Verksmiðjur Sony í Evrópu, þar sem hefðbundin túbusjónvörp eru framleidd, munu hafa hálft ár til að hætta framleiðslu sinni.Orðið túbusjónvarp er ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 2002. Á þeim tíma sem orðabókin var í smíðum voru dæmigerð sjónvörp í hugum flestra Íslendinga einmitt tæki með myndlampa. Túbusjónvörp voru þá einfaldlega kölluð sjónvörp en nýju tækin voru kynnt til sögunnar sem flatskjáir. Eins og oft gerist þá breyttist svo orðanotkunin þegar nýja tæknin tók yfir. Smám saman urðu flatskjáir svo algengir á heimilum landsmanna að málnotendur fóru að líta á þá sem venjuleg sjónvörp. Við það skapaðist svo þörf fyrir nýtt orð yfir gömlu sjónvörpin með myndlömpunum, og þá var gripið til samsetningarinnar túbusjónvarp.
- [...] og horfi á gamalt túbusjónvarp og fæ það í hvert skipti á tilfinninguna að ég búi á Árbæjarsafninu. (Skessuhorn 2009)
- [...] eins og að stíga inn í tímavél að fara í sveitina, ekkert heitt vatn var í húsinu og aðeins lítið túbusjónvarp sem sýndi lélega útsendingu af Ríkissjónvarpinu. (Kaffið.is 2017)
- Herbergin voru misvel tækjum búin og lenti hún á einu þar sem þrír deildu einu gömlu túbusjónvarpi og var fjarstýringin týnd. (mbl.is 2016)
- Íslensk orðabók. 2002. Mörður Árnason (ritstj.). 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Reykjavík: Edda.
- Íslensk nútímamálsorðabók. Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstj.). Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Timarit.is. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.
- Risamálheildin (2019). Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Merriam-Webster.com Dictionary.
- Mynd: disablemycable.com (Sótt 12.4.2021).
Þetta svar er örlítið stytt útgáfa af pistlinum túbusjónvarp sem er að finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birtur hér með góðfúslegu leyfi.