E = m c2E táknar í jöfnunni heildarorku hlutarins, m stendur fyrir massann og c er ljóshraðinn, sem er um 300.000 km/s og í jöfnunni er hann í öðru veldi.
Mannslíkaminn framleiðir orku úr fæðunni. Ef að meðalmaður (75 kgm) ætlaði að hlaupa ofsalega hratt, til dæmis á 87% af ljóshraða þyrfti líkami hans að geta framleitt milljónfalda árlega raforkuframleiðslu Íslendinga. Það sjá líklega allir í hendi sér að menn geta aldrei hlaupið á ljóshraða. Þegar hlutir nálgast ljóshraða rýkur hreyfiorka þeirra upp úr öllu valdi og stefnir á óendanlegt. Ef ætlunin er að koma einhverjum hlut á ljóshraða, hvort sem það er hlaupari eða eitthvað annað, þyrftum við þess vegna óendanlega mikla orku og hana höfum við auðvitað ekki. Hlutir sem hafa endanlegan massa geta því aldrei náð ljóshraða. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er ekki hægt að komast hraðar en ljósið með því að leggja einn hraða við annan? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Fyrst hiti stafar af hreyfingu efniseinda og ljóshraðinn setur henni mörk, er þá ekki hægt að reikna út hæsta hitastigið? eftir Þorstein Vilhjálmsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.