Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?

Sigurður Sigurðarson

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum.

Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin.

Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að hefta útbreiðslu, geta liðið nokkur ár þar til veikinnar verður vart á ný. Þannig hefur hún hagað sér í Evrópu oftast nær. Veikin er þekkt í mörgum Asíulöndum og víða um Afríku og Suður-Ameríku en hefur aldrei borist til Íslands svo að vitað sé. Menn óttast nú að hún geti borist til landsins með fólki eða varningi, sem hefur mengast, með dýraafurðum eða dýrum. Það væri gífurlegt áfall. Heitið er á alla að vera á verðbergi og láta vita um það sem máli skiptir.

Um veikina

Gin- og klaufaveiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur. Orsökin er apthoveira af picornaflokki. Hún er skæð en ekki bráðdrepandi. Algengt er að 5% drepist, aðallega ungviði. Stundum er dánartalan mun hærri og nær jafnvel 50% þegar verst gegnir. Að jafnaði valda fylgikvillar mestu tjóni og gera gin- og klaufaveiki að einum versta og skaðlegasta sjúkdómi sem þekkist. Af veirunni eru margir stofnar. Gripur sem veikist af einum stofni verður ónæmur fyrir honum en ekki öðrum og getur því veikst síðar af öðrum stofni.

Svipað er með bólusetningu, sem er dýr og gefur vörn í aðeins hálft til eitt ár. Því er aðeins bólusett þar sem veikin er landlæg. Allt kapp er lagt á að uppræta veikina þar sem þess er nokkur kostur og verjast því að hún berist til landa þar sem hún er óþekkt. Dýr sem sýkjast eru fyrst og fremst klaufdýr svo sem nautgripir, kindur, svín og geitur, villt klaufdýr (hreindýr) en einnig rottur. Tekist hefur að sýkja ýmis tilraunadýr. Þau munu þó ekki veikjast af sjálfsdáðum en geta ef til vill borið með sér smitefnið. Ekki má blanda þessari veiki saman við mannasjúkdóm með sama enska nafni.

Smitleiðir

Smitefnið dreifist auðveldlega með lifandi dýrum og afurðum þeirra, mjólk, jafnvel gerilsneyddri, með ósoðnu kjöti bæði fersku og frosnu og með unnum vörum sem hafa ekki fengið næga hitameðferð. Smit getur borist með fólki og fatnaði – einkum skófatnaði, fóðri og fóðurumbúðum, gripaflutningstækjum, með dekkjum bíla og hverju því sem mengast hefur.

Smithætta er því veruleg samfara heimsóknum í héruð þar sem sjúkdómurinn hefur komið upp, en einnig getur verið hætta á smiti í þeim héruðum þar sem sjúkdómurinn hefur ekki enn verið greindur, því að smituð dýr skilja út veiruna sem veldur sjúkdómnum áður en þau vekjast. Veiran hefur fundist í mjólk og sæði 4 dögum áður en einkenna varð vart. Þegar sjúkdómurinn er í hámarki er veiran í blóði og öllum vefjum líkamans. Gripir sem lifað hafa af veikina geta stöku sinnum verið smitberar mánuðum saman eftir að þeir eru orðnir heilbrigðir. Hiti, sólarljós og sótthreinsiefni eyða veirunni en kuldi og myrkur halda í henni lífi. Við hagstæð skilyrði getur hún lifað lengi utan líkama dýra, frá fáum dögum og allt að hálfu ári. Smit verður með úða eða rykkornum um öndunarveg eða þá um meltingarveg. Einstök dýr sem lifað hafa af geta hýst smitefnið þar til þau deyja eðlilegum dauða. Í stöku tilfellum geta spörfulglar og jafnvel vindur borið smit milli bæja. Varla þarf þó að óttast að farfuglarnir beri með sér smitefnið til Íslands.

