Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær kom orðið túbusjónvarp inn í málið?

Helga Hilmisdóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sjónvarpstæki með flatskjá var upp úr aldamótum spennandi tækninýjung sem fljótlega varð að hversdagslegum hlut á heimilum flestra landsmanna. Nú á dögum er gengið að því sem gefnu að sjónvörp séu flöt, en þegar verið er að bera saman gömul tæki og ný þarf hins vegar stundum að grípa til orðsins túbusjónvarp. Íslensk nútímamálsorðabók skilgreinir orðið sem „sjónvarp með myndlampa (mikið um sig og þungt)“. Ef miðað er við textaleit á Tímarit.is má rekja notkun þess að minnsta kosti aftur til ársins 2005 þegar það birtist í Morgunblaðinu.

Verksmiðjur Sony í Evrópu, þar sem hefðbundin túbusjónvörp eru framleidd, munu hafa hálft ár til að hætta framleiðslu sinni.

Orðið túbusjónvarp er ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 2002. Á þeim tíma sem orðabókin var í smíðum voru dæmigerð sjónvörp í hugum flestra Íslendinga einmitt tæki með myndlampa. Túbusjónvörp voru þá einfaldlega kölluð sjónvörp en nýju tækin voru kynnt til sögunnar sem flatskjáir. Eins og oft gerist þá breyttist svo orðanotkunin þegar nýja tæknin tók yfir. Smám saman urðu flatskjáir svo algengir á heimilum landsmanna að málnotendur fóru að líta á þá sem venjuleg sjónvörp. Við það skapaðist svo þörf fyrir nýtt orð yfir gömlu sjónvörpin með myndlömpunum, og þá var gripið til samsetningarinnar túbusjónvarp.

Þar til fyrir ekki svo löngu síðan kallaðist svona tæki einfaldlega sjónvarp en er núna túbusjónvarp.

Ef litið er á dæmi úr málheildum Árnastofnunar kemur glögglega í ljós að orðið túbusjónvarp er aðallega notað í samhengi þar sem lögð er áhersla á aldur tækisins, það er að sjónvarpið tilheyri liðinni tíð og beri vott um slæman og úreltan tækjakost.
  • [...] og horfi á gamalt túbusjónvarp og fæ það í hvert skipti á tilfinninguna að ég búi á Árbæjarsafninu. (Skessuhorn 2009)
  • [...] eins og að stíga inn í tímavél að fara í sveitina, ekkert heitt vatn var í húsinu og aðeins lítið túbusjónvarp sem sýndi lélega útsendingu af Ríkissjónvarpinu. (Kaffið.is 2017)
  • Herbergin voru misvel tækjum búin og lenti hún á einu þar sem þrír deildu einu gömlu túbusjónvarpi og var fjarstýringin týnd. (mbl.is 2016)

Nýyrði sem þessi, það er ný hugtök yfir gömul fyrirbæri, hafa á ensku verið skilgreind sem retronyms og mætti kalla endurlitsorð á íslensku. Slík orð verða til þegar nýjar hugmyndir eða tækninýjungar ryðja eldri útgáfum til hliðar og þörf skapast fyrir að aðgreina hið gamla frá því nýja. Sem dæmi um þekkt endurlitsorð í íslensku má nefna samsetningar eins og heimasími, snúrusími, skífusími, skífuúr, landlína, borðtölva og filmuvél, eða föst orðasambönd eins og línuleg dagskrá eða uppáhellt kaffi.

Heimildir og mynd:
  • Íslensk orðabók. 2002. Mörður Árnason (ritstj.). 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Reykjavík: Edda.
  • Íslensk nútímamálsorðabók. Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstj.). Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Timarit.is. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.
  • Risamálheildin (2019). Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Merriam-Webster.com Dictionary.
  • Mynd: disablemycable.com (Sótt 12.4.2021).


Þetta svar er örlítið stytt útgáfa af pistlinum túbusjónvarp sem er að finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birtur hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Helga Hilmisdóttir

rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar

Útgáfudagur

14.4.2021

Spyrjandi

Íris

Tilvísun

Helga Hilmisdóttir. „Hvenær kom orðið túbusjónvarp inn í málið?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81601.

