Hver er munurinn á bundnu og óbundnu máli? Ég finn ekki svar á Vísindavefnum um muninn á þessu tvennu. Er það eitthvað sem væri hægt að fá svar við með góðum dæmum. Það er stundum að vefjast fyrir syni mínum sem er í leiklist, sérstaklega ef bundið mál er á ljóðformi en ekki í hefðbundnum reglum ljóðformsins, stuðlar, höfuðstafir og rím. Einnig texti Shakespeares til dæmis „Að vera eða ekki vera“Bundið mál er texti sem fylgir bragreglum að meira eða minna leyti. Andstæðan er svokallað laust mál, en með því er átt við texta sem ekki fylgir bragreglum. Í sjálfu sér er ekki flókið að átta sig á hvort texti sé á bundnu máli. Í prentuðum bókum þekkist bundinn texti helst á braglínum sem einnig nefnast ljóðlínur. Ljóðlína er einfaldlega lína í ljóði.

Í bókum þekkist bundinn texti helst á braglínum. Hér er dæmi úr útgáfu á Eddu Snorra Sturlusonar. Kvæðið á síðunni er undir svonefndu fornyrðislagi en það er algengur bragarháttur eddukvæða. Í fornyrðislagi hefur hver braglína tvö ris eða áhersluatkvæði. Fjöldi forliða og annarra áhersluléttra atkvæða er hins vegar breytilegur. Fornyrðislag hefur þess vegna ekki fasta hrynjandi.
Þar sem spurt varHeimild og frekara lesefni:
um leikrit Shakespeares
má geta þess
að bragarháttur
þeirra nefnist
stakhenda.
- Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
- Bækur.is - Edda Snorra Sturlusonar =. (Sótt 10.03.2016).