Einkenni

Venjulega veikjast öll klaufdýr á bænum. Einstöku skepnur geta þó fengið veikina án þess að sýna sjúkleg einkenni. Mikilvægt er að staðfesta sjúkdóminn sem allra fyrst, svo verjast megi frekari útbreiðslu.

Byrjunareinkenni í nautgripum eftir tveggja til fjórtán daga meðgöngutíma eru hár hiti (40,5-41°C), lystarleysi, deyfð og stirðleiki í hreyfingum. Blöðrur myndast í munni og á fótum milli klaufa og við klaufhvarf og oft á spenum. Froðukenndir slefutaumar fara frá munni. Mjólkurkýr geldast og horast niður. Blöðrurnar springa og þá myndast sár sem hafast yfirleitt illa við með ígerðum og blóðeitrun. Ýmsir aðrir fylgikvillar sjást og geta einnig valdið miklu tjóni svo sem fósturlát, hjartasjúkdómar og bólgur í legi og meltingarvegi. Hjá svínum ber mest á deyfð og lystarleysi, krömpum, skyndilegri helti, legum og tregðu til hreyfinga. Blöðrur sjást oft á trýni. Hjá sauðfé ber mest á lystarleysi og helti. Kindurnar standa í kryppu og tregðast við að hreyfa sig, blöðrur eru milli klaufa og á klaufhvarfi og síðar ígerðir eftir að blöðrurnar hafa sprungið, blöðrur sjást ekki alltaf í munni en finnast þó á bitgómi og stundum á tungu.

Veikin leggst vægar á sauðfé en nautgripi og svín. Hjá hreindýrum eru einkennin yfirleitt væg. Dýrin slefa. Vökvablöðrur finnast í munni en ekki eða sjaldan um klaufir. Villt klaufdýr eru þýðingarmiklir smitberar í sumum löndum.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu þann 3.mars 2001.

Höfundur

Útgáfudagur

21.3.2001

Spyrjandi

Anna Jóna Þórðardóttir, f. 1987

Tilvísun

Sigurður Sigurðarson. „Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1398.

Sigurður Sigurðarson. (2001, 21. mars). Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1398

Sigurður Sigurðarson. „Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1398>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?
Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum.

Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin.

Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að hefta útbreiðslu, geta liðið nokkur ár þar til veikinnar verður vart á ný. Þannig hefur hún hagað sér í Evrópu oftast nær. Veikin er þekkt í mörgum Asíulöndum og víða um Afríku og Suður-Ameríku en hefur aldrei borist til Íslands svo að vitað sé. Menn óttast nú að hún geti borist til landsins með fólki eða varningi, sem hefur mengast, með dýraafurðum eða dýrum. Það væri gífurlegt áfall. Heitið er á alla að vera á verðbergi og láta vita um það sem máli skiptir.

Um veikina

Gin- og klaufaveiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur. Orsökin er apthoveira af picornaflokki. Hún er skæð en ekki bráðdrepandi. Algengt er að 5% drepist, aðallega ungviði. Stundum er dánartalan mun hærri og nær jafnvel 50% þegar verst gegnir. Að jafnaði valda fylgikvillar mestu tjóni og gera gin- og klaufaveiki að einum versta og skaðlegasta sjúkdómi sem þekkist. Af veirunni eru margir stofnar. Gripur sem veikist af einum stofni verður ónæmur fyrir honum en ekki öðrum og getur því veikst síðar af öðrum stofni.

Svipað er með bólusetningu, sem er dýr og gefur vörn í aðeins hálft til eitt ár. Því er aðeins bólusett þar sem veikin er landlæg. Allt kapp er lagt á að uppræta veikina þar sem þess er nokkur kostur og verjast því að hún berist til landa þar sem hún er óþekkt. Dýr sem sýkjast eru fyrst og fremst klaufdýr svo sem nautgripir, kindur, svín og geitur, villt klaufdýr (hreindýr) en einnig rottur. Tekist hefur að sýkja ýmis tilraunadýr. Þau munu þó ekki veikjast af sjálfsdáðum en geta ef til vill borið með sér smitefnið. Ekki má blanda þessari veiki saman við mannasjúkdóm með sama enska nafni.