Helga Hilmisdóttir. (2021, 14. apríl). Hvenær kom orðið túbusjónvarp inn í málið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81601

Helga Hilmisdóttir. „Hvenær kom orðið túbusjónvarp inn í málið?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81601>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær kom orðið túbusjónvarp inn í málið?
Sjónvarpstæki með flatskjá var upp úr aldamótum spennandi tækninýjung sem fljótlega varð að hversdagslegum hlut á heimilum flestra landsmanna. Nú á dögum er gengið að því sem gefnu að sjónvörp séu flöt, en þegar verið er að bera saman gömul tæki og ný þarf hins vegar stundum að grípa til orðsins túbusjónvarp. Íslensk nútímamálsorðabók skilgreinir orðið sem „sjónvarp með myndlampa (mikið um sig og þungt)“. Ef miðað er við textaleit á Tímarit.is má rekja notkun þess að minnsta kosti aftur til ársins 2005 þegar það birtist í Morgunblaðinu.

Verksmiðjur Sony í Evrópu, þar sem hefðbundin túbusjónvörp eru framleidd, munu hafa hálft ár til að hætta framleiðslu sinni.

Orðið túbusjónvarp er ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 2002. Á þeim tíma sem orðabókin var í smíðum voru dæmigerð sjónvörp í hugum flestra Íslendinga einmitt tæki með myndlampa. Túbusjónvörp voru þá einfaldlega kölluð sjónvörp en nýju tækin voru kynnt til sögunnar sem flatskjáir. Eins og oft gerist þá breyttist svo orðanotkunin þegar nýja tæknin tók yfir. Smám saman urðu flatskjáir svo algengir á heimilum landsmanna að málnotendur fóru að líta á þá sem venjuleg sjónvörp. Við það skapaðist svo þörf fyrir nýtt orð yfir gömlu sjónvörpin með myndlömpunum, og þá var gripið til samsetningarinnar túbusjónvarp.

Þar til fyrir ekki svo löngu síðan kallaðist svona tæki einfaldlega sjónvarp en er núna túbusjónvarp.

Ef litið er á dæmi úr málheildum Árnastofnunar kemur glögglega í ljós að orðið túbusjónvarp er aðallega notað í samhengi þar sem lögð er áhersla á aldur tækisins, það er að sjónvarpið tilheyri liðinni tíð og beri vott um slæman og úreltan tækjakost.
  • [...] og horfi á gamalt túbusjónvarp og fæ það í hvert skipti á tilfinninguna að ég búi á Árbæjarsafninu. (Skessuhorn 2009)
  • [...] eins og að stíga inn í tímavél að fara í sveitina, ekkert heitt vatn var í húsinu og aðeins lítið túbusjónvarp sem sýndi lélega útsendingu af Ríkissjónvarpinu. (Kaffið.is 2017)
  • Herbergin voru misvel tækjum búin og lenti hún á einu þar sem þrír deildu einu gömlu túbusjónvarpi og var fjarstýringin týnd. (mbl.is 2016)

Nýyrði sem þessi, það er ný hugtök yfir gömul fyrirbæri, hafa á ensku verið skilgreind sem retronyms og mætti kalla endurlitsorð á íslensku. Slík orð verða til þegar nýjar hugmyndir eða tækninýjungar ryðja eldri útgáfum til hliðar og þörf skapast fyrir að aðgreina hið gamla frá því nýja. Sem dæmi um þekkt endurlitsorð í íslensku má nefna samsetningar eins og heimasími, snúrusími, skífusími, skífuúr, landlína, borðtölva og filmuvél, eða föst orðasambönd eins og línuleg dagskrá eða uppáhellt kaffi.

Heimildir og mynd:
  • Íslensk orðabók. 2002. Mörður Árnason (ritstj.). 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Reykjavík: Edda.
  • Íslensk nútímamálsorðabók. Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstj.). Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Timarit.is. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.
  • Risamálheildin (2019). Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Merriam-Webster.com Dictionary.
  • Mynd: disablemycable.com (Sótt 12.4.2021).


Þetta svar er örlítið stytt útgáfa af pistlinum túbusjónvarp sem er að finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birtur hér með góðfúslegu leyfi....