kaldara var 1989. Þeirri spurning hefur verið varpað fram hvort köldu vori fylgdi ekki alltaf kalt sumar.

Til þess að skoða það berum við saman vor- og sumarhita í Reykjavík frá 1874 til 2012, reiknum aðfallslínu og teiknum mynd.

Vorhitinn er á lárétta ásnum en sumarhitinn á þeim lóðrétta. Sumarið er hér talið ná yfir júní, júlí og ágúst. Ártöl eru sett við punktana. Inni í dreifinni eru þau ólesanleg ‒ en með góðum vilja (og stækkun) má sjá flestöll árin á jöðrum hennar.

Kaldasta vorið á tímabilinu var 1949, meðalhiti 1,9 stig. Meðalhiti sumarsins það ár var þó 10,3 stig. Hlýjast varð vorið 1974, 7,1 stig, það skilaði hins vegar ekki nema 10,1 stigi. Þetta eitt og sér er ekki mjög sannfærandi í því að köldu vori fylgi kalt sumar og öfugt.

Fylgnin milli vor- og sumarhita er reyndar marktæk, fylgnistuðull = 0,46. Það segir einhverjum að vorhitinn „skýri“ 20 prósent af breytileika sumarhitans. Hér hefur ekki verið leiðrétt fyrir leitni tímabilsins alls (hnattrænni hlýnun) ‒ en strangt tekið á að gera það í reikningum sem þessum.

Vorhitinn í ár, 2013 stefnir í 3,8 stig eða þar um bil. Ef trúa má línuritinu ætti það að gefa sumarhita undir 10 stigum. Það hefur ekki gerst í Reykjavík síðan 1995. Við sjáum hins vegar að síðustu ár hafa mörg hver sest að við efri jaðar dreifinnar. Sumarið 2010 var 1,8 stigum hlýrra heldur en vorspáin hráa „sagði til um“ og sumarið í fyrra 2012 var um 1,5 stigum hlýrra. Ef við „endurbætum“ spána með þessum upplýsingum ætti sumarið 2013 að fara í um 11,4 stig. Það væri hlýrra en 2011 og svipað og 2009 ‒ ekki sem verst.

Lesendur eru varaðir við því að taka þetta alvarlega. Hér er eingöngu um skemmtiefni að ræða. Við vitum ekkert um það nú hver sumarhitinn í Reykjavík verður. Kannski má giska aftur eftir nokkrar vikur.


Þetta svar, og mynd, er fengið af Hungurdiski, bloggi Trausta Jónssonar og birt með góðfúslegu leyfi....