Smitleiðir

Smitefnið dreifist auðveldlega með lifandi dýrum og afurðum þeirra, mjólk, jafnvel gerilsneyddri, með ósoðnu kjöti bæði fersku og frosnu og með unnum vörum sem hafa ekki fengið næga hitameðferð. Smit getur borist með fólki og fatnaði – einkum skófatnaði, fóðri og fóðurumbúðum, gripaflutningstækjum, með dekkjum bíla og hverju því sem mengast hefur.

Smithætta er því veruleg samfara heimsóknum í héruð þar sem sjúkdómurinn hefur komið upp, en einnig getur verið hætta á smiti í þeim héruðum þar sem sjúkdómurinn hefur ekki enn verið greindur, því að smituð dýr skilja út veiruna sem veldur sjúkdómnum áður en þau vekjast. Veiran hefur fundist í mjólk og sæði 4 dögum áður en einkenna varð vart. Þegar sjúkdómurinn er í hámarki er veiran í blóði og öllum vefjum líkamans. Gripir sem lifað hafa af veikina geta stöku sinnum verið smitberar mánuðum saman eftir að þeir eru orðnir heilbrigðir. Hiti, sólarljós og sótthreinsiefni eyða veirunni en kuldi og myrkur halda í henni lífi. Við hagstæð skilyrði getur hún lifað lengi utan líkama dýra, frá fáum dögum og allt að hálfu ári. Smit verður með úða eða rykkornum um öndunarveg eða þá um meltingarveg. Einstök dýr sem lifað hafa af geta hýst smitefnið þar til þau deyja eðlilegum dauða. Í stöku tilfellum geta spörfulglar og jafnvel vindur borið smit milli bæja. Varla þarf þó að óttast að farfuglarnir beri með sér smitefnið til Íslands.

Einkenni

Venjulega veikjast öll klaufdýr á bænum. Einstöku skepnur geta þó fengið veikina án þess að sýna sjúkleg einkenni. Mikilvægt er að staðfesta sjúkdóminn sem allra fyrst, svo verjast megi frekari útbreiðslu.

Byrjunareinkenni í nautgripum eftir tveggja til fjórtán daga meðgöngutíma eru hár hiti (40,5-41°C), lystarleysi, deyfð og stirðleiki í hreyfingum. Blöðrur myndast í munni og á fótum milli klaufa og við klaufhvarf og oft á spenum. Froðukenndir slefutaumar fara frá munni. Mjólkurkýr geldast og horast niður. Blöðrurnar springa og þá myndast sár sem hafast yfirleitt illa við með ígerðum og blóðeitrun. Ýmsir aðrir fylgikvillar sjást og geta einnig valdið miklu tjóni svo sem fósturlát, hjartasjúkdómar og bólgur í legi og meltingarvegi. Hjá svínum ber mest á deyfð og lystarleysi, krömpum, skyndilegri helti, legum og tregðu til hreyfinga. Blöðrur sjást oft á trýni. Hjá sauðfé ber mest á lystarleysi og helti. Kindurnar standa í kryppu og tregðast við að hreyfa sig, blöðrur eru milli klaufa og á klaufhvarfi og síðar ígerðir eftir að blöðrurnar hafa sprungið, blöðrur sjást ekki alltaf í munni en finnast þó á bitgómi og stundum á tungu.

Veikin leggst vægar á sauðfé en nautgripi og svín. Hjá hreindýrum eru einkennin yfirleitt væg. Dýrin slefa. Vökvablöðrur finnast í munni en ekki eða sjaldan um klaufir. Villt klaufdýr eru þýðingarmiklir smitberar í sumum löndum.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu þann 3.mars 2001....