Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 234 svör fundust
Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð. Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um a...
Hvað er bundið mál?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á bundnu og óbundnu máli? Ég finn ekki svar á Vísindavefnum um muninn á þessu tvennu. Er það eitthvað sem væri hægt að fá svar við með góðum dæmum. Það er stundum að vefjast fyrir syni mínum sem er í leiklist, sérstaklega ef bundið mál er á ljóðformi en ekk...
Gilda einhver lög um hversu mikinn pening fyrirtæki geta gefið til frambjóðenda í kosningum?
Stutta svarið er einfaldlega já. Í lögum sem sett voru árið 2006 er lagt bann við framlögum yfir 550 þúsund krónum á ári. Árið 2005 réðst Alþingi í endurskoðun á fjármögnun stjórnmálaflokka. Fram að þeim tíma hafði fjármögnun þeirra að mestu leyti verið þannig að lögaðilar styrktu flokkana og fengu síðan skatta...
Hvenær kom orðið túbusjónvarp inn í málið?
Sjónvarpstæki með flatskjá var upp úr aldamótum spennandi tækninýjung sem fljótlega varð að hversdagslegum hlut á heimilum flestra landsmanna. Nú á dögum er gengið að því sem gefnu að sjónvörp séu flöt, en þegar verið er að bera saman gömul tæki og ný þarf hins vegar stundum að grípa til orðsins túbusjónvarp. Ísle...
Hver er munurinn á skreið og harðfiski?
Bæði harðfiskur og skreið er fiskur sem búið er að þurrka. Á árum áður voru hugtökin harðfiskur eða hertur fiskur notuð um allan þurrkaðan fisk, þar meðtalda skreið. Nú er hins vegar merkingarmunur á þessu tvennu. Þegar rætt er um skreið nú á tímum er átt við hausaðan, slægðan og þurrkaðan bolfisk. Algengast er...
Hver drap Snorra Sturluson?
Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1178 og var veginn í Reykholti árið 1241. Hann var mikill stjórnmálamaður, fræðimaður og eitt merkasta skáld Íslendinga en hann skrifaði meðal annars Heimskringlu og Eddu. Sumir fræðimenn telja hann einnig höfund Egils sögu. Snorri var sonur Hvamm-Sturlu og t...
Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur
Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...
Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu?
Hér er reynt að svara eftirfarandi spurningum: Sumir halda því fram að okkur dreymi í svarthvítu. Er það satt og ef svo, hvers vegna? Dreymir okkur (mennina) í svarthvítu eða lit? Það fyrsta sem vert er að velta fyrir sér er af hverju fólk hefur yfirleitt þörf fyrir að spyrja spurningar sem þessarar. Engi...
Hver var Guðmundur Finnbogason og hvað gerði hann merkilegt?
Guðmundur Finnbogason var einn fjölhæfasti menntamaður Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar, brautryðjandi í skólamálum og sálfræði, ritstjóri Skírnis um árabil, hagur orðasmiður og höfundur frumlegrar kenningar um „samúðarskilninginn“. Guðmundur fæddist á Arnstapa í Ljósavatnsskarði 6. júní 1873. Hann var af fát...
Hver er munur á mjólkurfernu og mjólkurhyrnu?
Orðið hyrna er skylt orðinu horn og hefur verið notað í margs konar merkingu, meðal annars um hvassa fjallstinda eins og ýmis örnefni bera vitni um (Skarðshyrna og Lýsuhyrna) og um klúta eða sjöl, einkum þau sem eru þríhyrnd (samanber samsetta orðið þríhyrna) eða brotin í horn. Þegar fyrst var farið að selja mj...
Hversu gamalt er orðið verkfall?
Verkföll í nútímaskilningi eru samofin baráttu verkafólks og annarra launþega fyrir bættum kjörum, sem mótaðist með stofnun og starfi verkalýðsfélaga í iðnríkjum Vesturlanda á 19. öld. Orðið verkfall sem heiti á þessari baráttuaðferð kemur fram í rituðum heimildum seint á 19. öld ef marka má ritmálssafn Orðabókar ...
Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey?
Þegar gos hófst á hafsbotni sunnan við Vestmannaeyjar í nóvember 1963 gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig ný eyja verður til. Um var að ræða neðansjávargos á 130 metra dýpi og fylgdust jarðfræðingar vel með framgangi gossins strax í upphafi. Gossaga Surtseyjar er því vel þekkt og ítarlega skráð. ...
Hvernig verkar þessi skynvilla?
Upphaflega var spurningin svona: Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar? Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið...
Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?
Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...
Hver er munurinn á trölli, jötni og risa?
Í heild sinni hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? Í Þýskalandi og víða eru tröll dvergvaxin og ljót en hér eru stór (sbr. tröllvaxinn). Vanalega er gerður greinarmunur á hugtökunum jötunn, tröll og risi, þó að vissulega skarist merking þeirra og skil geti verið óljós. Þannig til...